Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
297
Cumulative
Minutes
Fig. 1. Cumulativepercentage of answers to the question: “Ifa
patient (in your catchment area) needs an emergency service,
he orshe can reach a doctor on duty by telephone (telephone
contact with a doctor on duty) within — minutes".
Cumulative
120
Fig. 2. Cumulative percentage of answers to the question:
“Doctors on duty can on the average be on the road in case of
emergency within - minutes from the time of request. "
uðum úti á landi gátu í 50% tilvika liðið fimm
klukkustundir eða lengri tími þar til læknir
kæmist á staðinn væri færð slæm.
Sé miðað við að bráð veikindi komi upp
innan 10 km fjarlægðar var enginn munur á
útkallstíma í dreifbýli og þéttbýli; 91% lækna
töldu sig komast á staðinn innan 10 mínútna í
góðri færð og 94% innan 30 mínútna í slæmri
færð.
Rúm 40% lækna á minni vaktsvæðum (6000
íbúar eða færri) vinna (og búa) við þau skilyrði
að það er lengra en 150 km til næstu gjörgæslu.
Álag, skyldur og viðhorf: Læknar töldu sig í
92% tilvika vera á bundinni vakt. Fimm læknar
(5%) allir í Reykjavík, tóku aldrei vaktir, tveir
einstaka sinnum en aðrir (93%) voru reglulega
á vöktum (tafla II). Á minnstu vaktsvæðunum
þurftu 84% (27/32) lækna að taka vaktir í 14
daga eða lengur í hverjum mánuði. Læknar á
minni vaktsvæðum (6000 íbúar eða færri)
ræddu oftar við starfsbræður um læknisfræði-
leg bráðatilvik hjá sér en læknar á stærri vakt-
svæðum (p<0,05; áhættuhlutfall 2,77; 95% ör-
yggisbil 1,23 til 6,26).
Aðeins 23% lækna vildu helst sleppa við
alvarlegustu sjúkdómstilfellin eða óskuðu eftir
að geta sett þau í hendur annarra aðila. Munur
milli svæða var ekki marktækur hvað þetta
varðar.
Flestir (92%) voru ósáttir við laun fyrir
vaktavinnu (tafla III). Enginn munur var þar
milli vaktsvæða. Læknar í Reykjavík fundu
fyrir minnstu álagi á vöktum (36%) en mest
álag upplifðu læknar á vaktsvæðum með 15.000
til 26.000 íbúa eða í 76% tilvika. Munurinn er
marktækur (p<0,05; áhættuhlutfall 3,93; 95%
öryggisbil 1,36 til 11,33) þegar síðastnefnda
vaktsvæðið er borið saman við öll hin. Flestir
læknar (81%) óskuðu eftir meiri upplýsingum
en gefnar hafa verið um framhaldsmeðferð
Table II. Number of times on duty per month by doctors (%) according to different size of catchment area.
Catchment area (according to number of inhabitants)
650 to 1850 2000 to 6000 15,000 to 26,000 >120,000
0 to 5 times (%) 6 to 10 times (%) > 14 times (%) 0/32 (0) 5/32 (16) 27/32 (84) 3/23 (13) 19/23 (83) 1/23 (4) 20/20 (100) 0/20 (0) 0/20 (0) 17/22 (77) 5/22 (23) 0/22 (0)