Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 10
290
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
30 NMRI mýs voru aldar í sex vikur á lýsis-
bættu fæði (10%) en til samanburðar voru mýs
aldar á venjubundnu eða ólífuolíubættu fæði
(10%). Að því búnu voru mýsnar sýktar með
l,6xl02 cfu (colony forming units, þyrpingar-
myndandi einingar) af Klebsiella pneumoniae í
vöðva. Eftir sýkingu var fylgst með lifun mús-
anna í 120 klukkustundir.
Niðurstöður: Eftir 56 klukkustundir voru
93% músanna sem fengu lýsisbætt fóður lif-
andi, 68% músa sem fengu ólífuolíubætt fæði
og aðeins 40% músanna sem fengu venjubund-
ið fæði. Lifun músa sem fengu lýsisbætt fæði
var 40% eftir 120 klukkustundir á meðan lifun
músa sem fengu ólífuolíubætt eða venjubundið
fæði var 25% og 20%. Lifun músa sem aldar
voru á lýsisbættu fæði var marktækt betri en
viðmiðunarhópa eftir 120 stundir (p=0,0034).
Ályktun: Lýsisbætt fæði eykur lifun NMRI
músa eftir sýkingu með Klebsiella pneumoni-
ae. Höfundar telja að þessi munur á lifun sé
fyrst og fremst vegna áhrifa ómega-3 fitusýra á
ónæmiskerfið. Á hvaða hátt, er ekki að fullu
vitað og því er þörf frekari rannsókna.
Inngangur
í norðlægum löndum hefur um aldir lýsi
verið talið stuðla að heilbrigði. Þorskalýsi inni-
heldur um það bil 20% af ómega-3 fitusýrum. I
venjulegu fæði Vesturlandabúa eru fjölómett-
aðar ómega-3 fitusýrur í litlu magni. Þær eru
hins vegar verulegur hluti af fituinntöku hjá
þjóðum sem neyta mikils fisks eins og Eskimó-
um á Grænlandi (1). Faraldsfæðilegar rann-
sóknir hafa bent til þess að neysla lýsis veiti
vernd gegn ýmsum sjúkdómum til dæmis
hjarta- og æðasjúkdómum (2,3), astma (2),
sykursýki (2) og ýmsum sjálfnæmissjúkdómum
(4-6). Talið er að lýsi, og þá fyrst og fremst
ómega-3 fitusýrur, hafi víðtæk áhrif á stýringu
ónæmiskerfisins. Hollensk rannsókn frá 1991
sýndi aukna lifun músa á lýsisbættu fæði í al-
varlegum bakteríusýkingum í samanburði við
mýs á pálmaolíubættu fæði eða kornolíubættu
fæði (7). Niðurstöður rannsókna á áhrifum lýs-
is á lífslíkur í alvarlegum bakteríusýkingum
hafa þó verið misvísandi (7-10). Því var frekari
rannsókna þörf og í þessari rannsókn settu höf-
undar fram sömu tilgátu og í hollensku rann-
sókninni, að lýsisneysla væri verndandi í alvar-
legum Klebsiella pneumoniae bakteríusýking-
um. í rannsókninni sem hér er greint frá var
ólífuolíubætt fæði notað sem viðmiðunarfæði í
Table I. Fatty-acid content (%) of fish-oil and olive-oil.
Fatty-acid Fish-oil Olive-oil
14:0 4.4
16:0 11.5 11.2
16:1 7.2 0.8
18:0 2.7 2.5
18:1 21.0 9.6
18:3 0.8 0.7
18:4 2.5
20:1 9.7
20:4 nd
20:5 9.3
22:1 8.8
22:4 nd
22:5 1.2
22:6 12.8
unknown 6.5 1.7
nd: not detected
stað kornolíubætts fæðis eða pálmaolíubætts
fæðis þar sem ólífuolía inniheldur mjög lítið af
ómega-3 fitusýrum, eða innan við 1%.
Aðferðir og framkvæmd
Tilraunadýr: Níutíu kvenkyns NMRI mýs
27-29 g voru fengnar frá Tilraunastöð Háskóla
íslands í meinafræði að Keldum. Þær voru ald-
ar í þremur hópum, 30 saman í búri og fengu
mismunandi fóður í sex vikur. Umhverfi og
aðstæður voru þær sömu fyrir alla hópana.
Fæði: Grunnfæði var hefðbundið nagdýra-
fóður (Special Diets Services, Witham, Essex,
England) sem innihélt enga sjávardýrafitu.
Fituinnihald fæðisins var um 3%, þar af var
soya olía um 0,5%. í fóðrið var bætt lýsi
(þorskalýsi, Lýsi hf, Grandavegi) eða ólífuolíu
(Filippo Berio, Italia). Fitusýrusamsetning lýs-
is og ólífuolíu sést í töflu I. Hópur I fékk venju-
bundið fæði að viðbættu lýsi (10%), hópur II
fékk venjubundið fæði að viðbættri ólífuolíu
(10%) og hópur III fékk venjubundið fæði án
olíuviðbótar. Fæðið var blandað á tveggja daga
fresti og geymt í kæli við 4°C. Allir hóparnir
höfðu aðgang að fæðu og vatni að vild.
Framkvæmd: Eftir sex vikna fóðrun voru
allar mýsnar sýktar í vöðva með Klebsiella
pneumoniae. Bakteríustofninn (ATCC 43816)
var fenginn frá sýkladeild Landspítalans. Bakt-
eríulausn sem innihélt 8,2 x 102 cfu (colony
forming units, þyrpingarmyndandi einingar) í
0,1 ml var sprautað í vöðva í hvort afturlæri á
músunum í léttri etersvæfingu. Þær fengu því
samtals 1,6 x 102 cfu af Klebsiella pneumoniae.
Þessi skammtur veldur oftast banvænum sýk-