Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 54
328 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 ingar frá læknum á Höfn og þar yrði bætt við tveimur læknum. Skjólgarður verði heilsugæslu- sjúkrahús." Með þessu fyrirkomulagi ger- ir Stefán ráð fyrir að stjórnum í heilbrigðisþjónustu á svæðinu geti fækkað úr 10 í fjórar, þannig að ein yrði fyrir hvert svæði og ein fyrir Fjórðungssjúkrahúsið f Neskaupstað. Styrkari stofnanir og betri þjónusta Stefán nefnir ýmsa kosti sem þetta nýja fyrirkomulag hefði í för með sér: „Það má kannski deila um einstaka þætti útfærsl- unnar en komist hugmyndin í framkvæmd tel ég að stofnan- irnar verði styrkari og þjónust- an í fjórðungnum öruggari. Bæta þarf við að minnsta kosti þremur læknum í fjórðungnum. Vaktaálag minnkar og afleys- ingaþörfin minnkar enda geta læknar á svæðinu leyst hverjir aðra af í styttri fríum. Við erum rétt að byrja að ræða þessar hugmyndir hér en mér sýnist flestir á því að breytingar í þessa átt séu nauðsynlegar. Við verð- um að gera eitthvað róttækt ef við ætlum að halda áfram uppi góðri heilbrigðisþjónustu í fjórðungnum og það verður ekki gert nema læknum og öðru starfsliði hennar sé boðið upp á viðunandi starfsaðstöðu." Stefán sendi einnig ráðherra hugleiðingar um það sem hann nefnir stjórnarkreppu heil- brigðisþjónustunnar. Segir hann þar að mörg vandamála sem heilbrigðisþjónustan glímir við í dag megi rekja til þess að vanrækt hafi verið að byggja upp stjórnkerfi hennar. „Þetta á ekki síst við á litlum stofnunum eins og heilsugæslustöðvum og minni sjúkrahúsum. Hver um sig eru þessar stofnanir litlar en velta samanlagt 5,7 milljörðum árlega. Þar af veltir heilsugæsl- an 4,8 milljörðum en hún hefur enga eiginlega yfirstjórn og í dag er ekkert fyrirtæki skipulagt þannig. Stjórnun er óljós, starfsmenn og stjórnendur á hverjum stað hafa engan bak- hjarl og verkefni eru oft leyst á tilviljanakenndan hátt.“ Of mikið af smámálum Stefán telur að heilbrigðis- ráðuneytið, sem fer með yfir- stjórn málaflokksins, ábyrgð og daglegan rekstur að hluta ráði stundum illa við þessi hlutverk sín. „Ég tel aðalástæðuna þá að það fer ekki vel saman að hafa rneð höndum yfirstjórn mála- flokks og að reka beint suma þætti hans. Ráðuneytið er að mínu viti of lítið og það er of mikið álag á lykilstarfsmenn, ráðuneytið fær of mikið af smá- málum til afgreiðslu og á erfitt með að losna við þau. Þá hafa yfirlæknar, hjúkrunarforstjórar og framkvæmdastjórar heilsu- gæslunnar nokkuð misvísandi starfsreglur og þetta allt veldur ruglingi og veikir daglegt starf. Ég geri mér grein fyrir að þetta er ekki einfalt mál til úr- lausnar en hér þurfa menn að taka sig á og koma betra skipu- lagi á þessa hluti alla. I fram- haldi af því tel ég auðveldara að ná árangri í bættri þjónustu og hagkvæmum rekstri í heilbrigð- isþjónustu landsmanna." jt Óttar Ármannsson, Stefán Þórararinsson, Bryndís Sigurgeirsdóttir og Hulda Bryngeirsdóttir stödd inni á sjúkradeild. Ljósm.: jt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.