Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
307
barnanna dvöldu lengur en eina viku og fjórð-
ungur lengur en tvær vikur á sjúkrahúsinu.
Tuttugu börn voru lögð inn á gjörgæsludeild
og dvöldu þar að meðaltali í 8,2 daga (miðgild-
ið 3,1-41). Ekkert barn sem var lagt inn vegna
brunasára lést á rannsóknartímanum.
Umræða
Algengi brunaslysa í þessari rannsókn er
mjög samhljóma niðurstöðum íslenskrar rann-
sóknar sem tók yfir 10 ára tímabil (1964-1973)
(7). Aftur á móti voru færri börn lögð inn á ári í
rannsókn sem tók til áranna 1957-1969 (6) eða
14,2 börn á ári. I lok rannsóknartímabilsins
fækkaði innlögnum vegna brunaslysa. Ekki er
ljóst hvort það merki að brunaslysum hafi
fækkað í raun og veru eða að brunar séu oftar
meðhöndlaðir án þess að til innlagnar komi.
Kynjahlutfallið var það sama og í sambæri-
legum innlendum og erlendum rannsóknum
(1,4,6-8). Tveir þriðju barnanna sem brennd-
ust voru tveggja ára og yngri og þrír fjórðu
fjögurra ára og yngri og eru þær niðurstöður
einnig sambærilegar við aðrar rannsóknir
(5,8,9).
Innlögnunum var jafnt dreift yfir árið nema í
desember þegar slysin voru algengust sem
skýrist að hluta af fleiri slysum af völdum flug-
elda og elds. Eldri íslensk rannsókn sýndi einn-
ig að ívið fleiri brunaslys eiga sér stað yfir
vetrarmánuðina (7). Skosk rannsókn sýndi
engan mun á dreifingu yfir árið (5) og dönsk
rannsókn var á sama veg (1).
Slysin eiga sér oftar stað á hádegis- og kvöld-
verðartímum þegar mest er notað af heitu
vatni, vökvum og heitum hlutum og má ætla að
börnin gleymist í þessum önnum (6). Önnur
íslensk rannsókn sýndi eingöngu fleiri slys um
kvöldverðartímann (7). Erlendar rannsóknir
hafa sýnt sambærilega niðurstöðu með háa
tíðni um kvöldverðarleytið og á morgunverð-
artímum (10,11)
Flest verða slysin inni eða við heimilin og eru
þær niðurstöður sambærilegar öðrum rann-
sóknum (2,3,7,8). Þó að ísland sé kalt land
með löngum vetri og stuttu sumri þá virðast
brunaslys á íslandi ekki gerast oftar inni á
heimilunum en erlendis.
Algengustu brunavaldarnir voru heitt vatn
og aðrir heitir vökvar 72,1% sem eru sambæri-
legar niðurstöður og í annarri íslenskri rann-
sókn (7) en algengari en í eldri íslenskri rann-
sókn (6).
Brunar af völdum heits vatns eru algengari
hér en erlendis (4,5,8,9). Skýringin á þessum
mun felst líklega í mjög heitu neysluvatni sem
bæði er ódýrara og mun heitara hér en annars
staðar og er heitt kranavatn oft yfir 70°C. Er-
lendis er vatn hitað upp í kötlum með kolum,
olíu og rafmagni. Víða hafa verið settar reglu-
gerðir um hitastillarofa á þessa katla og mælst
til að fólk hiti ekki vatn sitt í meira en 45-60°C,
það er þó mismunandi eftir löndum. Hérlendis
hefur hitaveitan náð til fleiri heimila síðustu
árin. í dag eru 29 hitaveitur starfandi á landinu
og 19 þeirra tóku til starfa eftir 1970 (upplýsing-
ar fengnar frá Orkustofnun). Þessi staðreynd
gæti skýrt þann mun sem er á milli þessarar
rannsóknar og annarrar íslenskrar rannsóknar
(7) annars vegar og eldri rannsóknar hins vegar
en hún tekur til áranna 1959-1969 (6).
Yngstu börnin eru fórnarlömb bruna af
völdum heits vatns og vökva, algengast er að
þau brenni sig á heitu kaffi sem þau hella yfir
sig úr könnum og bollum eða brenni sig í baði
og handlaugum. Þá orsakar hreingerningar-
vatn 7,2% allra brunaslysa en ekki fannst það
sem brunavaldur í erlendum rannsóknum.
Eldri börnin eru fórnarlömb elds og flugelda
sem rekja má til fikts þeirra. Ekki er getið
sérstaklega um bruna af völdum flugelda/púð-
ursprengja í fyrri íslenskum rannsóknum (6, 7)
og gæti það skýrst af því að brunaslys af völd-
um þeirra eru nú mun algengari en áður þar
sem framboð á flugeldum er nú mun meira.
Eitt barn (0,3%) brenndist af völdum raf-
magns en í fyrri íslenskum rannsóknum voru
brunaslys af völdum rafmagns algengari, 7%
og 3,7% (6,7). Erlendar rannsóknir hafa einn-
ig sýnt fram á fækkandi brunaslys af völdum
rafmagns (4,9). Skýringuna er að finna í betri
frágangi á raflögnum. Brunaslys af völdum æt-
andi efna eru nú mun sjaldgæfari,þrjú börn
(1,0%) brenndu sig á ætandi efnum í okkar
uppgjöri en 5% og 1,9% í fyrri íslenskum rann-
sóknum (6,7). Dönsk rannsókn sýndi einnig
færri slys af völdum ætandi efna hjá börnum
(9). Skýringuna á þessari fækkun má líklega
rekja til öruggari umbúða og geymslustaða.
Snertibrunar eru jafnalgengir í okkar rannsókn
og fyrri íslenskum rannsóknum (6,7) en víða
erlendis eru þeir mun algengari (2,4,5).
Heitt vatn og aðrir vökvar eru algengustu
brunavaldarnir hjá íslenskum börnum. Tvær
íslenskar rannsóknir eru til á brunaslysum á
börnum og sýna þær að ekki hefur dregið úr