Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 8
288 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 dags og nýir tæknimöguleikar koma fram eru aðrir sem spyrja hvert hin nýja tækni muni leiða mannkynið. Þó markmiðin séu göfug, að auka heilbrigði, eru vaxandi áhyggjur af mögu- leikum á misnotkun á hinni nýju tækni. Hvað telst misnotkun mótast að verulegu leyti af þeim siðfræðilegu gildum sem ríkja í hverju þjóðfélagi, á hverjum tíma. Kröfur um vinnu- og siðareglur í erfðavísindum verða háværari og útbreiddari. Margar hverjar öfgakenndar en aðrar taka mið af rétti vísindamanna til rannsóknarstarfa og þörfum minnihlutahópa (til dæmis kröfur sjúklinga með erfðasjúkdóma um að vísindamenn og heilbrigðisyfirvöld fjár- festi í rannsóknum sem snúa að heilbrigði þeirra og mögulegum lækningum í framtíð- inni). Framþróun í erfðavísindum verður ekki stöðvuð, en rétt er og sjálfsagt að fylgja megin vinnu- og siðareglum í samskiptum vísinda- manna og þeirra sem taka þátt í rannsóknum. Leysa þarf mörg álitamál og mikilvægt að vís- indasamfélagið hafi frumkvæði að umræðu um þau. Meðal þeirra eru; hvernig ber að nýta lífsýnabanka, hvernig ber að standa að erfða- rannsóknum og söfnun upplýsinga og sýna í þeim tilgangi. Jafnframt þarf að vera hægt að skjóta álitamálum um rannsóknarefni og sið- fræðilegum spurningum til aðila sem endur- spegla ríkjandi viðhorf samfélagsins og hafa í heiðri rétt vísindamanna og þarfir sjúklinga við öflun nýrrar þekkingar. Mikið umrót hefur einkennt rannsóknar- samfélag heilbrigðisvísinda á undanförnum mánuðum og stendur þar tvennt upp úr. í fyrsta lagi hversu ófullnægjandi aðstaða er til að taka á móti alþjóðlega viðurkenndum vís- indamönnum. Þetta hefur leitt til þess að þeir veigra sér við að koma til starfa innan háskóla- samfélagsins og snúa jafnvel við á miðri leið þegar þeim verða ljós kjör og starfsaðstaða sem í boði eru. Slíkur atgervisflótti og tap á mannauði bitnar, þegar til lengri tíma er litið, á möguleikum þjóðarinnar til framþróunar og nýrrar atvinnusköpunar og veldur stöðnun í rannsóknarsamfélaginu. Islensku háskóla- og rannsóknarsamfélagi er því hægt og bítandi að blæða út vegna stefnu- og sinnuleysis yfirvalda sem ættu að taka frumkvæði í þessu máli með mótun rannsóknarstefnu sem þau geta veitt brautargengi og stutt í sama mæli og til dæmis stóriðjudrauma. Virkjun mannauðs er ekki síður mikilvæg en virkjun fljóta og sennilega heillavænlegri í heimi sem einkennist af harðn- andi samkeppni á sviði tækniþekkingar og hug- vits. í öðru lagi er athyglisvert að amerískir fjár- festar skuli á undan íslenskum mennta- og heil- brigðisyfirvöldum gera sér grein fyrir mögu- leikum íslendinga á sviði erfðavísinda. Það er ánægjulegt að fyrirtæki þeirra vinnur allar rannsóknir hérlendis í stað þess að flytja sýni og upplýsingar til útlanda, eins og oft hefur viljað brenna við þegar áhugamenn um erfða- rannsóknir hafa dottið niður á athyglisverð fjölskyldufyrirbæri. Án efa skapar fyrirtækið íslensk erfðagreining tækifæri sem engan hefði dreymt um að væri möguleiki á næstu áratug- um, bæði sem atvinnuskapandi og aflandi nýrr- ar þekkingar. Hinu má ekki gleyma að upp- bygging rannsóknarumhverfis innan háskóla- samfélagsins verður að eiga sér stað samhliða. Margir vísindamenn kjósa sér starfsvettvang innan háskólans og mörg athyglisverð verkefni standa utan áhugasviðs einkafyrirtækja og svo mætti lengi telja. Jafnræðis verður að gæta með tilliti til möguleika þessara hópa á að vinna á sínurn áhugasviðum og þegar áhugaefni skar- ast er mikilvægt að góð samvinna og samhugur um framvindu náist, báðum til hagsbóta. Mikilvægast er að virða rétt íslenskra vís- indamanna til að stunda og hafa frumkvæði að rannsóknum á íslandi. Erfðamengi íslendinga hefur að geyma grundvallarupplýsingar um uppruna þjóðarinnar og sérkenni. Því eru rannsóknir á íslensku erfðaefni sambærilegar við aðrar rannsóknir sem tengjast menningu þjóðarinnar. Meginreglan verður að vera sú að rannsóknir á íslensku erfðaefni fari sem mest fram hérlendis. En ekki má gleyma þjóðinni sem tekur þátt í rannsóknunum. Það er mikil- vægt að nýjum upplýsingum, sem geta skipt sköpum fyrir heilsu þeirra og framtíðarhorfur sé miðlað af nærgætni og á fagmannlegan hátt. í nágrannlöndum okkar, svo sem Bretlandi, hafa stjórnvöld gert sér grein fyrir þessari hættu og stuðlað að uppbyggingu miðstöðva fyrir erfðagreiningu og erfðaráðgjöf, þar sem frumkvæði er haft að því að hagnýta nýja þekk- ingu sem skapast af grunni erfðafræðirann- sókna og stuðlað að fræðslu um áhrif og afleið- ingar hinnar nýju tækni sem er að ryðja sér til rúms. Það er orðið tímabært að heilbrigðisyfir- völd hérlendis axli þessa ábyrgð líka og vinni að uppbyggingu slíkrar miðstöðvar, eða eigum við að bíða þar til í óefni er komið? Reynir Arngrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.