Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 44
320 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Til vinstri Pálnii V. Jónsson, en hann átti veg og vanda af skipulagn- ingu læknaþingsins, við hlið hans Högni Óskarsson. Ljósm.: Lbl. samningsins. Reikna má með að tilkoma vinnuverndar- ákvæðanna skapi þörf fyrir 10- 20% aukningu á mannafla á spítulunum. Mjög ítarleg samantekt var lögð fram um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu. Þarerlögð á það áhersla að umræða um forgangsröðun liljóti ætíð að byggja á siðfræðilegri afstöðu. í umræðunni kom fram að læknar geti aldrei raðað sjúkdómum eða sjúklingum eftir mikilvægi. Siðferðileg skylda læknisins felst í því að verja rétt lítilmagn- ans. Nokkuð mismunandi sjónar- mið komu fram varðandi upp- lýsingar og geymslu gagna. Eru sjúkraskrár til dæmis mikilvæg sagnfræðiheimild eða mark- laus? Gera verður greinarmun á persónuupplýsingum og töl- fræðiupplýsingum. Bent var á að innan Evrópusambandsins á sér nú stað yfirgripsmikil sam- ræmingarvinna á meðferð upp- lýsinga og er nauðsynlegt að fylgjast með henni. Nokkurs misræmis virðist gæta í túlkun á upplýsingalögunum nýju, einn- ig virðast upplýsingalögin og tölvulögin rekast hvor á annars horn. Rétt er að ítreka að ekki er verið að búa til nýja stefnu frá grunni. Læknasamtökin hafa mótað sér stefnu í ýmsum mál- um þótt henni hafi ekki verið safnað saman á heildstæðan hátt. Vissulega hefur stefna samtakanna einnig breyst í tím- ans rás og kom það til dæmis skýrt fram í umfjöllun um mis- munandi rekstrarform og fjár- mögnun innan heilbrigðiskerf- isins. Raktar voru fyrri sam- þykktir LI og hvernig þær hafa breyst og þróast. Annað virðist breytast furðu lítið í tímans rás og var á það bent að upp úr miðri 18. öld hafi læknar beðið Friðrik V. Danakonung þess lengstra orða að komast aftur á daggjöld! Ferliverk og viðvika- greiðslur komu til umræðu og eru skoðanir nokkuð skiptar í þeim málum. Hér hefur aðeins verið drepið á örfá atriði af þeim fjölmörgu er fram komu hjá frummælend- um og öðrum þátttakendum á læknaþinginu. Menn voru á einu máli að umræðan hafi verið afar þörf og þingið sjálft að- standendum til mikils sóma. Að öllu óbreyttu verða stefnumótunardrögin öll birt í júníhefti Læknablaðsins í þeirri mynd sem þau voru kynnt á læknaþinginu, að teknu tilliti til einhverra þeirra athugasemda er þar komu fram. Það er mikil- váegt fyrir framhald vinnunnar að menn lesi drögin og geri við þau þær athugasemdir er þurfa þykir. Athugasemdum er unnt að koma á framfæri á síðum blaðsins eða beint til forsvars- manna einstakra starfshópa. -bþ- Formannaráðstefna Formannaráðstefna verður haldin í Hlíðasmára 8 föstudaginn 23. maí næst- komandi og hefst kl 13:00. Áætluö slit kl. 18:00. Ráðstefnan er opin öllum læknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.