Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1998, Page 7

Læknablaðið - 15.07.1998, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 531-2 531 Ritstjórnargrein Fjarlækningar Fetið fram Saga læknisfræðinnar er vörðuð merkisvið- burðum sem oftar en ekki verða greinanlegir þegar litið er yfir farinn veg. Atburðir þessir eru oft merkilegir fyrir þá sök að þeir marka stefnubreytingu innan læknisfræðinnar, sem hefur áhrif á alla þá þætti er varða lækningu, greiningu sjúkdóma og meðferð þeirra. Nú, 100 árum eftir einangrun og greiningu Listers, Pasteurs og Kochs á sóttkveikjum, er litið á það sem merkisviðburð enda markaði uppgötvunin upphaf á nýjum skilningi á tilurð sjúkdóma og meðhöndlun þeirra. Framfarir í læknisfræði hafa oft haldist í hendur við framfarir og tækni- þróun innan annarra fræðasviða og hefðu til dæmis uppgötvanir þremenninganna hér að framan ekki orðið að veruleika ef smásjárinnar hefði ekki notið við. Læknar og aðrir þeir sem láta sér annt um heilsu fólks hafa oft verið fljótir til að notfæra sér tæki og tækni, oft alls ótengda læknisfræði, við sjúkdómsgreiningu og meðhöndlun. Fjar- lækningar, telemedicine, eru þar engin undan- tekning. Tæknin er fengin úr smiðju sjónvarps og margmiðlunar þar sem tölvur og hátækni- fjarskipti leika með. Hið hefðbundna samband læknis og sjúklings er brotið upp hvað varðar fjarlægðir og tilkomu annarra er flytja á milli boð um sjúkdómsgreiningu og meðferð. Þarna eru á ferðinni byltingarkenndar nýjungar sem óefað verða dæmdar stefnumarkandi að fengn- um dómi tímans og síðarmeir markaðar tíma- tali dagsins í dag. Þó svo að þessi grein læknisfræðinnar sé ný í augum okkar flestra, eru fjarlækningar alls ekki nýjar af nálinni. Vel þekkt eru sendibréf forvera okkar í læknastétt, einna úti í héruðum, þar sem þeir skiptust á skoðunum um sjúkdóma og sjúklinga. Símatíminn svokallaði er heldur ekki alls óþekktur en þar ráðleggur læknir sjúk- lingi í gegnum síma, ellegar að læknar leita ráða sín í millum. Líta má því á fjarlækningar sem hátækni símatíma þar sem öllum tækni- brögðum nútíma fjarskipta, tölvutækni og myndgreiningartækni er beitt, sjúklingum og sjúklingahópum til framdráttar. Þannig eru fjar- lækningar ekki einvörðungu bundnar við að læknir gefi lækni ráð, heldur miklu frekar að einstaklingar utan heilbrigðisgeirans geti með hjálp greiningartækja komið upplýsingum um sjúklinga áleiðis til lækna og sérfræðinga, þar sem vandamálið er greint og leiðbeiningar um meðferð eru gefnar. Þessi þáttur læknisfræðinnar vex nú hratt í hinum vestræna heimi, bæði hvað varðar notk- un í hinum mismunandi sérgreinum læknis- fræðinnar, svo og að þau lönd verða æ fleiri sem notfæra sér þessa tækni. Einnig hafa aðrar heilbrigðisstéttir tekið þessa tækni til liðs við sig og má þar nefna hjúkrun enda hefur hugtak- inu telenursing vaxið fiskur um hrygg á undan- fömum árum. Annað hugtak innan fjarlækninga er það sem á ensku er kallað Maritime Medicine, en það varðar heilbrigðisþjónustu við sjófarendur. Þessi hluti fjarlækninga hefur á síðustu árum vaxið gríðarlega, enda er hagnýtið töluvert á þessu sviði, ekki síst fyrir Islendinga. Ahafnir fiskiskipa og farskipa sem sigla undan strönd- um íslands geta með hjálp tækninnar notið þjónustu lækna í landi og notið þannig jafn- ræðis á við aðra landsmenn. Einnig mætti selja þessa heilbrigðisþjónustu til erlendra skips- hafna eða áhafna loftfara er fara um íslenska flugumsjónarsvæðið. Heilsufarsupplýsingar um sjúka á sjó, almennt útlit þeirra og lífsmörk, svo sem hjartalínurit, upplýsingar um súrefnis- mettun, púls og blóðþrýsting, má mæla um borð og senda stafrænt sem sívinnslu um gervi- tungl í tölvunet heilbrigðisstofnana í landi þar sem læknar greina vandann og koma með úr- lausnir, annað hvort í formi meðhöndlunar um borð eða með boðum um tafarlausan flutning á sjúklingi til dæmis með þyrlu. Notkunarmögu- leikar þessarar tækni eru nánast óþrjótandi. Miklir möguleikar skapast hvað varðar kennslu innan heilbrigðiskerfisins í formi fræðslu og leiðbeininga til lækna og annarra svo og mögu- leikar á notkun þessarar tækni til stjórnunar innan heilbrigðisgeirans. Fjarlækningar stangast á við hugmyndir hefð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.