Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
535
71-75 76-80 '81-'85 '86-'90 '91-'95 '96-
5 year periods
Fig. 1. Diagnosis by year and sex.
* Note that the last column represents only 1 year.
Number of patients
Prenatal Istday 2nd day 3rdday 4-14th day Atter 15th day Autopsy
Fig. 3. Age at the time of diagnosis.
Leitað var fanga í sjúkraskrám, ómskoðunar-
skýrslum, hjartaþræðingarskrám og krufninga-
skýrslum. Skráð var nákvæm sjúkdómsgrein-
ing, hvernig hún fékkst og hvort um aðra með-
fylgjandi galla væri að ræða. Skoðað var grein-
ingarár, fæðingarþyngd, kynhlutfall og aldur
við greiningu. Gangur eftir fæðingu var metinn
og meðal annars athugað hversu margir geng-
ust undir gáttaskilarofsaðgerð (balloon atrial
septostomy). Þá var aldur við skurðaðgerð, að-
gerðarstaður, tegund aðgerðar og gangur eftir
aðgerð skoðaður.
Metið var núverandi ástand eftirlifandi sjúk-
linga sem til náðist. Gerð var líkamsskoðun,
hjartarit, hjartaómskoðun og sjúklingar flokk-
aðir eftir líkamsgetu (NYHA) (9). Loks er
gerður samanburður við erlendar rannsóknir
eftir því sem við á.
Samþykki fyrir rannsókninni fékkst frá tölvu-
nefnd og siðanefnd læknaráðs Landspítalans.
Niðurstöður
Nýgengi, greiningarár, kynhlutfall: Alls
greindist 31 barn með slagæðavíxlun við hjarta
á þeim 26 árum sem rannsóknin tekur til, 17
Number of patients
16 —i---------------
28weeks 37-38 weeks 39-40 weeks 41-42 weeks
Gestational age
Fig. 2. Gestational age at birth, survivors and nonsurvivors.
* Note that the first column represents 28 weeks.
Fig. 4. Anatomic variants ofTGA.
D-TGA = d-transposition of the great arteries, VSD = ventri-
cular septal defect, PS = pulmonal stenosis, TGA = transpo-
sition of the great arteries, L-TGA = l-transposition of the
great arteries.
sjúklingar greindust á fyrri 13 árum rannsóknar-
tímans og 14 á seinni hluta hans. Nýgengi
reyndist 1:3681 fæðingu. Drengir voru 22 og
telpur níu, kynhlutfall 2,4:1. Mynd 1 sýnir
greiningarár eftir kynjum. Flest börn eða 10 tals-
ins greindust á árabilinu 1981-1985. Meðgöngu-
lengd (mynd 2) var 28-42 vikur (miðgildi 40) og
fæðingarþyngd frá 1193 grömmum til 4314
gramma (miðgildi 3620). Aldur mæðra var frá
17 árum upp í 36 ár (miðgildi 24). Eftirlitstími er
frá 11 mánuðum í 21 ár (miðgildi 13 ár).
Greining: Á mynd 3 kemur fram aldur við
sjúkdómsgreiningu. Eitt barn greindist á með-
göngu, en flest eða 22 greindust á fyrstu þrem-
ur sólarhringum eftir fæðingu. Tveir sjúklingar
greindust eftir eins árs aldur, þeir hafa báðir
leiðrétta slagæðavíxlun og voru því ekki með
bláma við fæðingu. Þeir tveir sjúklingar sem
greindust við krufningu voru fæddir 1974 og
1983, vitað var fyrir andlát að annar þeirra
hafði alvarlegan hjartagalla. í 11 tilvikum var