Læknablaðið - 15.07.1998, Side 22
544
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Tuttugu og níu (60%) hálsbrotnuðu (C V-
VII), fjórir (8%) hlutu háan brjósthryggsskaða
(TI-VI), 14 (29%) lágan brjósthryggsskaða (T
VII-XII) og einn lendarhryggsskaða (LI). Þrjá-
tíu og þrír (69%) eru með algjöran mænuskaða
(Frankel A) og 15 (31%) eru með hlutaskaða
(Frankel B eða C).
Tuttugu og níu einstaklingar (60%) hafa
slasast í umferðarslysum. Tólf (25%) hafa
mænuskaðast við fall úr hæð eða af hestbaki og
einn við fall á jafnsléttu. Þrír hafa slasast vegna
höggs á hrygg, tveir stungið sér í grunna sund-
laug og einn slasast á snjósleða. Hlutfall um-
ferðarslysa og falla 1973-1981 og 1982-1996
var sambærilegt (tafla I).
Dánarorskir: Fimm einstaklingar voru látn-
ir við rannsóknina. Dánarorsakir þeirra voru:
lungnabólga, hjartabilun, blóðsýking vegna
þvagfærasýkingar (þvaggraftarsótt), sjálfsvíg
og drukknun.
Fylgikvillar á bráða- og endurhæfingar-
stigi (tafla II): Allir sjúklingarnir fengu þvag-
færasýkingu á fyrstu sex mánuðunum eftir slys.
Af um það bil 26 ræktunum hjá hverjum og
einum á fyrsta hálfa árinu eftir komu á endur-
hæfingardeild Borgarspítalans voru að meðal-
tali 10,5 jákvæðar (40%) (fæstar fjórar, flestar
20).
Af 220 jákvæðum ræktunum hjá 15 sjúkling-
um sem slösuðust á árunum 1984-1996 var E.
coli lang algengasta bakterían og ræktaðist 137
sinnum (62%). Tafla III sýnir hvaða aðrar bakt-
eríur ræktuðust á þessu áðurnefnda tímabili. E.
Table I. Incidence, frequency and causes of íraumatic spinal
cord injuries in Iceland.
1973-1981 N (%) 1982-1996 N (%)
Incidence (1,000,000/year) 12.8 5.2
Frequency (per year) 3.1 1.3
Causes: traffic accidents 17 (59) 12 (63)
fall 8 (28) 5(26)
other 4(13) 2(11)
Table III. Results of 220 positive urinary cultures from 15
spinal cord injured patients (1984-1996). 37 cultures were
polymicrobial (17%).
N (%)
E. coli 137 (51)
Enterococcus sp. 39 (14)
Proteus sp. 26 (10)
Staphylococcus (coagulase neg.) 17 (6.3)
Klebsiella pneumoniae 15 (5.6)
Pseudomonas aeroginosa 15 (5.6)
Streptococcus sp.(alpha-haemolytic) 5 (1.9)
Enterobacter sp. 4 (1.5)
Staphylococcus aureus 3 (1.1)
Klebsiella sp. (other than K. pneum.) 2 (0.7)
Acinetobacter sp. 1 (0.4)
Lactobacillus sp. 1
Citrobacter Freundii 1
Serratia Marcecens 1
coli ræktaðist í að minnsta kosti eitt skipti hjá
12 sjúklingum (80%). Tólf sjúklingar (80%)
fengu illvígar sýkingar af völdum Pseudo-
monas sp., Klebsiella sp. eða Proteus sp.
Fjórtán einstaklingar (29%) fengu þrýstings-
sár, af þeim gengu fjórir (8,3%) undir skurðað-
gerð. Níu (64%) fengu sár yfir spjaldbeini,
fimm (36%) yfir sitjandabeini og fjórir (29%) á
hæla. Samanlögð hlutfallstala er hærri en 100
þar sem sumir fengu sár á fleiri en einn stað.
Alls fengu átta einstaklingar (17%) djúpblá-
æðablóðtappa í neðri útlim, þrír með hálsskaða
(10%) og fimm með lægri skaða (29%)
(p=0,291). Sex (12,5%) fengu lungnabólgu,
allir nema einn með hálsskaða. Fimm (10,5%)
fengu lungnablóðrek, fjórir með háan skaða,
einn með lágan. Einn af þeim fimm sem fengu
lungnablóðrek greindist einnig með blóðtappa í
neðri útlimi.
Þvagfæravandamál eftir útskrift (tafla II):
Alls svöruðu 35 einstaklingar spurningum um
fylgikvilla (81% svarhlutfall). Af þeim 48
mænusköðuðu einstaklingum sem hafa útskrif-
ast af endurhæfingardeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur eru fimm látnir, ekki náðist til fimm og
þrír neituðu þátttöku.
Table II. The frequency of various complications in spinal cord injured patients in lceland during the acute- and rehabilitation-
stage and after discharge.
Acute- and rehabilitation stage. Number (%) After discharge. Number (%)
Urinary tract infections All (100) <1 a year 1 -4 a year >5 a year
without fever 10 (29) 16 (46) 9 (25)
with fever 29 (83) 5(14) 1 (3)
Pressure ulcers 14* (29) 19** (54)
Deep vein thrombosis 8(17) 1
Pulmonary embolism 5(10) None
Pneumonia 6(12) 5(14)
Autonomous dysreflexia 14 (58)***
* 4 patients needed surgical treatment ** 12 patients needed surgical treatment Patients with injury at or above Th-VI