Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 23

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 545 Mynd 2 sýnir hlutfall mismunandi þvagtæm- ingarmáta. Þeir sem nota bank slösuðust allir 1985 eða fyrr. Þeir sem nota einnota þvagleggi hafa annað hvort slasast eftir 1985 og notað einnota þvagleggi frá upphafi (11 einstakling- ar) eða slasast fyrr, upphaflega notað bank en þurft að söðla um vegna fylgikvilla þeirrar þvagtæmingaraðferðar (sjö einstaklingar). Tíu (29%) einstaklingar sögðust fá þvag- færasýkingu án hita annað hvert ár, sjaldnar eða aldrei. Sextán (46%) sögðust fá að meðal- tali eina til fjórar þvagfærasýkingar á ári og níu (26%) sögðust fá þvagfærasýkingu oftar en fimm sinnum á ári eða vera með langvinna sýk- ingu (tafla II). Þegar spurt var sérstaklega um þvagfærasýk- ingar með hita sögðust 29 (83%) sjaldan eða aldrei fá þvagfærasýkingu með hita. Fimm (14%) sögðust fá slíka sýkingu allt að fjórum sinnum á ári og einn fimm sinnum eða oftar. Tólf (44%) þeirra sem komu til starfrænna rannsókna á neðri hluta þvagfæra voru með þvagfærasýkingu á þeim tfma sem þeir komu í rannsóknina. Þrettán (38%) sögðu þvag leka oft í viku, sex (18%) að þvag læki sjaldan og 15 (44%) aldrei. Fimmtán (43%) hafa fengið blöðrusteina og þrír (9%) nýrnaskjóðu- eða þvagleiðarastein. Einn hefur haft bakflæði og misst annað nýrað vegna þess. Fig. 2. The number of paíients using dijferent methods of bladder emptying among wheelchair-bound traumatic spinal cord injured patients in Iceland 1973-1996. Starfrænar rannsóknir á neðri hluta þvagfæra: Alls tóku 27 einstaklingar þátt í starfrænni rannsókn á neðri hluta þvagfæra, sjö konur (26%) og 20 karlar (74%). Af þeim losa 12 (44%) þvag með einnota þvaglegg, níu (33%) með banki, tveir (7%) með eðlilegum hætti, tveir hafa inniliggjandi þvaglegg í þvag- rás og tveir inniliggjandi þvaglegg á kvið. Meðalaldur þátttakenda var 44 ár (23-66 ár) þegar rannsóknin var gerð. Meðaltími frá slysi var 14 ár (1-23 ár). Alls voru 12 (44%) með blöðruþrýsting yfir 60 cmH^O, þar af átta sem losa þvag með banki og tveir sem nota einnota þvagleggi (p=0,0045). Sjö (26%) voru með blöðrurýmd undir 200 ml og þrír (11%) til viðbótar með rýmd á bilinu 200-300 ml. Af þeim sem losa þvag með banki voru fimm (56%) með 200 ml eða meira afgangsþvag eftir bank. Með við- bragðsblöðru voru 25 (93%) og tveir (7%) voru með lamaða blöðru. Ósamræmi milli ytri þvag- blöðruhringvöðva og blöðruvöðva sást hjá 19 (69%). Samanburður niðurstaðna hjá þeim sem losa þvag með banki annars vegar og einnota þvagleggjum hins vegar er sýndur í töflu IV. Röntgenrannsóknir: Alls komu 22 einstak- lingar til einhvers konar röntgenrannsókna. Nýrnaómanir voru gerðar hjá 17, 21 fór í nýrnarit og samsætunýrnamyndatöku með nýrnagaukulsmælingu, níu fóru í þvagfærayfir- lit og sjö í hefðbundna nýrnamyndatöku með skuggaefni. Hjá 14 (64%) fannst ekkert óeðlilegt. Tvær ómskoðanir á nýrum voru óeðlilegar, gamlar nýmasýkingarbreytingar sáust í öðru tilvikinu og vatnsnýra í hinu. Tveir voru með blöðru- steina á þvagfærayfirliti. Sex (27%) voru með víkkuð safnkerfi og einn greindist með bakflæði. Aðrir fylgikvillar eftir útskrift (tafla II): Nítján (54%) hafa fengið þrýstingssár, af þeim hafa 12 (34%) lagst inn á sjúkrahús og þurft sérhæfða skurðlæknismeðferð. Ef hópnum er skipt með tilliti til tíma frá slysi sést að aðeins einn þeirra sem slasaðist 1986 eða seinna (af 12) hefur fengið þrýstingssár en 18 af þeim 23 sem slösuðust fyrir 1986 (p=0,0003). Table IV. Comparison of urodynamic parameters and frequency of bladder calculi accordinn to method of bladder emptying. Maximal detrusor Functional capacity Residual volume History bladder pressure over 60cmHrO under 200ml over 200ml calculus N (%)N (%)N (%) N (%) Intermittent catheterisation 2(17)* 2(17)* Reflex voiding 8 (89) 4 (44) p-value ________ 0.0045 0.36__________ ‘Both were advised the use of anticholinergic medication " I he method ensures complete bladder drainage 5 (56) None 6 (65)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.