Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 24

Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 24
546 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Fjórtán (58%) af þeim 24 sem hafa skaða ofan við sjötta brjósthryggjarlið (T VI) hafa einhvern tíma upplifað einkenni sjálfvirks rangviðbragðs. Þrettán (93%) nefndu annað hvort þanda þvagblöðru eða þvagfærasýkingu sem orsök fyrir einkennunum. Fimm (14%) sögðust hafa fengið lungna- bólgu eftir útskrift og þrír þeirra höfðu lagst inn á sjúkrahús. Einn hefur fengið djúpbláæða- blóðtappa í neðri útlim en enginn lungnablóð- rek. Umræða I rannsókn þessari er einkum tvennt sem komið hefur í ljós. Annars vegar hefur mænu- sköðum hér á landi fækkað á síðustu árum og hins vegar eru hinir ýmsu fylgikvillar algengir á bæði bráða- og endurhæfingarskeiði sjúkling- anna og einnig eftir úlskrift, Faraldsfræði: Meðaltal þeirra sem slasast og bindast hjólastól hefur lækkað úr 3,1 á ári á árunum 1973-1981 niður í 1,3 á árunum 1982- 1996. Ástæður þessarar fækkunar eru margar og vega misþungt. Skyldunotkun öryggisbelta í bifreiðum árið 1981 hefur án efa dregið úr mænusköðum vegna umferðarslysa og hert vinnueftirlit hefur dregið úr föllum úr hæð. Aðrir þættir eins og aukin læknisfræðileg þekking, auknir meðferðarmöguleikar og betri sjúkraflutningur, svo eitthvað sé nefnt, geta einnig skipt máli (7). Samanburður á nýgengi mænuskaða á ís- landi og tölum um nýgengi annars staðar frá er þeim vanda bundinn að í erlendum rannsókn- um er oftast miðað við alla mænuskaðaða en í okkar rannsókn aðeins þá sem bindast hjóla- stól. Ástæða fyrir valinu er sú að fylgikvillar hjá þeim sem bindast hjólastól eru bæði al- gengari og alvarlegri og markmið rannsóknar- innar var fyrst og fremst að kanna tíðni fylgi- kvilla. Samanburðinn má þó gera með þeirri nálgun að um það bil helmingur allra sem mænuskaðast á íslandi bindast hjólastól eins og áður hefur komið fram (8). Miðað við þá nálg- un má segja að nýgengi mænuskaða hérlendis á síðustu 15 árum (10,4:1.000.000) sé lágt og sambærilegt við það sem gerist í Danmörku þar sem nýgengi er með því lægsta sem þekkist eða 9,2:1.000.000 á ári (9). Tölur úr öðrum rann- sóknum ná allt frá 13,3:1.000.000 í Sviss (2) upp í 40,2:1.000.000 í Japan (10). Aldursdreifing hérlendis er að mörgu leyti svipuð og í áðurnefndum rannsóknum (2,9,10). Algengast er að einstaklingar hljóti skaða milli tvítugs og þrítugs en einnig er algengt að fólk milli sextugs og sjötugs hljóti áverka er verða við fall á jafnsléttu (10). Tíðniaukningu hjá eldri hópnum sjáum við ekki hérlendis og er aðeins eitt slíkt tilfelli þekkt. Kynjahlutfall er sambærilegt við erlendar rannsóknir (10,11). Karlar eru alls staðar í miklum meirihluta, allt frá þrisvar til fimm sinnum fleiri en konurnar. Staðsetning skaða er einnig sambærileg við það sem sést hefur ann- ars staðar (10,11). Algengust eru hálsbrot en því næst koma lágir brjósthryggsskaðar. Til- tölulega fáir fá lendarhryggsskaða og háan brjósthryggsskaða. Umferðarslys eru lang algengasta orsök mænuskaða á íslandi eins og í Japan, Dan- mörku, Bandaríkjunum og víðar (9-11). Fall úr hæð er einnig algengt en fall á jafnsléttu sjald- gæft. Fylgikvillar: Þvagfæravandamál hafa verið og eru enn algeng hjá mænusköðuðum (1). Áður fyrr voru það aðallega nýrnabilanir og blóðsýkingar vegna þvagfærasýkinga (þvag- graftarsótt) sem drógu menn til dauða en nú valda þvagfærasýkingar, þvagfærasteinar og þvagleki mestum óþægindum (12). Viljastýrð stjörnun á blöðrustarfsemi ein- staklings tapast við það að mænuskaðast. Þeir sem eru með skaða ofan við 12. brjósthryggjar- lið hafa svonefnda viðbragðsblöðru (reflex bladder) og skortur á samvirkni blöðruvöðvans og hringvöðva blöðrunnar þar sem ytri hring- vöðvi blöðrunnar dregst saman um leið og blaðran sjálf (5,6). Þeir sem hafa skaða við tóllta brjósthryggjarlið eða neðar fá lamaða blöðru (areflex bladder) og slappan hringvöðva Þvagfæravandamál eru algeng hjá öllum með varanlega truflun á blöðrustarfsemi. Þeim sem hafa viðbragðsblöðru er hætt við að hafa mikið afgangsþvag, fá háan blöðruþrýsting, tíðar þvagfærasýkingar, nýrnabakflæði og þar með hættu á nýrnaskemmdum. Til að forðast þessi vandamál er mikilvægt að tryggja reglu- bundna blöðrutæmingu (fjórum til fimm sinn- um a dag), lágan blöðruþrýsting (undir 60 crnHíO), eðlilega blöðrurýmd (yfir 300 ml), halda sýkingum í lágmarki og koma í veg fyrir þvagleka. Margar rannsóknir renna stoðum undir þá kenningu að reglubundin blöðrutæm- mg með einnota þvagleggjum sé heillavænleg- asti tæmingarmátinn bæði fyrir einstaklinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.