Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1998, Page 31

Læknablaðið - 15.07.1998, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 553 kerfis. Notuð var fleirtala að ofan um stefnur og áform, vegna þess að landfræðilegar, félags- legar og pólítískar kringumstæður geta verið svo mismunandi milli landa og héraða. I því félagslega og menningarlega umhverfi, sem við hrærumst í, eru þróunarleiðir og -þarfir hins vegar mjög líkar og í því sambandi teljum við nauðsynlegt fyrir íslenskar heilbrigðis- stéttir og stjórnvöld að fylgjast grannt með því hvað er að gerast í sambærilegu félags- og menningarumhverfi og má þar vísa til Norður- landanna, Bandaríkjanna, Kanada og Ástralíu. Á Norðurlöndum, einkanlega í Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi, eru fjarlækningar fagsvið í mjög örri þróun. Hvað varðar gæði og kostnað sjá heilbrigðisyfirvöld í þessum löndum mjög mikla möguleika, faglega og skipulagslega, í notkun upplýsingatækni. Sem dæmi má nefna stefnumótun norskra heilbrigðisyfirvalda um notkun upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu sem þau nefna Mer helse for hver blT, Informa- tionsteknologi for en bedre helsetjeneste, hand- lingsplan 1997-2000 (2). Yfirvöld margra landa gera sér jafnframt grein fyrir því, að þessu fylgir mikil skipulags- vinna og ákveðinn byrjunarkostnaður, en hvat- inn hjá stjórnvöldum, einkanlega á Norður- löndum en einnig víða í Vesturheimi, hefur ver- ið að hér væri leið til að ná einhverjum böndum utan um kostnaðarsprenginguna, en jafnframt auka gæði og aðgengi. Hér á eftir verður gerð nokkur grein fyrir Á Djúpavogi situr ungur heilsugæslulækn- ir á stofunni með fimm ára snáða sér við hlið. Sá er heldur illa haldinn í hægri handlegg eft- ir að hafa dottið niður af tunnustafla. Fram- handleggurinn er allur skældur og röntgenmyndin sem tekin var sýndi skábrot bæði í sveif (radius) og öln. Ungi læknirinn hefur reynt að repónera, en tekst ekki að fá fullnægjandi grip milli beinenda, eða sann- færandi rétta legu. Vandræði; hvar á að leita ráða? Jú, kveikja á tölvunni, tengjast netinu. Stinga filmunni í filmuskannan og senda til röntgendeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, ásamt ósk um að fá umsögn og leiðbeiningu slysa- og bæklunarsérfræðings. Myndin er send af skannanum ásamt þessum skilaboð- um. Læknirinn bíður og nokkrum mínútum síðar fær hann upphringingu eða ákall í tölv- una, með leiðbeiningum og ábendingum, ásamt boðum um að senda endurtekna mynd eftir að hafa farið að leiðbeiningunum. Hann gæti hugsanlega líka hafa fengið skilaboð um að þetta væri það erfitt brot, að best væri að senda peyja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.