Læknablaðið - 15.07.1998, Qupperneq 32
554
LÆKNABLAÐIÐ 1998: 84
Það er glórulaus stórhríð á öllu Norður-
landi og allar samgöngur tepptar. A heilsu-
gæslustöðinni á Raufarhöfn sitja ljósmóðirin
og læknirinn við ómsjána og skoða konu sem
gengin er með fjóra eða fimm mánuði. Þau
hafa bæði nokkra reynslu í að ómskoða
ófrískar konur, en það sem þau nú sjá er utan
við þá reynslu sem þau hafa getað aflað sér.
Þau sjá sérkennilegt form á brjóstholi og
þeim sýnist hjartsláttur fóstursins vera mjög
afbrigðilegur og óreglulegur. Hvað skal
gera? Einfalt mál, við skulum setja okkur í
samband við sérfræðingana á kvennadeild-
inni og láta þá sjá þetta fóstur og hjálpa okk-
ur við greiningu og frekari ávörðun. Kveikt
er á tölvu stöðvarinnar, sem er með fjar-
fundabúnað og tengd inn á heilsunetið, og
samband hai’l við vakthafandi sérfræðing á
kvennadeildinni.
Þegar samband fæst, er ómhausnum beint
að kviði konunnar og ómsjáin tengd inn á
tölvuna þannig að sérfræðingurinn sér óm-
myndina. Sérfræðingurinn leiðbeinir þeim
og óskar eftir snúningi og beiningu ómhauss-
ins „Fyrst upp, svo til hægri, já nú alveg kyrr
um stund“. Hann fylgist með fóstrinu á
skjánum hjá sér, þekkir afbrigðið og getur
fullvissað þau um, að þetta sé sennilega mis-
sýn og truflun í fyrri skoðun og alveg óhætl
að bíða af sér öll veður þess vegna.
ýmsum sviðum sem fjarlækningar gætu spann-
að og komið að verulegu gagni hérlendis og
minnst á þá þætti margmiðlunar og samskipta
sem augljósastir eru og tengja saman hinar
ýmsu sérgreinar. Þennan lista má svo auka með
tilvísunum í heilsugæsluáætlanir, fyrirbyggj-
andi heilsuvernd af ýmsu tagi, þannig að af
hálfu þeirra ábyrgu aðila, sem myndu hrinda úr
vör mætti nota marklýsinguna telemedicine-
telehealth; fjarlækningar-fjarheilsugæsla.
Okkur er ljóst að hér á landi eru ýmsar þær
sérstöku kringumstæður, bæði gerðar af manna
og náttúru höndum, sem gera beina yfirfærslu á
sumum áformum og hagnýtingu nágranna okk-
ar ómögulega, eða að minnsta kosti óæskilega.
Þar kemur meðal annars til greina samsetning
mannafla í heilsugæslunni, mismunandi væg
byggðasjónarmið og ákveðnir landfræðilegir
þættir, svo eitthvað sé talið. Einmitt þess vegna
er að okkar mati ákaflega brýnt að hefjast
handa um kynningu jafnhliða framkvæmda-
áætlun. Það er ljóst að stjórnvöld þurfa að verja
umtalsverðum fjármunum á næstu árum til
upplýsingatækninnar, í Noregi munu heilbrigð-
isyfirvöld verja einum milljarði norskra króna
fram til ársins 2000, og er Ijóst að heilbrigðis-
geirinn verður að vera talsvert frekur til fjárins.
Skilgreiningar
Engin tæmandi eða einhlít skilgreining er til
á hugtakinu telemedicine, þó er íslenska þýð-
ingin fjarlœkningar líklega síst verri en margar
aðrar og samræmist að öllu leyti upprunalegu
skilgreiningunni frá áttunda áratugnum sem
var medicine at a distance (3). Fjarlækningar
gera menn óháðari tíma og staðsetningu en áð-
ur hefur verið hugsanlegt.
Norsk heilbrigðisyfirvöld, sem sennilega
hafa lagt hlutfallslega mest fram hvað snertir
skipulega þróun og hagnýtingu á þessu sviði,
hafa skilgreint fjarlækningar þannig (2):
„Rannsóknir, eftirlit, meðferð og stjórnun á
og vegna sjúklinga og starfsmanna, með hjálp
fjarskiptakerfa sem veita tafarlausan aðgang
að sérþekkingu, sjúkra- og sjúkiingaupplýsing-
um, óháð landfrœðilegri staðsetningu“.
Þörfum fyrir fjarlækningar má lýsa á ýmsan
hátt, annars vegar með hliðsjón af mismunandi
notkunarsviðum og hins vegar með því að
beina sjónum að þeim árangri, sem leitað er
eftir. Dæmi hins síðarnefnda er skilvirkari nýt-
ing sérfræðiþekkingar og jöfnun aðgengis að
allri heilbrigðisþjónustu.
Varðandi notkunarsvið og væntingar er eftir-
farandi skrá hvergi tæmandi, en gefur þó hug-
mynd um þarfir og æskilegan árangur:
1. Ráðaleitun/ráðgjöf, milli sérfræðinga (peer-
to-peer consultation).
2. Ráðaleitun/ráðgjöf milli heilsugæslu- og
sérfræðilækna sjúkrahúsa.
3. Þróun og samhæfing vaktþjónustu.
4. Dreifing/flutningur hverskonar upplýsinga:
beiðna, rannsóknasvara, línurita, myndgrein-
inga og svo framvegis.
5. Aukin gæði heilbrigðisþjónustunnar: viður-
kennd, aukin þjónusta og upplýsingar til
sjúklinga og aðstandenda þeirra.
6. Aukin skilvirkni samskipta og upplýsinga.
7. Notkun fjarlækninga í þjónustu við fatlaða,
endurhæfingu, öldrunarlækningar og heima-
hjúkrun.
Miklar vonir standa til þess, að fjarlækningar
megi stuðla að auknum gæðum og skilvirkni,