Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.1998, Qupperneq 33

Læknablaðið - 15.07.1998, Qupperneq 33
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 555 Á Patreksfirði leitar sjómaður til læknisins vegna slæmsku í auga sem vill ekki lagast. Hann fekk vír í andlit og auga fyrir viku og er þjáður og bólginn. Það er ljóst að þarna er afrifa og talsverð bólga, en er hægt að lækna hann hér, eða á að senda hann á augndeild- ina? Læknirinn tekur raufsjárlampann, tengir hann við fjarfundatölvuna og nær sambandi við sérfræðing á augndeild. Hann sér augn- myndina, gefur lækninum leiðbeiningar um að beita ljósinu á ýmsa vegu til að gefa betri yfirsýn. Urskurðurinn: þetta er það alvarleg afrifa og sýking, að best er að fá sjúklinginn hingað hið fyrsta! enda sýna mörg verkefni, sem orðin eru að fast- mótaðri starfsemi, að svo sé (4-8). Umfangsmiklar rannsóknir, þarfagreiningar og hagnýt reynsla benda til þess, að verulega mikill árangur af tilkomu fjarlækninga náist aðeins með markvissri og skipulegri þróun og aðlögun á grunngerð og formi heilbrigðiskerf- isins (1,2). Dæmi um slíka skipulags- og þró- unarvinnu væri samstarf sjúkrahúsa og/eða heilsugæslustöðva um skipan og skipulag vakta og viðveru. Þá má nota tæknina og samskipta- möguleikana til að fá heildaryfirsýn yfir vistun og vistunarþarfir sjúklinga og þar með hag- kvæmustu nýtingu stofnana. Enn annað áhuga- vert verkefni væri að kanna til hlítar möguleika sem fela í sér rannsókn, greiningu og með- höndlun sjúklinga að öllu eða verulegu leyti með fjarlækningum. Sögulegt baksvið og þróun Nýjar tæknileiðir í fjarlækningum eru vitan- lega nátengdar þróun upplýsingatækninnar, en baksvið og þróun fjarlækninga eiga sér mun lengri sögu. Þannig var síminn vitanlega nýttur allt frá upphafi í samskipta-, ráðleita- og ráð- gjafarskyni. Þess má geta að árið 1924 birtist í bandaríska vikuritinu Radionews grein eftir framúrstefnu- sinnaðan blaðamann, Greensback að nafni, sem á raunsæjan hátt og með ótrúlega nútímalegum skýringarmyndum lýsir framtíðarmöguleikum fjarlækninga til myndflutninga og annarra upplýsinga beint til heimilislæknisins, til greiningar og ráðgjafar (9). Hugmyndin sem nútíma upplýsingatækni hefur gert að veruleika er þannig ekki ný. Það var þó ekki fyrr en á sjötta áratugnum, að raunhæf þróunarvinna hófst á sviði fjarlækninga og þá í fyrstu einkum með tilraunum til myndsendinga um fremur frumstæð sjónvarpskerfi, auk nýtingar fyrstu bréfsíma við gagnasendingar. Á áttunda áratugnum höfðu tæknilegar forsendur þróast þannig að verulegur skriður komst á slíka til- raunavinnu. Frumkvöðlar að fyrstu virku tilraunum með fjarlækningar voru í Ástralíu, Kanada og Bandaríkjunum. I öllum þessum ríkjum eru gíf- urlegar vegalengdir um mjög strjálbýl svæði og því beinn hvati til að koma á sem öruggustum fjarskiptaleiðum, vegna heilsugæslu, sjúk- dómagreininga og lækninga. I Bandaríkjunum var þegar um miðjan átt- unda áratuginn komin talsverð reynsla á fjar- sendingar mynda og samskipti um sjónvarps- hlekki um ýmis fjarlæg svæði Mið- og Vestur- ríkja. Einkum voru það afskekktar byggðir indíána sem reynt var að tengja á þennan hátt. Myndgæði og samskiptatækni var hins vegar ekki alltaf nægileg og tæknin náði því ekki þeirri útbreiðslu, sem hún vissulega hefði átt skilið. I Kanada, þar sem víðáttur og fjarlægðir eru enn meiri, var einnig snemma reynt að koma á leiðum til gagnaflutninga og umfangs- meiri samskipta en einungis var hægt með sím- tali (3). Þar voru nágrannar okkar í Austur-Kan- ada, Nýfundnalandi og Labrador, mjög virkir. Stuðningur og framlag stjórnvalda og háskóla, sérstaklega Memorial University of Newfound- land, við uppbyggingu fjarskiptanets til lækn- inga og heilsugæslu hófst þar af miklum metn- aði og framsýni upp úr miðjum áttunda ára- tugnum og hefur þessi landshluti síðan verið mjög framarlega í þróun og hagnýtingu upplýs- ingatækni vegna fjarlækninga, fjarheilsugæslu ásamt hverskonar kennslu og upplýsinga til heilbrigðisstarfsmanna. í Ástralíu hafa yfirvöld einnig staðið að mjög markvissri þróun og upp- byggingu fjarlækningakerfa á níunda og tíunda áratugnum. Þar eru gífurlegar vegalengdir milli byggða og þéttbýliskjarna einkum í norðaust- urhluta landsins, Queensland, og svo um allan vestur- og miðhlutann. Frá Ástralíu liggur fyrir mikil reynsla af virkum og hagnýtum fjarlækningakerfum, bæði hvað snertir almenn ráðgjafasamskipti og einnig á sérhæfðari sviðum, svo sem augn- lækningum og kögunarrannsóknum (8,10). Á níunda áratugnum færist framtak og virkni í fjarlækningum nær okkur með miklu og sérlega vel skipulögðu átaki Norðmanna. Þá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.