Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 34

Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 34
556 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 hófst skipulagning og rannsóknir á fjarlækn- ingum við háskólann í Tromsö og varð þar til á fáum árum mjög virk stofnun, svokölluð fjar- lækningadeild, innan háskólans og háskóla- sjúkrahússins í rannsóknum, þróun og hagnýt- ingu fjarlækninga. Þetta gerðist með öflugum fjárhagsstuðningi norskra símamálayfirvalda og síðar eindregnum og pólítiskt einhuga stuðningi heilbrigðisráðuneytisins og annarra yfirvalda (5,6). Þróun og uppbygging fjarlækninga í Noregi hefur verið mjög ör og nær nú yfir allmörg fylki. Auk myndgreiningar ná fjarlækningar til hjartalækninga, skurðlækninga, húðlækninga, augnlækninga, háls-, nef- og eyrnalækninga, meðferð vissra geðsjúkdóma, fjargæslu og fjar- hjúkrun. Norska samskiptanetið á þessu sviði er orðið mjög öflugt og umfangsmikið, með sérfræðitengingum um allt landið og reyndar einnig til nágrannlandanna. í Svíþjóð og Finn- landi hefur þróunin á síðasta áratug verið með mjög líkum hætti. í báðum löndum hafa verið gefin út markmið með fjarlækningum og hvernig þær skuli þróaðar, bæði fyrir landið í heild og einstök héruð (4). Hér hefur verið staldrað nokkuð við fram- vindu og þróun í nokkrum forgöngulanda á sviði fjarlækninga. Þess ber þó að geta að fjar- lækningaverkefni, rannsóknir og nýtileg verk- efni í fullum rekstri eru, þegar þetta er ritað, orðin hversdaglegir hlutir í mörgum ríkjum heims og ekki einvörðungu vegna grundvallar hugsjónarinnar um að ná til afskekktustu byggðarlaga, heldur ekki síður í þeim tilgangi að tengja saman albestu sérþekkingu milli for- ystustofnana á sviði heilbrigði og lækninga innan og á milli landa. Hugmyndir um fjarlækningar eru því ekki nýjar af nálinni en það er tækniþróun nútímans sem hefur gert þær mögulegar. Það gildir bæði um alla tækni vegna meðhöndlunar gagna og einnig fjarskiptatækni. Það er lykilatriði í fjar- lækningum að gæði gagna rýrni ekki við að koma þeim á tölvutækt/rafrænt form. Gildir það ekki síst um myndefni svo sem röntgen- myndir og hefur búnaður verið hannaður með það í huga. Þróun fjarlækninga hérlendis Eins og annars staðar hefur síminn og póst- urinn verið virkur fjarskiptatengill í lækningum hér. Notkun bréfsíma hefur aukist og jafnframt hefur myndefni (röntgenfilma eða myndbands- spóla) úr skoðunum verið sent með pósti. Til- tölulega lítið framtak hefur verið í átt að nýt- ingu annarra miðla, fyrr en nú á allra síðustu árum. Þannig hófust tilraunir með fjarsendingu röntgenmynda frá Sjúkrahúsi Vestmannaeyja til röntgen- og myndgreiningadeildar Landspít- alans á árinu 1992 (11). I fyrstu var notaður mjög frumstæður tækjabúnaður til að koma mynd röntgenfilmunnar á tölvutækt form og venjuleg hægfara símalína til flutningsins. Samstarf var við upplýsinga- og merkjafræði- stofu Verkfræðistofnunar Háskóla Islands vegna þróunar á búnaði og tækni. Samstarfinu var framhaldið af fyrirtækjunum Skyn, vegna hönnunar og smíði á fullkomnum myndskanna í þessum tilgangi, og Prím, vegna þróunar á innlendum hugbúnaði til sendingar, viðtöku og geymslu myndefnisins. Þessar aðgerðir leiddu af sér fullbúinn rafrænan filmuskanna, mynd- sendingaferli með nýtingu einkatölvubúnaðar og miög virkt eftirlit með gæðum myndefnis- ins. Ahugi var þegar frá byrjun af hálfu Heil- brigðisráðuneytis og landlæknisembættis á þessu verkefni og fékkst stuðningur til fram- halds þess og ennfremur vilyrði fyrir stuðningi við þá aðila hérlendis, sem kynnu að vilja taka upp slík samskipti. Samin var áætlun á sínum tíma um að tengja um 15 sjúkrahús en hún hef- ur ekki gengið eftir. Þegar þetta er ritað eru komnir upp filmuskannar og samskiptaleiðir um mun hraðvirkari símtengi, ekki aðeins frá Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, heldur einnig frá Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi og Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Áfram- haldandi þróun er fyrirætluð á þessu sviði, ekki aðeins frá ýmsum stöðum í dreifbýli heldur einnig milli og innan sérgreinasjúkrahúsa og út
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.