Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 36

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 36
558 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Háhraða fjarskiptatækni ásamt hágæða bún- aði til að koma gögnum (rannsóknum) á staf- rænt form eru fyrir hendi og auknir möguleikar hafa skapast með þróun tölvutækni. 2. Viðhorf, viðtaka, skilningur: Það er reynsla jafngömul mannkyni, að viðtaka nýj- unga veldur ávallt ákveðnum varnarviðbrögð- um. Varðandi viðtöku og skilningi á fjarlækn- ingum í víðasta skilningi, verður að skoða bæði viðbrögð skjólstæðingsins, sjúklingsins, og viðhorf og viðbrögð notandans, heilbrigðis- starfsmannsins. Þá er ekki síður nauðsynlegt að skoða og gera sér grein fyrir í hvaða félagslega og landfræðilega umhverfi verið er að vinna. A þessum sviðum hafa talsverðar athuganir verið gerðar. Enda þótt margar þeirra séu enn tæplega marktækar tölfræðilega og framkvæmd- ar í tiltölulega þröngu umhverfi, þá liggur nokkuð Ijóst fyrir, að eftir fremur skammvinna en oft harðvítuga andstöðu láta aðilar, bæði sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn, í ljós mjög jákvæða afstöðu til fjarlækningakerfa og -verk- efna (7,8,14). 3. Tegundir verkefna, framkvæmd, vænt- ingar: Verkefnum sem við skilgreinum sem fjarlækningar má og verður að skipta upp í nokkra flokka, eftir því hvaða upptöku-, flutn- ings- og geymslutækni er notuð. Flutningur og skilun gagna getur verið með ýmsum hætti, einkum eftir því hversu brátt upplýsingarnar þurfa að berast, svo og hvaðan og hvert. í því sambandi er sérlega brýnt fyrir okkur að huga að fjarlækningum og samskiptaleiðum fyrir fiskiskipaflotann, á nær- og fjærmiðum. Væntingarnar eru bætt og öruggari sjúk- dómsgreining og þar með meðferð. Með þeirri dreifingu sérþekkingar og reynslu, sem fjar- lækningakerfi gera mögulega, verður aðgengi að sérfræðingum tryggara, ekki aðeins fyrir sjúk- linginn, heldur líka fyrir tilvísandi lækni og annað heilbrigðisstarfsfólk í dreifbýlinu. Starfs- kraftar og tími sérfræðinganna nýtist betur en væri til dæmis sett upp farandkerfi. (6,8,10,15) Auk hinna beinu samskipta eru opnir mögu- leikar á fljótvirkari og skilvirkari ráðgjöf milli sérfræðinga innan og utan sérfræðisjúkrahúsa. Með því að nýta kerfin til fræðslu má einnig tryggja meira öryggi í frumheilsugæslunni og draga úr faglegri einangrun og þannig væri ef til vill tryggð meiri festa í mönnun heilsu- gæslustöðva í dreifbýli. Á hvaða sviðum er helst árangurs að vænta? Eiginleikar: Verkunarháttur: Formóteról er öflugur sértækur beta2-örvi sem veldur slökun á sléttum vöðvum í berkjum. \SA.lO Formóteról hefur þess vegna berkjuvíkkandi áhrif hjá /X\Ifuilffhtlllhnlpf sjúklingum með tímabundna þrengingu í öndunarvegum. limiOfmiaiGi Berkjuvikkun hefst fljótt, innan 1-3 mín. eftir innúðun og verkunarlengd er að meðaltali 12 klst eftir einn skammt. Lyfjahvörf: Frásog: Innúðað formóteról frásogast hratt. Hámarksþéttni í plasma næst um 15 mín. eftir innúðun. í rannsóknum hefur komið fram að meðalmagn af formóteróli sem berst til lungna eftir innúðun með Turbuhaler-tæki er um 21-37% af mældum skammti. Heildaraðgengi (sýstemískt) fyrir það magn sem berst til lungna er um 46%. Dreifing og umbrot Plasma- próteinbinding er um 50%. Formóteról er umbrotið með beinni glúkúróníðtengingu og 0- afmetýleringu. Ensímið sem veldur O-afmetýleringu hefur ekki verið greint. Heildar- plasmaklerans og dreifingarrúmmál hafa ekki verið ákvörðuð. Útskilnaður: Formóteról skilst að mestu leiti út sem umbrotsefni. Eftir innúðun, útskilst 6-10% af gefnum skammti í þvagi á óbreyttu formi. Um 20% af skammti gefnum í æð skilst út í þvagi á óbreyttu formi. Lokahelmingunartími eftir innúðun er áætlaður 8 klst. Ábendingar: Einkenni um berkjuþrengingu hjá sjúklingum með astma. Oxis Turbuhaler má gefa til að lina berkju- þrengingu þegar meðferð með barksterum hefur ekki reynst árangursrík. Frábendingar: Ofnæmi fyrir formóteróli. Meðganga og brjóstagjöf: Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá konum á meðgöngutíma. í dýrarannsóknum á formóteróli hefur það valdið fylgjulosi sem og dregið úr lífslíkum nýbura og fæðingarþyngd. Þessi áhrif komu fram við talsvert hærri þéttni lyfsins en fást við klíniska notkun Oxis Turbuhaler. Þar til frekari upplýsingar liggja fyrir skal einungis nota Oxis Turbuhaler á meðgöngutíma að vel íhuguðu máli. Ekki er vitað hvort formóteról berst í brjóstamjólk kvenna. Oxis Tubuhaler skal því ekki gefa konum með barn á brjósti. Formóteról hefur fundist í litlu mæli í mjólk rotta. Varúð: Astma-sjúklingar, sem þurfa meðferð með beta2-örva, ættu einnig að fá hæfilega bólgueyðandi meðferð með barksterum. Sjúklingum skal ráðlagt að taka áfram bólgu- eyðandi lyf eftir að meðferð með Oxis Turbuhaler er hafin, jafnvel þó að dragi úr einkennum. Ef einkennin hverfa ekki, eða ef auka þarf skammta af beta2-örvum, bendir það til þess að sjúkdómurinn sé að versna og að endurmeta skuli astmameðferðina. Hvorki skal hefja meðferð né auka skammta við versnun sjúkdóms. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skjaldvakaóhóf (thyrotoxicosis) eða alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma eins og blóðþurrðar hjartasjúkdóma (ischemic heart diseases), hraðsláttarglöp (tachyarrhythmias) og alvarlega hjartabilun. í byrjun er mælt með tíðari blóðsykurs- mælingum hjá sykursjúkum vegna hættu á blóðsykurshækkun af völdum beta2-örva. Alvarleg kalíumþurrð getur orðið við beta2-örva meðferð. Sérstakrar varúðar skal gæta hjá sjúklingum með bráðan alvarlegan astma, þar sem sú hætta sem er til staðar getur aukist við súrefnisskort (hypoxia). Kalíumþurrð getur aukist við samtímis meðferð með xantinafleiðum, sterum og þvagræsilyfjum. Þess vegna skal fylgjast með kalíumgildum í sermi. Oxis Turbuhaler inniheldur 450 ^ig af mjókursykri í hverjum skammti. Þetta magn hefur venjulega ekki í för með sér hættu fyrir sjúklinga með mjólkursykuróþol. Engin gögn eru fyrirliggjandi um notkun Oxis Turbuhaler hjá börnum. Áhrif skertrar lifrar- eða nýrnastarfsemi á lyfjahvörf formóteróls og lyfjahvörf hjá öldruðum eru óþekkt. Þar sem brotthvarf formóteróls byggist aðallega á umbrotum má búast við hærri gildum hjá sjúklingum með alvarlega skorpulifur. Aukaverkanir: Algengar (>1 %): Miðtaugakerfi: Höfuðverkur. Hjarta- og æðakerfi: Hjartsláttarónot Beinagrindarvöðvar: Skjálfti. Sjald- gæfar (0,1-1%): Miðtaugakerfi: Æsingur, eirðarleysi, svefntruflanir. Beinagrindarvöðvar: Vöðvakrampar. Hjarta- og æðakerfi: Hraðsláttur. Mjög sjaldgæfar (<0,1%): Húð: Útbrot, ofsakláði. Öndunarvegir: Berkjusamdráttur. Efnaskipti: Kalíumþurrð/-blóðkalíumhækkun. Skjálfti og hjartsláttarónot geta komið fram en eru venjulega væg og minnka við áframhaldandi notkun. Eins og við á um alla meðferð með innúðalyfjum, getur þverstæður (paradoxial) berkjusamdráttur komið fram í einstaka tilvikum. Milliverkanir Engar sértækar rannsóknir á milliverkun hafa verið gerðar á Oxis Turbuhaler. Samtimis meðferð með öðrum adrenvirkum lyfjum getur aukið óæskileg áhrif Oxis Turbuhaler. Samtimis meðferð með xantínafleiðum, sterum eða þvagræsilyfjum geta aukið hættuna á kalium- þurrð við notkun beta2-örva. Kalíumþurrð getur aukið hættu á hjartsláttartruflunum hjá sjúklingum á meðferð með digitalis. Kínidín, dísópýramíð, prókaínamíð, fentiazín, andhistamín (terfenadín) og þríhringlaga geðdeyfðarlyf geta lengt QT-bilið og aukið hænu á sleglahjartsláttartruflunum. Beta-blokkarar geta dregið úr eða komið í veg fyrir verkun Oxis Turbuhaler. Oxis Turbuhaler skal þess vegna ekki gefa samtímis beta-blokkurum (þ.m.t. augndropar) nema brýna nauðsyn beri til. Ofskömmtun: Engin reynsla er á meðferð ofskömmtunar. Að líkindum leiðir ofskömmtun til áhrifa sem eru einkennandi fyrir beta2- örva: Skjálfti, höfuðverkur, hjartsláttarónot og hraðsláttur. Lágþrýstingur, efnaskipta- blóðsýring (metabolic acidosis), kaliumþurrð og blóðsykurshækkun geta einnig komið fyrir. Veita skal stuðningsmeðferð og meðferð gegn einkennum. Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegir skammtar: 4,5-9 pg einu sinni til tvisvar á dag. Skammtinn má gefa að morgni og/eða að kvöldi. Skammt að kvöldi má gefa til þess að koma í veg fyrir að sjúklingur vakni vegna einkenna næturastma. Sumir sjúklingar geta þurft 18 ^g einu sinni eða tvisvar á dag. Forðast skal stærri skammta en 18 ng. I klínískum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að verkunarlengd lyfsins er um 12 klst. Ávallt skal leitast við að gefa lágmarks skammt sem verkar. Skammtastærðir handa börnum: Engin gögn eru fyrirliggjandi um notkun Oxis Turbuhaler hjá börnum. Athugið: Oxis Turbuhaler er tæki sem er drifið með innöndun. Það þýðir að þegar sjúklingur andar að sér í gegnum munnstykki tækisins berst lyfið með innöndunarloftinu til loftvega. Mikilvægt er að leiðbeina sjúklingum um að anda kröftuglega og djúpt að sér í gegnum munnstykkið til þess að tryggja hámarksskammt. Þar sem litið magn af lyfinu er gefið í hverjum skammti, er mögulegt að sjúklingur finni hvorki bragð né verði á annan hátt var við lyfið við gjöf. Upplýsingar um lyfið fylgja hverri pakkningu þess. Geymsla: Lyfið skal geyma i umbúðunum vandlega iokuðum. Pakkningar og verð (október 1997): Innúðaduft 4,5 míkróg/úðaskammt 60 úðaskammtar íTurbuhaler-úðatæki - 3712 (hluti sjúklings 1.499 kr.). Innúðaduft 9 míkróg/úðaskammt: 60 úðaskammtar í Turbuhaler-úðatæki - 4512 (hluti sjúklings 1.500 kr. Greiðslufyrirkomulag B. Uniboðsaðili á íslandi: Pharmaco h.f.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.