Læknablaðið - 15.07.1998, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
565
Arsfundur norræna læknaráðsins
Dagana 15.-17. júní síðast-
liðinn var haldinn fundur í
norræna læknaráðinu.
Læknaráðið mynda stjórnir
norrænu læknafélaganna og
hefur þetta fyrirkomulag verið
haft á nú um nokkurra ára
skeið. En fulltrúar félaganna
hafa lengi hist formlega til
skrafs og ráðagerða.
Fundinn sóttu af hálfu
Læknafélags Islands Guð-
mundur Björnsson formaður,
Páll Þórðarson framkvæmda-
stjóri og Sveinn Magnússon.
Á dagskrá fundarins voru
mörg stórmál, meðal annars
var fjallað um stöðu sí- og
endurmenntunar lækna, um
framtíð læknafélaganna og
kynnt skýrsla SNAPS-hópsins
um framboð og eftirspurn
lækna á Norðurlöndunum á
næstu árum.
Fundir sem þessir eru mjög
mikilvægir fyrir Læknafélag
Islands, því á þeim gefst tæki-
færi til þess að skiptast á skoð-
unum um ýmis sameiginleg mál
og nýta sér reynslu annarra
Kandídatamóttaka
Þriðjudaginn 16. júní tóku
Læknafélag íslands og lækna-
deild HÍ sameiginlega á móti
verðandi kandídötum í hús-
næði LI að Hlíðasmára 8, en
útskrift fór fram daginn eftir
þann 17. júnf.
Jón Snædal varaformaður
LI bauð kandídata og aðra
gesti velkomna, hann afhenti
kandídötum jafnframt lög LÍ,
Siðareglur lækna og kjara-
samning sjúkrahúslækna. For-
seti læknadeildar Einar Stef-
ánsson og Ólafur Ólafsson
landlæknir ávörpuðu kandí-
data og árnuðu þeim allra
heilla.
Árni Björnsson afhenti
Önnu Margréti Halldórsdóttur
bókargjöf fyrir hönd Holl-
vinasamtaka læknadeildar HI,
en Anna Margrét hlaut hæsta
einkunn á kandídatsprófi.
Kandídatar undirrituðu
Heitorð lækna, sem birtist hér
með, en það er skráð í bók
sem læknakandídatar hafa rit-
að nöfn sín í allt frá árinu
1932.
félaga. Þá gefst einnig tækifæri
til að kynna þau mál sem eru í
gangi í hverju landi fyrir sig og
kynntu Islendingar frumvarp
um gagnagrunna á heilbrigðis-
sviði í enskri þýðingu.
Mikið var rætt um mögu-
leika lækna á Norðurlöndum
til samskipta um alnetið, gegn-
um heimasíður félaganna eða
með sameiginlegum gagna-
banka fyrir lækna.
Guðmundur Björnsson
formaður LÍ
Arni Björnsson og Anna Margrét Hall-
dórsdóttir.
Heitorð Iækna
Eg sem rita nafn mitt hér
undir, lofa því og legg við
drengskap minn
að beita kunnáttu minni með
fullri alúð og samvizku-
semi,
að láta mér ávallt annt um
sjúklinga mína án mann-
greinarálits,
að gera mér far um að auka
kunnáttu mína í lækna-
fræðum,
að kynna mér og halda vand-
lega öll lög og fyrirmæli
er lúta að störfum lækna.
Nýútskrifaðir lœknakandídatar.