Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
569
Patrick frá Uganda staddur úti á strönd í Höfðaborg þar sem Björg frá íslandi var
kjörin forseti Alheimssamtaka lœknanema.
hafa um 100 læknanemar lagt
lóð sín þar á vogarskálar.
Stefnumótun í lækna-
menntun
„Auk stúdentasamskipta og
þróunaraðstoðar leggja sam-
tökin sitt af mörkum í mennt-
un, sem er þriðji þátturinn í
starfinu. Samtökin láta sig
miklu varða stefnumótun í
læknamenntun og starfa þar
náið með UNESCO, Alþjóða-
heilbrigðisstofnuninni og The
World Federation of Medical
Education. Til að fylla upp í
eyðurnar í hinu hefðbundna
læknanámi hafa samtökin
skipulagt námsstefnur og
vinnuhópa sem taka fyrir upp-
byggingu einstakra verkefna.
Hluti námsins er almenn
fræðsla og kynning á mismun-
andi aðstæðum í löndum ein-
stakra aðildarfélaga. í þessum
vinnuhópum hefur verið fjall-
að um þróunarverkefni, mann-
réttindi, aðstoð við flótta-
menn, friðarbaráttu, baráttu
gegn kynsjúkdómum, baráttu
gegn alnæmi og uppbyggingu
grunnheilsugæslu þannig að
eitthvað sé nefnt. Ennfremur
hafa verið haldin námskeið
um stjórnun og þau eru núna
Guðbjörg ásamí súdönskum og sœnsk-
um forstöðumönnum þróunarverkefnis-
ins Village concept í Súdan.
fastur liður í tengslum við
fundi samtakanna tvisvar á
ári. UNESCO og UNFPA
(United Nations Fund for
Population Activities) hafa
dyggilega stutt við menntun-
arstarf samtakanna.“
- Hver eru tengsl Alheims-
samtakanna við aðrar fjöl-
þjóða- og alþjóðastofnanir?
„Samtökin hafa stöðu
frjálsra félagasamtaka (Non
Governmental Organisation)
innan Sameinuðu þjóðanna en
hins vegar má segja að Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin sé
lífakkeri okkar og eins
UNESCO þegar kemur að
menntunarmálum. Við höfum
einnig talsvert samband við
Lækna án landamæra (Méde-
cins sans frontiérs). Tengsl
samtakanna við aðrar stofnan-
ir eru fyrst og fremst í gegnum
einstök, afmörkuð verkefni.
Þá er mikið leitað til okkar
núna frá ýmsum alþjóðastofn-
unum um álitsgerðir og þátt-
töku í einstökum verkefnum.
Það hefur komið sér vel fyrir
samtökin hve æskan er mikið í
tísku eins og er, það er spurt
og hlustað eftir skoðunum
ungs fólks enda mikilvægt að
við tökum þátt í að móta fram-
tíð okkar og finnum til sam-
eiginlegrar ábyrgðar fyrir
henni. Æskublóminn er lausn-
arorðið í dag.“
Frjáls fjárframlög og
dreifð ábyrgð
- Er mikill stofnanabragur
á starfsemi samtakanna?
„Nei, það er ekki hægt að
segja það. Abyrgðin hjá okkur
er mjög dreifð og kemur það
til út af því hve stutt hvert og
eitt okkar er í stjórnunarstöðu.
Forseti, aðalritari og gjaldkeri
eru kjörnir til eins árs í senn
og núna er forsetinn frá ís-
landi, aðalritarinn frá Júgó-