Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
583
Umsögn landlæknis um frumvarp til laga um
gagnagrunna á heilbrigðissviði sem lagt var
fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997-1998
Meginniðurstaða
Tilgangur og markmið frum-
varps til laga um gagnagrunna á
heilbrigðissviði er óljós. Núgild-
andi lög, sbr. einkum lög nr.
121/1989 um skráningu og með-
ferð persónuupplýsinga, II.-IV.
kafla, og reglur eru fullnægjandi
fyrir gerð og vinnslu með slíka
gagnagrunna á heilbrigðissviði.
Ohæfa er, eins og gert er ráð
fyrir í frumvarpinu, að skerða
mannréttindaákvæði í nýsett-
um lögum um réttindi sjúk-
linga, sbr. 10., 15. og 17. gr., en
þar er vísað til þess að heimild
sjúklings þurfi að liggja fyrir
til að nota megi upplýsingar
um hann í vísindarannsókn, að
upplýsingarnar séu trúnaðar-
mál og að upplýsingarnar séu
ekki aðgengilegar öðrum en
viðkomandi heilbrigðisstarfs-
mönnum.
I samræmi við stefnu Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins varðveitist gögn þar
sem þau verða til og forðast
verði að smíða einn miðlægan
allsherjargagnagrunn með
heilsufars-, ættfræði- og erfða-
uppiýsingum um íslenska
þegna enda vandséð hvernig
tryggja megi persónuvernd í
slíkum gagnagrunni.
Landlæknir telur því frum-
varpið óþarft.
Telji löggjafin engu að síður
að ástæða sé til að setja sérstök
lög um miðlægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði telur landlæknir
brýnt að tekið verði tillit til eftir-
farandi sjónarmiða:
1. í ljósi ríkjandi laga um heil-
brigðisþjónustu er eðlilegt að
slíkur gagnagrunnur verði í
vörslu landlæknis. Kjósi lög-
gjafínn að veita einkaaðila á
markaði heimild til reksturs
slíks gagnagrunns skal sjálf-
stæður aðili óháður pólitísku
valdi veita leyfi til reksturs
hans eins og gert er ráð fyrir
með lögum um skráningu og
meðferð persónuupplýsinga.
Sömuleiðis hafi slíkur óháður
aðili eftirlit með starfseminni
og afturkalli leyfið ef ekki er
farið að fyrirmælum starfs-
leyfis. Landlækni ber að hafa
eftirlit með heilbrigðisstarfs-
mönnum, sbr. lög um heil-
brigðisþjónustu, I. mgr. 3. gr.,
en kveðið er á um í lagafrum-
varpinu að vinna við slíkan
gagnagrunn sé framkvæmd
eða henni stjórnað af fólki
með sérmenntun á sviði heil-
brigðisþjónustu.
2. Tryggt verði að stjórnvöld hafi
nauðsynlegan og óheftan að-
gang að þeim heilsufarsgögn-
um sem þeim eru nauðsynleg
og með þeim hætti sem þeim
hentar til að rækja lögbundið
hlutverk sitt. Stjórnvöld mega
ekki verða háð einkaaðila á
markaði með sérleyfi um
heilsufarsupplýsingar. Vakin
skal athygli á því að samkvæmt
lögum um heilbrigðisþjónustu,
2. mgr. 3. gr., skal landlæknir
skipuleggja skýrslugerð heil-
brigðisstarfsfólks og heil-
brigðisstofnana og innheimta
þær. Tryggt verði að landlækni
verði auðveldað að sinna sínu
lögbundna hlutverki.
3. Einkaréttur að upplýsingum
hlýtur að skerða rétt ann-
arra. Tryggt verði að heilsu-
farsgögn nýtist, hér eftir sem
hingað til, til vísindarannsókna
í samræmi við lög um réttindi
sjúklinga og að réttur sjúlkings
til að hafna þátttöku í vísinda-
rannsókn verði tryggður.
4. Ekki verði gengið á rétt þeirra
sem safnað hafa og byggt upp
heilsufarsgagnagrunna í sam-
ræmi við gildandi lög og regl-
ur. Réttur þeirra er stjórnar-
skrárvarinn.
5. Verði gerður samningur við
sérleyfishafa um gagnagrunn á
heilbrigðissviði skal bera
samninginn undir Alþingi.
Nauðsynlegt er að aðgreina
lögin og væntanlegan sérleyf-
issamning en í frumvarpinu
eru ráðherra færðar afar rúmar
heimildir til samningsgerðar.
Athugasemdir við
frumvarpið
Almennar athugasemdir
Tilgangurinn með þessu frum-
varpi er óljós enda vantar mark-
miðslýsingu. Almennar bolla-
leggingar um gagnsemi heilsu-
farsupplýsinga í athugasemdum
eru vel kunnar. Þess vegna hafa
fjölmargir aðilar unnið að upp-
byggingu gagnagrunna á heil-
brigðissviði á Islandi. Jafnframt
hefur landlæknisembættið unnið