Læknablaðið - 15.07.1998, Page 75
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
593
Gæðaþróun hjá Félagi
íslenskra heimilislækna
Eins og kunnugt er hefur um
langt skeið verið unnið öflugt
gæðastarf á vegum FÍH. Þessi
þáttur í starfsemi félagsins er vel
þekktur meðal heimilislækna en
síður meðal annarra lækna. Ég
tel því rétt að gera grein fyrir
þessari starfsemi í Læknablað-
inu.
FÍH var stofnað 1978 og er því
20 ára á komandi hausti. Segja
má að allt frá stofnun félagsins
hafi gæðaþróun verið mjög ofar-
lega á baugi í starfsemi þess.
Síðustu 16 ár hefur verið unnið
markvisst að gæðaþróun í heim-
ilislækningum innan FÍH. Það
sem einkennt hefur þessa vinnu
hjá félaginu er öflugt grasrótar-
starf félagsmanna, sem unnið
hefur verið af einstökum áhuga
og óeigingirni.
Egilsstaðaverkefnið
Fyrsta gæðaþróunarverkefnið
meðal íslenskra heimilislækna
varð til á Egilsstöðum 1975 með
því að Guðmundur Sigurðsson,
heilsugæslulæknir kom á fót
vandaliðaðri (problem oriented)
sjúkraskrá og hafði frumkvæði
að tölvuvæðingu sjúkraskrárinn-
ar með skipulögðum hætti. A
Egilsstöðum tel ég að hafi byrjað
sú grasrótarvinna sem hefur ein-
kennt gæðaþróun heimilislækna
á síðustu 20 árum.
Brekkuskógarfundir
Lykillinn að ýmsum verkefn-
um á vegum félagsins hafa verið
svonefndir Brekkuskógarfundir
sem við heimilislæknar höldum
að öllu jöfnu einu sinni á ári. Þá
fer 15-20 manna hópur heimilis-
lækna eina helgi í orlofshús í
Brekkuskógi (eða annars staðar),
þar sem krufin eru til mergjar
ýmis fagleg málefni sem tengjast
starfinu og hagnýtum úrlausnar-
efnum. Þessir fundir hafa síðan
verið grundvöllurinn að þrótt-
miklu nefndastarfi á ýmsum
sviðum og hafa þjappað félags-
mönnum saman. Þar hefur orðið
til sú hvatning og brýning sem er
nauðsynleg til að koma málefn-
um áleiðis. Tvívegis hefur gæða-
þróun verið sérstakt efni á
Brekkuskógarfundum.
Staðlar FÍH
Arið 1982 vann nefnd á veg-
um FÍH skýrslu um sjúkraskrár
og hvaða skilyrði þær ættu að
uppfylla, en hún var gefin út á
vegum landlæknisembættisins.
Þessar leiðbeiningar urðu síðar
hluti af handbók heilsugæslu-
stöðva og mörg af þeim atriðum
sem þar komu fram var hægt að
nota við gerð hugbúnaðar fyrir
tölvusjúkraskrá sem sagt verður
frá síðar í þessari grein.
Árið 1985 var haldið fyrsta
málþing heimilislækna um
gæðaþróun. Þetta málþing mark-
aði viss tímamót meðal íslenskra
lækna því þetta mun vera í fyrsta
sinn sem ráðstefna um þetta efni
var haldin fyrir lækna hér á
landi. Við fengum hingað fyrir-
lesara frá Kanada, prófessor Ian
McWhinney. Þetta málþing þótti
takast mjög vel og varð hvati að
stóru verkefni FÍH, en það var að
semja staðal um starfsemi og
starfshætti heimilislækna. Mark-
miðið var að setja félagsmönn-
um FÍH lágmarksstaðal um hvað
teldust góðar heimilislækningar.
Staðlinum er skipt í fjóra kafla,
sem fjalla um starfshætti heimil-
islækna, starfsfólk á heilsu-
gæslustöð, húsnæði fyrir heilsu-
gæslu og búnað á heilsugæslu-
stöð. Þessi staðall var síðan end-
urskoðaður og endurútgefinn
1992. Hann hefur verið kynntur
á ýmsum ráðstefnum heima og
erlendis og einnig verið þýddur á
ensku. Heilbrigðisyfirvöld hafa
haft hliðsjón af staðlinum við
ýmsar ákvarðanir, til dæmis við
byggingu heilsugæslustöðva.
Nefnd á vegum FÍH hefur
einnig samið svokallaðan tölvu-
staðal. Hér er um að ræða þær
kröfur, sem gera þarf til hugbún-
aðar fyrir pappírslausa sjúkra-
skrá. Þetta plagg er mjög ítarlegt
og er þar í smáatriðum lýst þeim
kröfum, sem við teljum að þurfi
að gera til slíks hugbúnaðar.
Tölvustaðallinn var hafður til
hliðsjónar við gerð hins nýja for-
rits Gagnalindar sem ber heitið
Saga og er ætlað heilsugæslunni
í landinu eins og kunnugt er. Er
það nú þegar í notkun á allmörg-
um heilsugæslustöðvum og
markmiðið er að það verði tekið
í notkun innan tíðar á öllum
heilsugæslustöðvum landsins.
Tölvustaðall FÍH hefur einnig