Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 80

Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 80
598 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Framtíð ferliverka Hver er hún ? Á Vesturlöndum hefur ferli- verkum á spítölum, eða í nán- um tengslum við þá, fjölgað gífurlega á síðustu 10-15 ár- um, þannig að víða eru 40- 60% aðgerða (og rannsókna) sem áður kröfðust innlagnar nú gerðar sem ferliverk. Eðli- lega hafa spítalarnir erlendu aðlagað sig breyttum forsend- um og búið í haginn fyrir þennan helsta vaxtarbrodd í spítalarekstrinum sem al- mennt er talið skynsamlegasta svarið við sífellt auknum kröf- um stjórnvalda um peninga- lega aðhaldssemi, jafnhliða meiri afköstum. Meðan þjóðimar sem við viljum helst bera okkur saman við eru í óða önn að auka ferliverkaþjónustuna á spítöl- um sínum er þróun í gangi hérlendis sem einkennist af tortryggni í garð starfseminn- ar og jafnvel efasemdum um að hún eigi rétt á sér! Verður ekki annað séð en þessi „víð- sýni“ hafi góðan meðbyr enda virðist hún njóta velþóknunar ríkisvaldsins og ýmissa ráð- gefandi aðila innan heilbrigð- iskerfisins. Það er löngu tíma- bært að umrædd starfsemi fái málefnalega stefnumarkandi umræðu, bæði faglega og stjórnunarlega, í stað þess að eiga tilveru sína undir mánað- arlegum „undanþágu“-heim- ildum Heilbrigðisráðuneytis eins og nú er. Ég hef áður á þessum vett- vangi nefnt helstu rökin fyrir ferliverkum á spítala (Lækna- blaðið 1997; 83: 593-4) og mun ekki endurtaka þau, að- eins geta þess að hér á eftir verður fyrst og fremst fjallað um kírúrgíska hlutann þótt að sjálfsögðu komi þau við sögu á fleiri sviðum. I Reykjavík fækkar ferli- verkum inni á spítala stöðugt en einkaskurðstofum úti í bæ fjölgar að sama skapi. Nokkr- ar ástæður liggja að baki þess- ari þróun; ein er hikandi af- staða stjórnenda og ónógur skilningur fjölmargra starfs- manna á þýðingu ferliverk- anna, önnur eru helgunar- ákvæðin í kjarasamningi sjúkrahúslækna sem banna viðkomandi að vinna utan spítalans, til dæmis fyrir Tryggingastofnun ríkisins, sú þriðja eru nýgerðir kjarasamn- ingar LR og TR vegna sjálf- stætt starfandi sérfræðinga en þeir virðast virka mjög hvetj- andi fyrir sjúkrahúslækna að starfa utan spítalanna, jafnvel svo að ýmsir þeirra hafa óskað eftir því að minnka til muna störf sín á sjúkrahúsunum. Það er fjarri mér að agnúast út í einkastofurnar, ég starfaði á einni slíkri í rúman áratug og likaði vel, en hins vegar er áhugavert að velta fyrir sér þeim breytingum sem virðast í augsýn og afleiðingum þeirra. Stórstígar tæknilegar fram- farir hafa orðið í skurðlækn- ingum síðustu árin sem meðal annars hafa leitt til þess að að- gerðir sem áður kröfðust margra daga legu á sjúkrahúsi eru nú gerðar sem ferliverk, það er sjúklingurinn kemur inn að morgni og fer heim sama dag eða í síðasta lagi innan sólarhrings. Stöðugt fjölgar þeim aðgerðum (og rannsóknum) sem þannig eru gerðar og dregur með því úr þörfinni fyrir legurými sem auðvitað er hvatinn að þeirri breytingu sem orðið hefur á ferliverkasviðinu erlendis þótt fleira komi til. Áðurnefnd þróun ferliverkanna hér og af- staða yfirvalda gerir sjúkra- húsunum aftur á móti erfitt fyrir að nýta sér möguleikana sem þannig bjóðast til hag- kvæmari og nútímalegri vinnubragða. Margar aðgerðir sem nú „krefjast" innlagnar má hæglega gera sem ferli- verk. Því er haldið fram að ferliverk á spítala séu mun dýrari en á einkastofum, vegna óþarfa tilkostnaðar og þunglamalegs skipulags og á sú gagnrýni nokkurn rétt á sér og undirstrikar þörfina á ger- breyttu fyrirkomulagi starf- seminnar. Ferliverkin verða að vera skýrt aðgreind frá öðr- um rekstri sjúkrahúsa, sérstök rekstrarleg eining með „eyrnamerktum“ skurðstofum og starfsliði sem áhuga hefur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.