Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 83

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 83
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 601 í öðrum málaflokkum í heil- brigðiskerfinu þá er góð skráning forsenda þess að heilbrigðisþjónustan í heild sinni sé vitræn og skilvirk. Menntunarmál Sjúkdómar og slys gera ekki boð á undan sér og oft eru skip fjarri landi þegar slík- ir atburðir eiga sér stað. Yfir- menn skipa verða því að sinna læknisstörfum ef þurfa þykir og til þess þurfa þeir einhverja grunnmenntun. Stýrimanna- skólinn í Reykjavík hefur heilbrigðisfræði á kennsluskrá sinni á öðru og þriðja námsári og er þar fjallað um helstu sjúkdóma og slys svo og við- eigandi meðferðir. Aðrir stýri- mannaskólar landsins hafa einnig haft þetta á kennsluskrá sinni en því miður virðist ekki hafa verið neitt samflot á milli þessara skóla í þessum efnum. Hér áður fyrr var kennslan í Stýrimannaskólanum í Reykja- vík fremur ómarkviss og voru jafnvel læknanemar látnir sjá um hana. Undanfarin ár hefur þó sami kjarni sérfræðinga séð um þessa kennslu og hefur hún orðið að sama skapi skipu- lagðari og vandaðri. Nemend- ur hafa síðan tekið vaktir á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur og fengið þar viðeigandi verk- lega þjálfun. Góður rómur hefur verið gerður að þessari kennslu og á síðastliðnum vetri var einnig hafin kennsla í heilbrigðisfræðum fyrir nem- endur Vélskóla íslands. Endurmenntun er ekki síður mikilvæg og er sú kennsla oft á tíðum skilvirkari vegna þess að þar er um að ræða menn sem lent hafa í ýmsum aðstæðum við starf sitt og eru því fróð- leiksfúsari fyrir vikið. Fyrir tveimur árum tóku slysa- og bráðamóttaka Sjúkrahúss Reykjavíkur, Slysavarnaskóli sjómanna og Stýrimannaskól- inn í Reykjavík upp samstarf um þessa endurmenntun og hefur hún hlotið mjög góðar viðtökur hjá sjómönnum. Þar er boðið bæði upp á bóklega og verklega kennslu. Því mið- ur hefur ekki verið hægt að halda þessi námskeið eins reglulega og æskilegt væri þar sem skipstjórnarmenn hafa sótt námskeiðin í frítíma sín- um þegar skip hafa legið í höfn til dæmis um jól og páska. Nýleg reglugerð kveð- ur þó á um að sérhver skip- stjórnarmaður verði nú að sækja slík endurmenntunar- námskeið á að minnsta kosti fimm ára fresti ef skipstjórn- arréttindi hans eigi að haldast. Búast má því við verulegri aukningu á þessum námskeið- um og fer það vel saman við þau tímamót nú þegar Slysa- varnaskóli sjómanna verður færður yfir í Akraborgina. Þrátt fyrir góða grunn- og endurmenntun þá geta liðið mánuðir ef ekki ár þar til skip- stjórnarmenn standa frammi fyrir vandamálum í starfi sínu og getur þá verið farið að fyrnast yfir fyrri kunnáttu. Af þessum sökum gaf starfsfólk slysadeildar út 60 mínútna kennslumyndband fyrir einu ári þar sem farið er yfir öll helstu atriði sem nýtast mættu skipstjórnarmönnum við heil- brigðistörf. Myndband þetta er komið um borð í um 100 ís- lensk skip og erlendir aðilar hafa sýnt því verðugan áhuga. Lyfjakista Lyfjakista er lögbundin um borð í öllum íslenskum skip- um og eru þær misstórar eftir stærð skipa. Þær lyfjakistur sem notast hefur verið við undanfarin ár hafa verið mein- gallaðar og ýmis mikilvæg lyf vantað í þær, svo sem bólgu- eyðandi lyf og stafýlókokka- lyf. Nýleg reglugerð kveður sem betur fer á um mun stærri og vandaðri lyfjakistur og eru þær staðlaðar samkvæmt Evr- ópustaðli en auk þess hefur verið tekið tillit til sérís- lenskra aðstæðna. í lyfjakist- unum eru ýmis lyf og lækn- ingaáhöld og fá menn gagn- gera fræðslu um innihald þeirra og notkun bæði í grunn- námi svo og á endurmenntun- arnámskeiðunum. Fjarlækningar Læknar slysa- og bráðamót- töku Sjúkrahúss Reykjavíkur og læknar þyrlusveitar Land- helgisgæslunnar hafa til margra ára veitt sjófarendum símaráðgjöf auk þess sem sjó- menn hafa einnig í einhverj- um mæli leitað til sjúkrastofn- ana í sínu heimahéraði. Evr- ópusamþykkt gerir ráð fyrir að þessari þjónustu sé fram- fylgt á skipulegan hátt og því hafa stjórnvöld nú nýlega fal- ið Sjúkrahúsi Reykjavíkur að skipuleggja þessa þjónustu til framtíðar. Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítalinn hafa undan- farna mánuði tekið sameigin- lega þátt í stóru Evrópuverk- efni í fjarlækningum og er hlutverk okkar að þróa mynd- rænt samband við skip. Unnið er að þróun sendinga á kyrr- myndum, hjartalfnuritum og lífsmörkum. Þetta á eftir að gera greiningar og meðferð mun markvissari þannig að sjómenn eigi aðgang að eins góðri læknishjálp og mögu- legt er. Öryggi þeirra eykst við þetta en um leið gætum við náð ónauðsynlegum kostnaði niður. Fjarlækningartæki þessi verða tengd áðumefndu skrán- ingarkerfi og síðan er stefnt að öflugu upplýsingakerfi við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.