Læknablaðið - 15.07.1998, Side 84
602
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
heilsugæslustöðvar þannig að
samfella fáist í þjónustuna.
Hér er um að ræða byltingar-
kenndar nýjungar sem gætu
vakið verulega athygli á
heimsvísu.
Pyrlusveit lækna
Þyrlusveit lækna var stofn-
uð fyrir rúmum áratug og var
hún í upphafi mönnuð áhuga-
sömum unglæknum sem unnu
starf sitt í sjálfboðavinnu.
Fljótt breyttist þetta þó í
skipulagða starfsemi sem hef-
ur eflst með hverju árinu. Með
tilkomu nýju Puma-þyrlunnar
Tf. Líf tók þessi þjónusta
stakkaskiptum og má segja að
óvíða í heiminum sé nú full-
komnari björgunarþyrla að
störfum. Sumir þeirra lækna
sem störfuðu í sveitinni í ár-
daga hennar hafa nú snúið aft-
ur eftir sérnám erlendis og
síðustu tvö ár hefur myndast
fastur kjarni rnjög sérhæfðra
lækna sem sinna þessari þjón-
ustu. Sveitin er í dag skipuð
sex læknum sem vinna undir
stjórn Sjúkrahúss Reykjavík-
ur. í sveitinni eru sérfræðingur
í lungna- og gjörgæslulækn-
ingum fullorðinna, sérfræð-
ingur í gjörgæslulækningum
barna, bæklunarlæknir, háls-,
nef- og eyrnalæknir, heilsu-
gæslulæknir og einn reyndur
deildarlæknir sem einnig er
ábyrgur fyrir starfsemi neyð-
arbílsins.
Læknar þyrlusveitarinnar
hafa komið víða við í heil-
brigðisþjónustu við sjómenn
fyrir utan starf sitt á þyrlunni.
Þeir hafa sinnt kennslu fyrir
skipstjórnarmenn, þróað
skráningu sjóslysa, stundað
fjarlækningar, hannað lyfja-
kisturnar og stundað ýmsar
rannsóknir er við koma heil-
brigðismálum sjómanna. Það
eru fá ef nokkur önnur lönd
sem geta státað af eins reynd-
um hópi manna sem sinna
slíkri þjónustu en lega lands-
ins og aðstæður bjóða ekki
upp á annað. Reynsla þessa
hóps svo og sú staðreynd að
flestallir þræðir heilbrigðis-
þjónustu við sjófarendur liggja
í höndum þeirra gerir það að
verkum að hópurinn er mjög
vel til þess fallinn að þróa
framtíðarþjónustu sem einnig
gæti nýst öðrum þjóðum.
Lokaorð
Hér að ofan hefur verið
stiklað á stóru um það helsta
sem er að gerast í heilbrigðis-
þjónustu við sjófarendur. Eg
vil að lokum benda fólki á
þrjár mjög svo áhugaverðar
norrænar ráðstefnur sem
haldnar verða í Reykjavík 22.-
26. ágúst næstkomandi en
þetta eru ráðstefnur um fjar-
lækningar á norðurhveli, heil-
brigðismál sjófarenda og nor-
rænt umferðarslysaþing. Ráð-
stefnurnar eru ekki eingöngu
bundnar við Norðurlönd held-
ur verða þar einnig ýmsir vel
metnir fyrirlesarar frá ensku-
mælandi löndum við N-Atl-
antshafið. Meginefnisflokkar
ráðstefnunnar um heilbrigðis-
mál sjófarenda verða um
skráningu slysa og sjúkdóma,
fjarlækningar við sjófarendur
og menntunarmál skipstjórn-
armanna en einnig verða aðrir
áhugaverðir fyrirlestrar svo
sem um björgunaraðgerðir í
N-Atlantshafi, sjóveiki og sál-
ræn áföll í kjölfar sjóslysa. Ég
vil hvetja sem flesta starfs-
menn í heilbrigðiskerfinu til
að gefa þessum ráðstefnum
gaum því að af nógu er að
taka þegar þessa málaflokka
ber á góma og hver hjálpsöm
hönd og hvert verðugt innlegg
er vel þegið.
Sigurður Ásgeir Kristinsson
Fræðslustofnun lækna
Námskeið í stjórnun og rekstri
Fræðslustofnun lækna gengst fyrir tveimur grunnnámskeiðum í stjórnun og
rekstri. Fyrra námskeiðið verður haldið dagana 8., 9., 15. og 16 október næstkomandi.
Seinna námskeiðið verður haldið 30. október, 6., 13. og 20. nóvember næstkomandi.
Námskeiðin verða haldin í húsakynnum Fræðslustofnunar lækna í Hlíðasmára 8 og eru
eingöngu ætluð læknum.
Dagskrá verður nánar auglýst síðar.