Læknablaðið - 15.07.1998, Page 90
606
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Opni EQuiP fundurinn
um gæðaþróun
Reykjavík 5. nóvember 1998
Þann 5.-7. nóvember næstkomandi verður haldinn í Reykjavík fundur vinnuhóps EQuiP,
sem er vinnuhópur heimilislækna í Evrópu um gæðaþróun. í tengslum við fundi vinnu-
hópsins verður opinn fundur á Hótel Sögu fimmtudaginn 5. nóvember kl. 10:00-17:00 og
er hann ætlaður heimilislæknum og öðru fagfólki í heilsugæslu. Aðrir sem áhuga hafa á
gæðaþróun eru velkomnir. Þrír erlendir fyrirlesarar koma frá EQuiP hópnum og auk þess
verða fjölmörg erindi frá íslenskum heimilislæknum. Fundur þessi tengist vísindaþingi Fé-
lags íslenskra heimilislækna, sem haldið verður á sama stað 6. og 7. nóvember. Nánari
dagskrá verður auglýst síðar.
Gunnar Helgi Guðmundsson,
formaður gæðaráðs Félags íslenskra heimilislækna,
Heilsugæslustöðinni Fossvogi
Fjórða vísindaþing
Félags íslenskra
heimilislækna
Reykjavík 6.-7. nóvember 1998
Á þinginu verða bæði frjálsir fyrirlestrar og spjaldasýning. Kynntar verða rannsóknir og
rannsóknaráætlanir sem tengjast heilsugæslu. Auk þess verða bæði innlendir og erlendir
gestafyrirlesarar.
Ágrip skal skrifa á A4-blað með sama sniði og á fyrri þingum. Þar skal koma fram tilgangur
rannsóknarinnar, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir. Ágripum skal skilað á
disklingum ásamt einu útprenti til Emils L. Sigurðssonar, Heilsugæslutöðinni Sólvangi,
220 Hafnarfirði fyrir 15. september.
Ágripin verða birt í sérstöku blaði þingsins sem dreift er til allra lækna á íslandi.
Vísindaþingsnefndin
Emil L. Sigurðsson
Jón Steinar Jónsson
Sigríður Dóra Magnúsdóttir