Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Síða 10
Starfsmannaleigan 2B hefur verið
tekin til gjaldþrotaskipta og auglýst
hefur verið eftir vangoldnum kröfum
í þrotabúið. Beiðni um gjaldþrota-
skipti var lögð fram af erlendum
starfsmanni á vegum fyrirtækisins
vegna vangoldinna launa. Áður hafði
fyrirtækið verið dæmt í Héraðsdómi
Austurlands til að greiða 12 pólsk-
um fyrrverandi starfsmönnum sín-
um launakröfur upp á tæpar 4 millj-
ónir króna ásamt vöxtum. Starfsemi
leigunnar hafði þá ítrekað komið
inn á borð verkalýðshreyfingarinnar
vegna gruns um að brotið hefði verið
á réttindum erlendra starfsmanna á
hennar vegum.
Afl, Starfsgreinafélag Austur-
lands, höfðaði mál gegn fyrirtæk-
inu eftir að pólskir starfsmenn á
þess vegum leituðu til verkalýðs-
hreyfingarinnar með launaseðla
sína. Eftir að seðlarnir höfðu ver-
ið skoðaðir þótti rík ástæða til að
höfða mál. Þeirri málssókn lauk
með fullnaðarsigri verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Í miðri deilu verkalýðsfélaga við
starfsmannaleiguna 2B var Guð-
mundi Gunnarssyni, formanni
Rafiðnaðarsambandsins, stefnt af
forsvarsmönnum leigunnar fyrir
meiðyrði. Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi Guðmund til að greiða sam-
tals 1,5 milljón króna í málskostnað
og miskabætur. Málinu hefur ver-
ið áfrýjað til Hæstaréttar og verka-
lýðsforkólfar hafa áhyggjur af því að
sömu rekstraraðilar séu farnir af stað
með rekstur undir annarri kenni-
tölu.
Ekki hissa
Guðmundur telur gjaldþrota-
skipti fyrirtækisins ákveðna sönnun
þess að gagnrýni á starfsemina hafi
verið réttmæt. Hann óttast að for-
svarsmenn þess haldi áfram í sama
farinu.
„Þetta kemur mér alls ekki á óvart.
Því fer fjarri að hlutirnir hafi verið í
lagi hjá fyrirtækinu og gjaldþrota-
skiptin eru einfaldlega sönnun þess.
Vandinn er sá að hlutirnir eru í sjálfu
sér ennþá í ólagi því sami eigandi er
kominn með annað fyrirtæki og aðra
kennitölu. Það fyrirtæki er í sömu
starfsemi og eftir þeim upplýsingum
sem ég hef heyrt virðist viðkomandi
haga sér á nákvæmlega sama hátt og
áður,“ segir Guðmundur. „Því miður
er viðkomandi rekstraraðili búinn að
leika þennan ljóta leik aftur og aftur.
Í mörgum tilfellum sendi hann er-
lendu starfsmennina þráðbeint úr
landi um leið og upp komu einhver
vandræði. Eftir að dómur féll á fyrir-
tækið sá maður að eigandi fyrirtæk-
isins kippti snarlega að sér höndum
og ætlaði greinilega ekki að láta Pól-
verjana fá eitt eða neitt. Nú heyri ég
af því að viðkomandi vaði í pening-
um og sé ennþá í sama farinu með
nýtt fyrirtæki.“
Ný löggjöf
Oddur Friðriksson, yfirtrúnað-
armaður verkalýðshreyfingarinnar
við Kárahnjúkavirkjun, tekur í sama
streng. Aðspurður hefur hann einn-
ig heyrt af því að sömu rekstraraðil-
ar starfi nú undir annarri kennitölu.
„Um þetta get ég lítið fullyrt því þetta
er eitthvað sem ég hef bara heyrt af.
Mér skilst að viðkomandi sé kominn
með fólk í vinnu hjá sér hjá nýju fyr-
irtæki. Ef rétt reynist, þá finnst mér
það þvílík svívirðing því rekstrar-
aðilinn hefur verið dæmdur vegna
milljóna skulda í tengslum við laun
starfsmanna,“ segir Oddur.
„Það er ótrúlegt að menn geti svo
farið að starfa undir nýrri kennitölu
því allur peningurinn sem þessir að-
ilar skulda í laun fellur á ábyrgðasjóð
launa. Er eðlilegt að halda áfram
svona svikamyllum? Það er svo mik-
ið svínarí ef þetta líðist að ég á varla
til orð, því allt fellur þetta á ríkið á
endanum. Ég kalla einfaldlega á nýja
löggjöf í þessum efnum.“
Ánægðir verkalýðsforkólfar
Samkvæmt upplýsingum frá fyr-
irtækjaskrá Ríkisskattstjóra er annað
fyrirtæki skráð á sama heimilisfang
og 2B. Munurinn er hins vegar sá að
starfsmannaleigan er skráð á Eið E.
Baldvinsson, framkvæmdastjóra 2B,
en hitt, fyrirtækið S 7, er skráð á Olenu
Shchavynska, sambýliskonu Eiðs. Að-
spurður þvertekur Eiður alfarið að
tengjast síðarnefnda fyrirtækinu með
nokkrum hætti. Hann staðfestir að
félagið sé á leið í gjaldþrot. „Það er
ekki búið að lýsa fyrirtækið gjaldþrota
ennþá en ég kannast við að það ferli
er í gangi. Gjaldþrotið er sú niður-
staða sem verkalýðsforystan hót-
aði okkur, hvernig sem farið yrði að
því, og hefur unnið að síðustu tvö ár.
Forkólfarnir hljóta að vera ákaflega
hamingjusamir núna,“ segir Eiður.
„Gjaldþrotið er einungis tilkomið
fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfing-
arinnar og dómurinn sem við hlut-
um var alveg eftir pöntun. Til dæm-
is steingleymdist að dæma í stórum
hluta málsins. Ég hafna því algjörlega
að fyrirtækið hafi nokkurn tímann
gert eitthvað rangt í sinni starfsemi.
Að mínu mati unnum við fullnaðar-
sigur í málinu þegar Guðmundur var
dæmdur fyrir meiðyrði. Það eru eng-
in bein tengsl milli mín og nýja fyrir-
tækisins á nokkurn hátt. Sjálfur starfa
ég ekki að neinu leyti hjá þar og þó
að svo væri, sé ég ekki að það skipti
nokkru máli.“
Stofnaður sannleikssjóður
Guðmundur segist bíða
spenntur eftir niðurstöðu
Hæstaréttar eftir að meiðyrða-
málinu var áfrýjað þangað.
Hann ítrekar þá skoðun sína
að í raun hafi hann gert lít-
ið annað en að endursegja
orð annarra. „Ég gerði ekki
nokkuð annað en að lesa
upp úr fundargerðum trúnaðar-
manns starfsmanna við Kárahnjúka
og túlks, þau orð voru síðan staðfest
fyrir dómi af verkstjórunum. Það er
hins vegar með ólíkindum að dóm-
arinn hafi ekki tekið tillit til þeirr-
ar staðfestingar og dómurinn er al-
veg óskiljanlegur. Ég lít nú svo á og
úr því fæst vonandi skorið að mað-
ur sem er í forsvari fyrir stéttarfélag
megi benda á það sem er ekki í lagi
án þess að vera dreginn fyrir dóm-
stóla, það væri dálítið einkennilegt
þjóðfélag,“ segir Guðmundur. „Eftir
að dómurinn féll í meiðyrðarmálinu
rigndi yfir mig beiðnum frá þekktum
einstaklingum sem vildu greiða
sektina fyrir mig. Með því
yrði stofnaður sérstak-
ur sannleikssjóður
enda tel ég mig ekki
hafa gert nokkuð
annað en að lesa
upp fundargerð-
ir þar sem túlkun
starfsmannanna
kemur fram.“
föstudagur 6. JÚLÍ 200710 Fréttir DV
TrauSTi hafSTEiNSSoN
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Nú heyri ég af því að
viðkomandi vaði í pen-
ingum og sé ennþá í
sama farinu með nýtt
fyrirtæki.“
Starfsmannaleigan 2B hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta og búið er að auglýsa eftir kröfum í þrotabú-
ið. Málefni fyrirtækisins höfðu ítrekað komið inn á borð verkalýðshreyfingarinnar og Guðmundur
Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var dæmdur fyrir ummæli sem Héraðsdómur Reykja-
víkur taldi skerða æru eigenda fyrirtækisins. Verkalýðsforkólfar óttast að sömu eigendur haldi áfram
rekstri undir nýrri kennitölu.
RÁKU 2B Í GJALDÞROT
OG STOFNUÐU S 7 Svik við Kárahnjúka Pólskir verkamenn við Kárahnjúkavirkjun leituðu til verkalýðs-hreyfingarinnar með launaseðla sína og eftir það var starfsmannaleigan lögsótt. fyrirtækið var dæmt til að greiða nærri 4
milljónir vegna vangoldinna launa.
Guðmundur Gunnarsson
formaður rafiðnaðar-
sambandsins var
dæmdur fyrir
meiðyrði gagnvart
forsvarsmönnum
starfsmannaleig-
unnar 2B. Málinu
hefur verið
áfrýjar til
Hæstaréttar.
GAY
STYRKTARBALL 07.07.’07
DJ
PÁLL
ÓSKAR