Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Qupperneq 16
föstudagur 6. júlí 200716 Fréttir DV Leikar í móðu mengunar Loftið í Peking er oft á tíðum þungt vegna mengunar. Í borginni búa ell- efu milljónir og ekki er óalgengt að þeir þurfi að anda að sér lofti sem er jafnvel tvisvar eða þrisvar sinnum mengaðra en Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin telur æskilegt. Mengunin kemur að mestu leyti frá kolaorku- verum og verksmiðjum og útblástur bifreiða bætir svo um betur. Sífelldir umferðahnútar verða þess valdandi að meðalumferðahraðinn er tólf kílómetrar á klukkustund. Til að auka vandann enn frek- ar bætast við eittþúsund nýskráðar bifreiðar á hverjum degi. Það er því óhætt að segja að mengunin í Pek- ing nærist á sjálfri sér, því reglulega hverfur borgin í gulbrúnt mistur og umferðarhraðinn minnkar og meng- unin eykst. Kína er einn stærsti reið- hjólaframleiðandi í heimi og reiðhjól voru á árum áður eitt helsta farar- tækið sem landsmenn þar notuðu. Nú um stundir myndi engum heilvita manni detta í hug að ferðast um á reiðhjóli í Peking. Þeir sem eru svo lánsamir að eiga bifreið, skilja hjólið eftir heima og kjósa þægindin og loftræstinguna fram yfir blöndu af kolareyk, rykögnum og útblæstri bif- reiða. Grænir leikar Árið 2001, þegar Kína sótti um að halda Ólympíuleikana árið 2008, lof- uðu kínversk yfirvöld því að dregið yrði úr loftmengun. Í viðleitni sinni til að standa við skuldbindingar sín- ar hafa þau unnið að því að stór stál- verksmiðja yrði færð á annan stað, gert ráðstafanir til að draga úr út- blæstri og tekið upp jarðgaskyndingu í stað kolakyndingar. En sérfræðing- ar eru efins um að það dugi til því mengunin muni halda áfram að ber- ast frá nálægum héruðum. Meira en tíuþúsund íþróttamenn munu flykkj- ast til Peking í ágúst á næsta ári. Kínversk yfirvöld hafa lofað græn- um leikum, en allt útlit er fyrir að keppendur komi til með að keppa í gráma mengunar í einni menguðust borg í heimi. Marco Cardinale hjá Breska Ólympíusambandinu segir að vegna loftmengunar í bland við hita og raka sé ólíklegt að ný heims- met verði sett. Einnig benda nið- urstöður veðurfræðinga til þess að helmingslíkur séu á rigningu á opn- unar- og lokahátíð leikanna. Þessar niðurstöður byggjast á úrkomutöl- um síðust þrjátíu ára. Til að auka líkur á úrkomu rétt fyrir setningu leikanna, áforma yfir- völd að skjóta regnsprengjum upp í skýin nokkrum dögum áður en leik- arnir hefjast, með það fyrir augum að hreinsa andrúmsloftið. Kínversk yfirvöld segja að „blár himinn sé ekki eingöngu nauðsynlegur fyrir Peking, heldur líka fyrir nærliggjandi staði“. Stærsti áhættuhópurinn Í fjórtán stærstu borgum Kína deyja um fimmtíu þúsund nýburar á hverju ári vegna mengunar. Börn, sjúkt fólk og aldrað og íþróttafólk í úthaldsgreinum eru í mestri hættu vegna mengunar. Jafnvel stálslegnir ferðamenn kvarta oft og tíðum vegna særinda í hálsi, ofnæmisviðbragða og astma. Því er kannski ekki að furða að áhyggjur hafi vaknað vegna þeirra tíuþúsunda íþróttamanna sem taka þátt í Ólympíuleikunum að ári. Forseti Alþjóða Ólympíunefnd- arinnar, Jacques Rogge, hefur þó gert sitt besta til að draga úr þeim áhyggj- um. Hann bendir á að Peking sé ekki fyrsta borgin sem heldur Ólympíu- leikana sem stríðir við umhverfis- vandamál. Máli sínu til stuðnings Kolbeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Nú er rétt ár þar til Ólympíuleikarnir hefjast í Peking. Þar hafa staðið yfir yfirgripsmiklar aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að stemma stigu við þeirri gífurlegu loftmengun sem lengi hefur einkennt borgina. Mengun er víða orðin vandamál í stórborgum og Kína er eitt mengaðasta land í heimi. Borgaryfirvöld eru bjartsýn á að þeim takist að draga úr mengun fyrir leikana, en umhverfissinnar og heilsusérfræðingar eru áhyggjufullir. Það er því óhætt að segja að mengunin í Pekíng nærist á sjálfri sér, því reglulega hverfur borgin í gulbrúnt mistur og umferðarhraðinn minnkar og mengunin eykst. Fyrir oG eFtir til vinstri - eftir tveggja daga rigningu. til hægri - tiltölulega bjartur dagur. Báðar myndir teknar milli sjö og átta að morgni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.