Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Qupperneq 23
Messa á Gásum Minjasafnið á Akureyri í samstarfi við Möðruvallaklaustur- skirkju stendur fyrir messu í kirkjutóftinni á Gásum á morgun, íslenska safnadaginn, kl. 11. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Möðruvallaklausturskirkju, messar og félagar úr kirkjukórnum leiða fjöldasöng við undirleik. DV Menning föstudagur 6. júlí 2007 23 snýst ekki um viðlagið - heldur aðal- lega um versið, sem segja má að sé burðarásinn í lagi Løvlands. Svipuð áhrif Söknuður hefur verið mikið flutt- ur í jarðarförum í gegnum tíðina og You raise me up virðist á góðri leið með að feta sömu braut. Lagið var flutt við minningarathöfnina eft- ir hryðjuverkin í New York 2001, til minningar um áhöfn geimskutl- unnar Columbiu 2004, við athöfn á Ground Zero í New York nýlega og við jarðarför knattspyrnukappans George Best, svo dæmi séu tekin. Lögin virðast því hafa svipuð áhrif á fólk - hvort sem er á Íslandi, í Bret- landi eða Bandaríkjunum. Nauðsynlegt framtak „Þetta er nauðsynlegt framtak og óumflýjanlegt í ljósi þess að þarna hefur verið fetuð nótu fyrir nótu sama slóð og Jóhann fetar aldar- fjórðungi áður,“ segir Jakob Frímann Magnússon formaður Félags tón- skálda og textahöfunda. „Við stönd- um heilshugar að baki Jóhanni í þessu máli - enda eru einu rökin sem haldið hefur verið á lofti á móti þessu þau að umrætt lag Løvlands sé nauðalíkt Danny Boy. Það á þó ein- ungis við um viðlagið, mál Jóhanns snýst hinsvegar um versið, sem er notað sem inngangur og millispil og það er nánast óhugsandi að þarna sé um tilviljun að ræða.“ Réttlætið er Jóhanns megin Løvland hefur, sem fyrr segir, áður verið sakaður um brot gegn höfundarrétti. Jakob segir það vissu- lega geta hent menn að þeir sofni á verðinum og það sem þeir telja sak- lausan innblástur geti reynst hrein tilvitnun í annarra manna verk. „Það má vel vera að Løvland hafi heyrt Söknuð í útvarpinu milli svefns og vöku og vaknað síðan himinlifandi yfir að hafa fengið slíkan innblást- ur. Vegir tónpúkans eru illrannsak- anlegir,“ segir Jakob. Hann segir að mál af þessu tagi geti verið tvísýn og vandasöm. „Á endanum snýst þetta um klókindi og lagalega málafylgju, en ég er vongóður Jóhanns vegna og vona að hann fari enga erindisleysu í þessu - enda er réttlætið hans meg- in og það sigrar að lokum, eins og segir einhversstaðar.“ Sammála Jóhanni Jakob tekur undir þá skoðun Jó- hanns Helgasonar að um prinsipp- mál fyrir íslenska tónlist sé að ræða. „Það hefði kannski einhverjum dott- ið það í hug fyrir 20 árum síðan að það væri allt í lagi að sækja eina og eina laglínu hingað til þessarar eyju sem liggur á mörkum hins byggi- lega heims. En í dag, á dögum upp- lýsingar og alþjóðlegrar netvæðing- ar á slíkt ekki að vera hægt. Þetta er svosem heldur ekki í fyrsta sinn sem Norðmenn reyna að eigna sér það sem íslenskt er, þeir halda til að mynda enn fast við að Leifur Ei- ríksson sé norskur en ekki íslensk- ur. Minnugur orða Einars Þveræings vil ég bæta um betur og segja: Við skulum gefa Norðmönnum góðar gjafir en hvorki Grímsey né Sökn- uð Jóhanns Helgasonar,“ segir Jakob Frímann Magnússon. gudmundurp@dv.is Álfar í Eden Myndlistarsýningin Álfa- varp verður opnuð í gróður- húsi og veitingaskála Eden í Hveragerði á morgun kl. 16. Að sýningunni standa listamenn- irnir Anna Hallin, Margrét Hlín Sveinsdóttir, Olga Bergmann og Steinunn Guðríður Helga- dóttir. Eden á sér djúpar rætur í þjóðarsálinni og tengist góð- um minningum um framandi náttúru og ís með dýfu, að því er segir í tilkynningu, auk þess sem erlendir ferðamenn koma oft þar við. Álfavarp er svo tímabundin heimsókn ókunnra afla í þennan aldingarð þjóð- arinnar. Þessi öfl rannsaka og gera tilraunir með mannlíf og náttúru staðarins. 9700 manns keyptu bók Rúmlega 9700 manns nýttu ávísunina Þjóðargjöfina 2007 til bókakaupa í Viku bókarinn- ar í apríl síðastliðnum. Það er rúmlega 20 prósenta aukning frá því í fyrra. Þjóðargjöfin 2007 er samstarfsverkefni Glitn- is, Félags íslenskra bókaút- gefenda og bóksala í tilefni af Viku bókarinnar en þetta var í annað sinn sem verkefnið fór fram. Hvert heimili á landinu fékk senda 1000 kr. ávísun sem hægt var að nýta til kaupa á bókum útgefnum af íslensk- um útgefendum. Á dögunum voru svo tíu heppnir bókakaup- endur dregnir úr lukkupotti og hljóta 10 þúsund kr. innistæðu á sparibók hjá Glitni. 50 íslenskar lífsreynslu- sögur Út er komin bókin 50 sannar íslenskar lífsreynslusögur. Eins og titillinn ber með sér eru hér á ferðinni 50 lífsreynslusög- ur. Sögurnar, sem eru allar úr íslenskum veruleika, birtust í tímaritinu Vikunni á árun- um 1999 til 2005. Guðríður Haraldsdóttir, aðstoðarritstjóri Vikunnar, skrifaði meginþorra sagnanna og bjó sögurnar til prentunar. Fyrst og fremst prinsippmál tónlist Rolf Løvland Hefur áður verið sakaður um höfundarréttarbrot. Samanburður sérfræð- ingar telja mikil tónfræði- leg líkindi með lögunum. Jakob Frímann Magnússon „Óhugsandi að þarna sé um tilviljun að ræða“ Alþjóðlegi safnadagurinn Listasafn Reykjavíkur býður gestum og gangandi ókeypis aðgang að fjölbreyttum og áhugaverðum sýningum í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum á morgun. Söfnin sem um ræðir eru Ásmundarsafn, Hafnarhús og Kjarvalsstaðir. Verk listamanna eins og Kjarvals, Erró og Roni Horn eru á meðal þeirra sem hægt er að berja þar augum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.