Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Síða 27
DV Helgarblað Föstudagur 6. JÚLÍ 2007 27 „Ég þarf að ferðast mikið um land- ið vegna vinnu minnar, jafnvel þótt ferðalögin hafi minnkað með árunum,“ segir Sigríður Beinteins- dóttir söngkona. Hún ekur núna á Range Rover Sport jeppa. Hún segist fyrst og fremst aka á jepp- anum vegna þess að hann veiti henni öryggistilfinningu á þjóð- vegunum. „Svo er miklu meira pláss í jeppanum en í venjulegum fólks- bíl. Það þýðir að ég get einfaldlega kippt hljóðfærunum með þegar ég kem fram á smærri viðburðum eins og veislum og öðrum uppá- komum. Þá tek ég bara græjurnar með mér í bílnum,“ segir Sigríður. Hefði þurft stiga Sigríður hefur átt nokkra jeppa í gegn um tíðina. Fæstir þeirra hafa verið mikið breyttir og Range Rov- erinn er óbreyttur. „Bæði hef ég átt Toyota Landcruiser og Mitsubishi Pajero. Þetta eru mjög fínir bílar og ég get ekkert sett út á þá. Range Roverinn er einfaldlega í hærri klassa. Hann heldur einhvern veg- inn betur utan um mann, hann er kraftmikill og það er æðislegt að keyra hann,“ segir hún. Hún segir að stærsti jeppinn sem hún hafi átt hafi verið breytt- ur fyrir 33 tommu dekk. „Það er frekar lítil breyting. Ég hefði líka þurft stiga ef ég hefði fengið mér meira breyttan bíl,“ segir Sigríður og hlær. Öryggistilfinningin mikilvæg Hún leggur áherslu á að það sé öryggistilfinningin sem fylgir því að aka stærri bíl sem hún leitar eft- ir. „Ég er svo mikil gunga að keyra í snjó og hálku að ég þori ekki öðru en að setja bílinn á naglana, jafn- vel þótt að í honum séu alls kyns tölvustýringar sem hjálpa mikið í erfiðum aðstæðum.“ Hún segir að Roverinn ætti því ekki að þurfa að vera á negldum dekkjum yfir vetrartímann. „Ég hef prófað að aka honum í bull- andi hálku á ónegldum dekkj- um og hann hreyfðist ekki. Ég vil samt frekar hafa meira öryggi en minna. Það er líka öðruvísi, þeg- ar maður keyrir mikið á þjóðveg- unum að vetri, en þegar maður er fyrst og fremst að keyra innan borgarmarkanna.“ Golfsett og græjur í bílinn „Annars er ég engin fjallakona, og ég er ekki heldur í veiðinni eins og margir, en ég spila golf og kann því mjög vel að geta hent golfsetti og kerru aftur í jeppann og ekið af stað.“ Hún er því ekki á leiðinni um Gæsavatnaleið inn að Öskju í sumar. Hún segir að það geti ver- ið erfitt að koma svona græjum í smærri bíla, bæði golfsettinu og hljóðfærunum. „Ég er til dæmis á leiðinni norður til Akureyrar að spila núna um helgina. Ég sting bara græjunum í bílinn og legg af stað,“ segir Sigga Beinteins. sigtryggur@dv.is „Ég hef prófað að aka honum í bullandi hálku á ónegldum dekkjum og hann hreyfðist ekki. Ég vil samt frekar hafa meira öryggi en minna.“ ÉG ER GUNGA Í HÁLKUNNI Sigga Beinteins hefur átt nokkra jeppa í gegn um tíðina. Hún er engin fjalla- kona, en sækist eftir örygginu og pláss- inu í stærri bílum. Framhald á næstu síðu Á RanGe RoveR sigga Beinteins ferðast mikið um landið í vinnunni. Hún sækist eftir örygginu og plássinu sem hún fær í jeppanum. dv mynd Gúndi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.