Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 30
föstudagur 6. júlí 200730 Sport DV Margir á heiMavelli Níunda Formúlu 1 keppni tímabils- ins fer fram um helgina þegar keppt verður á Silverstone-brautinni í Bretlandi. Ferrari-ökumennirn- ir Kimi Räikkönen og Felipe Massa minntu hressilega á sig um síðustu helgi og eru farnir að narta í hælana á helstu keppinautum sínum hjá McLaren. Fyrst var keppt á Bretlandseyjum í Formúlu 1 árið 1950. Á árunum 1955 til 1986 var skipst á að keppa á Silver- stone, Aintree og Brands Hatch en frá árinu 1987 hefur eingöngu verið keppt á Silverstone. Flest lið í Formúlu 1 líta á sig á heimavelli í breska-kappakstrinum. Þetta kemur til vegna þess að flest lið eru með höfuðstöðvar í Bret- landi. Fyrir vikið hefur Silverstone- kappaksturinn sérstaka þýðingu fyrir marga ökumenn. „Silverstone er frá- bær vettvangur fyrir kappakstur. Ég hef alltaf haft gaman af því að keppa hérna. Við tókum mjög góða æf- ingu hér fyrir tveimur vikum síðan. Ef við náum að nýta alla okkar kosti á brautinni, þá held ég að Ferrari verði jafnvel enn líklegra til sigurs en á Magny-Cours (í síðustu keppni),“ sagði Finninn Kimi Räikkönen, sig- urvegari síðustu helgar. McLaren-Mercedes er breskt bílafyrirtæki og því hefur kappakst- ur helgarinnar sérstaka þýðingu fyr- ir liðið. Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, sagði að Silverstone-kapp- aksturinn sé stærsta keppni tíma- bilsins fyrir sig persónulega. „Án nokkurs vafa er breski-kapp- aksturinn sá stærsti á þessu ári fyr- ir mig, því þetta er jómfrúar-keppni mín á heimavelli. Þetta verður enn ein ný upplifun fyrir mig. Ég býst við að andrúmsloftið muni verða ótrú- legt og ég get ekki beðið eftir því að keppa fyrir framan mína heima- stuðningsmenn. Að vinna þessa keppni væri stór- kostlegt en við verðum að vera raun- sæir í okkar væntingum. Þetta er bara ein af sautján keppnum og líkt og í öðrum keppnum þá mun ég gera mitt besta til að vinna fyrir mína stuðningsmenn. Það mikilvægasta fyrir þá er að hafa gaman af helg- inni, sama hver úrslitin verða,“ sagði Hamilton. Fernando Alonso er aðeins einn af þremur núverandi keppendum í Formúlu 1 sem hefur unnið kapp- akstur á Silverstone. Hinir tveir eru Rubens Barrichello og David Coult- hard. „Sigur minn á síðasta ári var mjög sérstakur. Það var mikil barátta og erfiði en sú er alltaf raunin á Silver- stone. Það er alltaf gaman að keppa hérna því það eru nokkrar athyglis- verðar beygjur,“ sagði Alonso. © GRAPHIC NEWS Breski-kappaksturinn Silverstone Mikilvægar beygjur Gír / km/hraði Tímatökusvæði Rásmark Becketts Stowe Club Vale Abbey Maggots Copse 1. beygja 10. beygja 17. beygja Chapel Priory Bridge Lueld Farm 6 285 4 185 4 210 6 305 2 80 4 180 5 276 4 200 6 285 2 117 3 155 5 245 3 160 6 290 5 265 0 100 0 1 2 3 9. umferð: 8. júlí Lengd brautar: 5,141 km Fyrirkomulag: 60 hringir – 308,355 km Viðmiðunartími á hring: 1:18,2 © GRAPHIC NEWS Staðan í heimsmeistarakeppni Formúlu 1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 = 14 = 16 17 Keppni bílasmiða Lewis Hamilton Fernando Alonso Felipe Massa Kimi Raikkonen Nick Heidfeld Robert Kubica Giancarlo Fisichella Heikki Kovalainen Alexander Wurz Jarno Trulli Nico Rosberg David Coulthard Takuma Sato Mark Webber Ralf Schumacher Jenson Button Sebastian Vettel McLaren McLaren Ferrari Ferrari BMW Sauber BMW Sauber Renault Renault Williams Toyota Williams Red Bull Super Aguri Red Bull Toyota Honda BMW Sauber 64 50 47 42 30 17 16 12 8 7 5 4 4 2 2 1 1 Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 McLaren-Mercedes Ferrari BMW Sauber Renault Williams-Toyota Toyota Red Bull-Renault Super Aguri-Honda Honda Toro Rosso-Ferrari Spyker-Ferrari 114 89 48 28 13 9 6 4 1 0 0 Straðan fyrir breska-kappasksturinn - allir aðrir ökumenn eru með núll stig. Silverstone-kappaksturinn í Formúlu 1 fer fram um helgina. Um er að ræða níundu keppni tímabilsins af sautján og baráttan um heimsmeistaratitilinn er farin að harðna allverulega. dagur sveinn dagbjartsson blaðamaður skrifar: dagur@dv.is tíu ástæður fyrir árangri Hamilton david Coulthard, ökumaður red Bull, lét nýlega hafa eftir sér leyndarmálið á bak við velgengi lewis Hamilton, sem er efstur í keppni ökumanna þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta tímabili í formúlu 1. 1. sjálfstraust „stór hluti góðs árangurs íþróttamanns kemur til út af sjálfstrausti. Ef þú nærð ekki saman með þínu liði eða framkvæmdastjóra þínum, þá getur þú glatað sjálfstraustinu. lewis er fullur af sjálfstrausti, hefur hæfileika í massavís og er að standa sig vel.“ 2. Hann er nýliði „reynsla hans, eða réttara sagt skortur á reynslu, gerir árangur hans hingað til merkilegan. En ég minni á að þrátt fyrir að lewis sé góður ökumaður þá býr hann ekki yfir ofur-kröftum. Hann er mennskur rétt eins og við hin.“ 3. engin pressa „Á mínu fyrsta ári í formúlu 1 náði ég fimm sinnum á ráspól í röð og fannst ekki mikið til þess koma. Ég var að keyra hratt og vinna mína vinnu. Þegar ég lít til baka þá var þetta frábær árangur en á þeim tíma fannst mér þetta eðlilegt. Það sama er að gerast hjá lewis, hann er ekki að spá í hversu frábært það er að hann er á verðlaunapalli eftir hverja keppni. Hann er að hugsa: „Ég á skilið að vera hér.“ Það er engin pressa þegar þú ert nýliði af því að væntingarnar eru ekki miklar. fernando alonso er sá sem er undir pressu. Eftir nokkur ár, þegar lewis er ekki stærsta nafnið, verða hlutirnir kannski öðruvísi.“ 4. stíllinn „Hvað varðar stílinn, þá er hann blanda af senna og alain Prost. Hann er með áræðnina hans senna og stöðugleika Prosts, þannig að framtíðin er björt hjá honum.“ 5. að Höndla frægðina „Munurinn á að geta labbað eftir götu án þess að nokkur þekki mann og að vera maður augnabliksins og vera á milli tannanna á fólki er mikill. Það er eitthvað sem allir þekktir íþróttamenn hafa gengið í gegnum og eitthvað sem lewis á eftir að takast á við. En eins og útlitið er núna þá ætti hann að geta höndlað frægðina mjög vel.“ 6. enn að læra „Hann verður klárlega betri ökumaður á næsta ári. Og á næstu árum mun hann þroskast sem manneskja utan brautar og fyrir vikið verða betri ökumaður.“ 7. frábær byrjun „Ég segi að hann þarf aðeins að halda áfram að gera það sem hann hefur verið að gera hingað til, af því að það virkar. Og með tíu stiga forskot er hann á góðri leið með að vinna heimsmeistaratitilinn. Á góðri leið.“ 8. samkeppnin við alonso „í öllum íþróttum gerir góð samkeppni hlutina betri. að vinna auðvelt er ekki mjög krefjandi og ekki mjög fullnægjandi. Ég ímynda mér að samkeppni lewis og alonso sé krefjandi, fullnægjandi og því góð fyrir lewis.“ 9. mclaren „Það sem gerir árangur lewis svona frábæran er að hann hefur enga fyrri reynslu í formúlu 1. Það eru ekki eingöngu frábærir hæfileikar hans sem hafa skilað þessum árangri, heldur einnig sú staðreynd að hann hefur verið hjá Mclaren í níu ár. Það er langur tími hjá einu liði og að vera hjá liði svona lengi styrkir böndin og vináttan verður meiri.“ 10. ekki of ungur „jenson Button byrjaði þegar hann var 19 ára gamall. alonso byrjaði þegar hann var 19. lewis er 22. Þannig að hann er ekki yngsta ungstirnið sem kemur inn í formúlu 1. saga hans með Mclaren mun hjálpa honum á þessu tímabili og mun koma honum vel í framtíðinni.“ á heimavelli lewis Hamilton keppir í fyrsta sinn í Bretlandi í formúlu 1 um helgina þegar keppt verður á silver- stone-brautinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.