Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 36
föstudagur 6. júlí 200736 Sport DV PÓKERSAMBAND ÍSLANDS STOFNAÐ P ókerspilun er í mik- illi sókn í landinu. Nú hafa nokkrir áhugamenn um póker komið sam- an og stofnað Pó- kersamband Ís- lands. Markmið félagsskaparins er að stuðla að út- breiðslu spilsins á Íslandi og auka þekkingu fólks á spilinu. Á fundinum voru samþykktar reglur sem ákvarða það hvernig pó- ker skuli vera spilaður. Þar verður valinn mótanefnd og keppnisnefnd og til sambandsins er meðal ann- ars hægt að beina deilumálum sem kunna að koma upp á milli félags- manna. Mótapóker er ekki fjárhættuspil Georg Haraldsson er með- al stofnenda sambandsins „Við erum ekki að stuðla að útbreiðslu pókers sem fjárhættuspils. Þetta er mótapóker sem er ólíkur hefð- bundnum póker að því leyti að í venjulegum póker er spilað með spilapeninga sem allir hafa gildi einhverra peningaupphæðar. Ef þú tapar getur þú tekið áhættu og ráðið því hve miklum upphæðum þú ert tilbúinn spila með. Í mótapóker er það hins vegar þannig að þú borg- ar ákveðna upphæð í aðgöngugjald. Spilapeningarnir þjóna engum öðr- um tilgangi en að telja stigin sem þú ert með. Í upphafi hvers móts eru ákveðin verðlaunasæti sem geta verið í formi peninga eða með öðrum verðlaunum. Yfirleitt hefur það verið þannig á Íslandi að að- gangseyrin rennur óskiptur í verð- launafé. Til sambanburðar heldur Bridgesambandið alltaf stórt mót árlega Á síðasta ári tók fullt af fólki þátt og borgaði aðgangseyrir. Þar nam aðgangseyrin 1,9 milljónum en einungis 800 þúsund voru not- uð til þess að veita verðlaun. Þá er einhver að taka hluta fésins í eigin vasa. Við gætum gert þetta líka, en til þess að efla leikinn þá höfum við látið allt óskipt renna til sigurvegar- anna“, segir Georg. Pókersprengja Vinsældir póker eru miklar hér á landi og hægt að tala um sprengju í iðkendatölu þeirra sem hann spila. „Ástæðan fyrir þessum skyndilegu vinsældum er sú að nýlega kom fram nýtt afbriðgði af póker sem heitir Texas hold‘em. Það er skemmtilegra afbrigði heldur en eldri útgáfurnar enda er auðvelt að keppa í þeim. Eins hefur það haft mikil áhrif að hann er gott sjónvarpsefni þar sem hægt er að sjá hver er með hvaða hönd og áhorfendur vita alltaf hvaða spil leik- menn við borðið eru með. Einnig hafði myndin Rounders með Matt Damon talinn hafa mik- il áhrif á vinsældir pókersins eft- ir að hún kom út árið 1998,“ segir Georg. Stór hluti af útbreiðslu pókers má rekja til spilunar á netinu. „Ef hinn almenni borgari ætlar að læra póker þá mæli ég ekki með því að menn læri af netinu. Það getur haft slæmar afleiðingar fyrir fjárhaginn. Best er náttúrlega að spila með fé- lögunum og þar sem litlar fjárhæð- ir eru undir,“ segir Georg. Pókermót stöðvað ólöglega Í upphafi júnímánaðar var hald- ið stórt pókermót hér á landi þar sem hægt var að borga aðgangseyri til þess að fá að spila. Fjöldi manns mætti til leiks, en lögreglan stöðvaði mótið með valdi áður en yfir lauk. „Ég er búinn að tala við fjöldann all- an af lögfræðingum og ég hef ekki heyrt í neinum sem segir að þetta hafi verið ólöglegt mót. Þeir stöðv- uðu þetta vegna þess að þeir töldu að um ólöglega spilastarfsemi væri að ræða en það er eiginlega vegna þess að enginn veit hvort að þetta er ólöglegt eða ekki. Málið er það að mótapóker er ólíkur venjulegum póker. Það vita hins vegar ekki allir,“ segir Georg að lokum. Íslendingar að spila erlendis Á sjónvarpsstöðinni Sýn var ný- lega sýnt frá móti sem ber nafnið World cup of poker. Á því var keppt á milli landa og pókerspilarar með hæstu stigin frá hverju landi á vefn- um pokerstars tók þátt. Íslendingar hafa einnig verið að taka þátt í European poker tour með ágætum árangri. Halldór Már Sverr- ison náði til að mynda fertugasta og fimmta sæti af þúsundum kepp- enda. Póker nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi. Áhöld eru um hvort hann sé leyfilegur hér landi. Forsvarsmenn hins nýstofnaða Pókersambands Íslands segja póker ekki vera öðruvísi en önnur spil þar sem verðlaun eru í boði. Ha ha ha! Ég er ríkur. Georg Haraldsson Einn stofnenda Pókersambands íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.