Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 37
DV Helgarblað Jökulárnar eru hættulegastar Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður segir að það sama gildi um jeppa- mennsku og eldamennsku, það sé undirbúningurinn sem skilji milli feigs og ófeigs. „Oft þarf ekki nema sólskin og blíðu til þess að jökulárn- ar belgist út og þá verður maður að gera ráð fyrir því að vera innilokaður fram á næsta morgun. Oft er það þannig í dag að í jepp- um á 35 tommu dekkjum er ekk- ert varadekk til staðar. Þá þarf fólk að hafa lært að nota sérstaka tappa til þess að gera við dekkin ef að það springur,“ segir Úlfar. Hann segir að hættulegast sé þegar fólk anar óund- irbúið af stað í hálendisferðalög. „Það er þá sem hlutirnir geta farið úrskeiðis,“ segir hann. Lengi í rallinu Úlfar keppti um árabil í ralli á Cherokee-jeppa. Hann segir að rall- ið hafi dugað sér og hann hafi ekki stundað jeppasportið mikið í öðr- um frístundum. „Þarna fékk maður landið alveg beint í æð. Við vorum að keyra Kaldadal og Ufsahryggi. Svo fórum við Mælifellsdalinn í Skaga- firði,“ segir Úlfar. Hann talar einnig um leiðina um Þverárfjall. „Við erum ennþá með tárin í augunum eftir að þessi leið var malbikuð. Þaðan á ég margar góðar minningar. Nú er þetta orðið að hraðbraut.“ Hann vill ekki gangast við því að vera hættur í rallinu. „Segir maður einhvern tímann að maður sé hætt- ur? Ég segi bara að ég sé að hvíla mig því ég er bráðungur ennþá. Undanfarin þrjú ár hef ég lítið kom- ist í þetta. Það hefur verið of mikil vinna hjá mér yfir sumartímann. Ég hef þessvegna ekki getað hent mér í þetta eins og ég hefði viljað.“ Fjölskyldan með Rallbakterían í Úlfari hefur smit- að fleiri í fjölskyldunni. „Dóttir mín keppti í ralli yfir Kjöl, norður til Akur- eyrar. Ég var að keppa í sama ralli, og hún var á undan mér með rásnúm- er. Ég kom svo að henni þar sem hún hafði fest bílinn á steini og ég náði að dúndra aftan á hana og náði henni þannig niður af grjótinu,“ segir Úlfar. „Sonur minn keppti líka og nú er sonarsonurinn kominn af stað í þessu. Hann er búinn að keppa í þremur röllum. Það þarf nú ekkert að ýta við krökkunum þegar þau um- gangast þetta frá blautu barnsbeini.“ Heimavinnan er mikilvæg Úlfari er undirbúningur fyrir ferðirnar greinilega ofarlega í huga. „Maður þarf að vita hvort það er fjar- skiptasamband á þeim slóðum sem farið er á, og gera þá einhverjar aðr- ar ráðstafanir ef svo er ekki. Til dæm- is að vera búinn að gera ferðaáætl- un sem einhver veit um. Það getur bjargað miklu.“ Hann segir að þegar ferðast er á jeppa á fáförnum hálend- isvegum þá sé mikill heimalærdóm- ur sem fólk megi ekki svíkja sjálft sig um að læra. „Þegar ég var í rallinu þá fór ég reyndar lítið sem ekkert á fjöll á milli þess sem ég keppti. Ég reyndi að ein- beita mér að einhverju allt öðru. Á veturna spilaði ég bridds og í frítím- anum á sumrin fór ég í sjóstanga- veiðina.“ Margar gÓÐar MInnIngar Úlfar Eysteinsson segir undirbúning fyrir fjallaferðir skipta öllu máli. Fólk þurfi að ráða við sprungin jeppadekk og fleiri vandamál. MatrEiðsLuMaðurinn Úlfar Eysteinsson segir að undirbúningurinn skipti öllu máli fyrir fjallaferðirnar. Ef fólk sinni honum ekki þá geti hlutir farið úrskeiðis. Ármúla 23 • Reykjavík Sími: 510 0000 Mi›ási 7 • Egilsstö›um Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 • Njar›vík Sími: 420 0000 Grundargötu 61 • Grundarfir›i Sími: 430 0000 - hrein fagmennska! HREINIR OG FÍNIR BÍLAR Xtreme BÍLASÁPA Framúrskarandi sápa fyrir bílinn. GLERÚÐI Frábær glerú›i sem má einnig nota á mælabor›. Tilbo›i› gildir til 15. ágúst e›a á me›an birg›ir endast. 20% afsláttur af toppgræjum í bílaþ vottinn FELGUBURSTI Sérstaklega hentugur til a› fjarlægja erfi›u óhreinindin af álfelgunum. MÆLABORÐSBURSTI Mjúkur bursti til a› fjarlægja ryk og óhreinindi af mælabor›um, tökkum, skífum og mi›stö›var- opum. fiennan fjölhæfa bursta má einnig nota á skrifstofunni e›a á heimilinu til fless a› hreinsa lyklabor› og a›ra fleti sem erfitt er a› fjarlægja ryk af. BÍLAÞVARA Til a› skafa bleytuna af bílnum eftir flvott. Mjúkt gúmmíi› fer vel me› málningu og glugga. fivöruna má festa á Vikan skaft sem er fáanlegt í ‡msum stær›um. BÍLAKÚSTUR Vikan bílakústur. Sveig› lögun tryggir stö›uga snertingu vi› hvern flöt á bílnum. Kústurinn er me› gúmmíbrún og öflugu og endurbættu vatnsflæ›i. Kústinn má festa á Vikan skaft sem er fáanlegt í ‡msum stær›um. E N N E M M /S ÍA /N M 28 42 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.