Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Side 41
Vladimir Ashkenazy, píanóleik-
ari og hljómsveitarstjóri, er sjötugur í
dag.
Starfsferill
Vladimir fæddist í Gorkí í Sovét-
ríkjunum (nú Nizhny Novgorod) en
flutti með fjölskyldu sinni til Moskvu
1943 þar sem hann skömmu síðar hóf
nám í píanóleik. Hann lærði fyrst við
Central School of Music og síðar við
Moscow Conservatorie.
Vladimir vakti fyrst verulega at-
hygli er hann vann önnur verðlaun
í Chopin-keppninni í Varsjá 1955
og síðan fyrstu verðlaun í tónlistar-
keppni Elísabetar drottningar í Brus-
sel 1956. Hann öðlaðist heimsfrægð
sem píanóleikari 1962 en þá vann
hann fyrstu verðlaun í annarri Tchaik-
ovsky-tónlistarkeppninni í Moskvu.
Næstu þrjááratugi kom Vladimir
fram í öllum virtustu tónleikahúsum
heimsins sem einleikari, með og án
hljómsveit og við flutning kammer-
verka.
Auk þess sem Vladimir hefur ver-
ið talin í hópi fremstu píanóleikara
um langt árabil, er hann jafnframt
einn virtasti hljómsveitarstjóri sam-
tímans. Hann steig sín fyrstu skerf
sem hljómsveitarstjóri með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands, var aðal-
hljómsveitarstjóri hennar um skeið,
var fyrsti gestastjórnandi Konung-
legu fílharmóníuhljómsveitarinnar
í London til 1987, listrænn stjórn-
andi sömu hljómsveitar 1987-94,
aðalhljómsveitarstjóri og listrænn
stjórnandi Þýsku sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í Berlín (áður Útvarps-
sinfóníuhljómsveitarinnar í Berlín)
1989-98, aðalstjórnandi Tékknesku
fílharmoníuhljómsveitarinnar 1998-
2003, aðalstjórnandi NHK sinfóníu-
hljómsveitarinnar frá 2004 og mun
taka við starfi aðalstjórnanda Sinfón-
íuhljómsveitarinnar í Sidney í Ástral-
íu 2009.
Vladimir hefur auk þess ver-
ið fyrsti gestastjórnandi Cleveland
hljómsveitarinnar og ýmissa þekkt-
ustu hljómsveita veraldar, s.s. Fíl-
harmóníuhljómsveitarinnar í Berlín,
Sinfóníuhljómsveitarinnar í Boston,
Fíilharmóníumsveitarinnar í Los
Angeles og Sinfóníuhljómsveitar-
innar í San Fransisco. Hann hefur
auk þess haft töluvert samstarf við
Fílharmóníuhljómsveitina í St. Pét-
ursborg og er heiðursstjórnandi Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands frá 2002.
Vladimir hefur verið í samnings-
bundnu samstarfi við hljómplötu-
fyrirtækið Decca í rúm fjörutíu ár en
fyrirtækið hefur hljóðritað og gef-
ið út gríðarlegan fjölda hljómplatna
og diska með flutningi hans á klass-
ískum verkum, s.s. flest helstu verka
sem hann hefur haft á efnisskrá sem
píanóeinleikari. Hljóðritaður flutn-
ingur hans á heildarkonsertum og
öðrum verkum eftir Mozart, Beet-
hoven, Chopin, Rachmaninov og
fleiri, hafa oft orðið að grundvallar-
viðmiðum alþjóðlegra lista yfir sí-
gilda tónlist á geisladiskum.
Helstu samstarfsaðilar Vladimirs
á sviði kammertónlistar hafa verið
Itzhak Perlman, Pinchas Zukerman
og Lynn Harell.
Vladimir var búsettur í Sovétríkj-
unum til 1963 er þau hjónin fengu
dvalarleyfi í Bretlandi. Þau fluttu síð-
an til Íslands þar sem þau áttu heima
á fyrri hluta áttunda áratugarins en
Vladimir í íslenskur ríkisborgari frá
1972. Á þeim árum vann Vladimir
mjög fyrir listahátíðir í Reykjavík
og fékk hingað fjölda heimsþekktra
listamanna, en hann er heiðursfé-
lagi Listahátíðar. Þau hjónin hafa
síðan lengst af verið búsett í Lugano
í Sviss.
Fjölskylda
Vladimir kvæntist 1962 Þórunni
Ashkenazy Jóhannsdóttur, f. 18.7.
1939, píanóleikara, húsmóður og
aðstoðarmanni eiginmanns síns.
Hún er dóttir Jóhanns Tryggva-
sonar, píanóleikara og tónlistar-
kennaraí Englandi, og k.h., Klöru
Tryggvason.
Börn Vladimirs Ashkenazy og
Þórunnar: Vladimir S. Ashkenazy,
f. 24.11. 1961; Nadia Ashkenazy, f.
11.10. 1963; Dimitri Þór Ashkenazy,
f. 8.10. 1969; Sonia Edda Ashkenazy,
f. 10.10. 1974; Alexandra Inga Ash-
kenazy, f. 31.1. 1979.
Foreldrar Vladimirs Ashkenazy:
David Ashkenazy,píanóleikari af
rússneskum gyðingaættum, og Ev-
stolia, f. Plotonova, húsmóðir, af
rússneskum ættum.
Starfsferill
Árni fæddist í Vestmannaeyjum
30.7. 1956. Hann lauk stúdentsprófi
frá MH 1977, kennaraprófi frá KHÍ
1981, meistaraprófi í stjórnun og
opinberri stjórnsýslu í Bandaríkj-
unum 1986 og hefur farið náms-
ferðir til Bandaríkjanna og Evrópu
í tengslum við fyrirtækjarekstur og
stjórnmál. Þá var hann aðstoðar-
maður við rannsóknir við Univer-
sity og Tennessee 1985-86.
Árni stundaði fiskvinnslu og sjó-
mennsku á námsárunum í Vest-
mannaeyjum, var stundakennari í
Vogaskólanum 1974-78, blaðamað-
ur á Vísi 1980-81, framkvæmdastjóri
fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík 1982-84, deildarstjóri
Fjárlaga- og hagsýslustofnunar
1986-88, borgarfulltrúi í Reykjavík
1986-98, framkvæmdastjóri Stjórn-
unarfélags Íslands 1989-99, borg-
arstjóri 1994 og leiðtogi sjálfstæð-
ismanna í borgarstjórn 1994-98,
framkvæmdastjóri Tæknivals 1999-
2001 og hefur verið bæjarstjóri
Reykjanesbæjar frá 2002.
Árni sat í stjórn Heimdall-
ar 1977-79, var formaður félags-
ins 1981-83, formaður SUS 1987-
89, var formaður Félagsmálaráðs
Reykjavíkurborgar 1986-90, sat í
atvinnumálanefnd Reykjavíkur
1986-98, í heilbrigðisráði 1986-90,
í húsnæðisnefnd 1990-94, var for-
maður stjórnar sjúkrastofnanna
1990-94, Skólamálaráðs 1991-94
og var borgarráðsmaður 1990-98.
Hann var formaður FÍB frá 1994, er
stjórnarformaður Hitaveitu Suður-
nesja og stjórnarformaður Keilis,
Atlantic Center of Exelence.
Árni var ristjóri tímaritsins
stjórnunar 1989-99, er höfund-
ur bókarinnar Uppeldi til árang-
urs, 1993 og hefur skrifað fjölda
greina um rekstur og stjórnmál. Þá
samdi hann lagið Ágústnótt, þjóð-
hátíðarlag Vestmannaeyja, 1978,
Heimaey, lag til styrktar uppbygg-
ingu Vestmannaeyja eftir eldgosið,
og Skattalagið, sem mótmæli gegn
óhóflegri skattheimtu.
Fjölskylda
Kona Árna er Bryndís Guð-
mundsdóttir, f. 25.3. 1959, tal-
meinafræðingur. Hún er dóttir
Guðmundar Egilssonar, fyrrv. safn-
varðar hjá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur, og k.h., Hervarar Guðjóns-
dóttur húsmóður.
Börn Árna og Bryndísar eru Al-
dís Kristín, f. 19.4. 1980, lögfræð-
ingur í London en unnusti hennar
er Ralph Firman kappakstursmað-
ur; Védís Hervör, f. 8.7. 1982, tón-
listarmaður, búsett í London og á
Íslandi en unnusti hennar er Þór-
hallur Bergmann lögfræðingur;
Guðmundur Egill, f. 18.12. 1988,
nemi í MR; Sigfús Jóhann, f. 15.8.
1990, nemi við afreksbraut Fjöl-
brautarskóla Suðurnesja.
Systkini Árna eru Þorsteinn Ingi,
f. 4.6. 1954, prófessor við HÍ og for-
stöðumaður Nýsköpunarmið-
stöðvar; Gylfi, f. 23.2. 1961, fram-
kvæmdastjóri hjá Eimskip USA;
Margrét, f. 19.7. 1963, innanhúss-
arkitekt; Þór, f. 2.11. 1964, hagfræð-
ingur og forstjóri Sjóvá; Sif, f. 16.11.
1967, mannauðsfræðingur, vara-
borgarfulltrúi og markaðsstjóri hjá
viðskipta- og hagfræðideild HÍ..
Foreldrar Árna: Sigfús Jörund-
ur Johnsen, f. 25.11. 1930, d. 2.11.
2006, félagsmálastjóri í Garðabæ,
og Kristín Sigríður Þorsteinsdóttir,
f. 27.5. 1930, húsmóðir.
Ætt
Meðal föðursystkina Árna er
Ingibjörg, móðir Árna Johnsens
alþingismanns. Sigfús er sonur
Árna Johnsens, útvegsb. í Suður-
garði í Vestmannaeyjum, bróður
Sigríðar, móður Gísla Ástþórsson-
ar blaðamanns. Árni var sonur Jó-
hanns Johnsens, kaupmanns og
útvegsb. í Vestmannaeyjum. Móð-
ir Jóhanns var Guðfinna Jónsdóttir
Austmanns, pr. í Vestmannaeyjum
Jónssonar. Móðir Jóns var Guðný
Jónsdóttir eldprests Steingríms-
sonar.
Móðir Sigfúsar var Margrét
Marta Jónsdóttir, b. í Suðurgarði
í Eyjum Guðmundssonar, hrepp-
stjóra á Voðmúlastöðum Guð-
mundssonar. Móðir Margrétar var
Ingibjörg Jónsdóttir, formanns í
Hallgeirsey Brandssonar, b. á Úlfs-
stöðum Eiríkssonar, b. í Ketilhús-
haga Loftssonar, hreppstjóra á
Víkingslæk, Bjarnasonar, ættföður
Víkingslækjarættar Halldórssonar,
forföður Davíðs Oddssonar seðla-
bankastjóra, Jóhönnu félagsmála-
ráðherra og Harðar Sigurgestsson-
ar, fyrrv forstjóra Eimskips.
Móðursystkini Árna: Víglundur,
læknir í Garðabæ; Stefán, kennari
í Hafnarfirði, og Inga Dóra, sjúkra-
liði í Reykjavík.
Kristín er dóttir Þorsteins,
skólastjóra og bæjarfulltrúa í Vest-
mannaeyjum, bróður Lilju, ömmu
Guðjóns Hjörleifssonar, bæjar-
stjóra í Eyjum. Þorsteinn var son-
ur Víglundar, b. á Krossi í Mjóafirði
Þorgrímssonar, b. á Staðarbakka
Víglundssonar. Móðir Þorsteins var
Jónína, dóttir Þorsteins, b. í Geirs-
hlíð Þorsteinssonar, bróður Sigríð-
ar, langömmu Ingibjargar, móður
Böðvars Guðmundssonar rithöf-
undar. Móðir Jónínu var Ingibjörg
Jónsdóttir.
Móðir Kristínar er Ingigerður
Jóhannsdóttir, b. á Krossi í Mjóa-
firði Marteinssonar, b. í Sandvíkur-
parti Magnússonar, b. í Sandvíkur-
parti Marteinssonar, b. í Skuggahlíð
Jónssonar. Móðir Ingigerðar var
Katrín, dóttir Gísla Eyjólfssonar í
Mjóafirði og Halldóru Eyjólfsdóttur
ljósmóður.
DV Ættfræði föstudagur 6. júlí 2007 41
MAÐUR VIKUNNAR
Árni Sigfússon
bæjarstjóri í Reykjanesbæ
Vladimir Ashkenazy
píanóleikari og hljómsveitarstjóri
Árni Sigfússon bæjarstjóri
í Reykjanesbæ hefur staðið
frammi fyrir flókinni og hraðri
atburðarrás í þessari viku
vegna sviptinga í sölu á hlut
ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja.
Afstöðu sína í þessu flókna
máli byggir hann m.a. á þeirri
skoðun, að nánast nauðsynlegt
sé fyrir sveitarfélagið að nýr
eignaraðili hafa svipaða fram-
tíðarsýn á rekstur fyrirtækis-
ins og Reykjanesbær. Hann vill
með öðrum orðum að Hita-
veita Suðurnesja verði áfram
Hitaveita Suðurnesja en ekki
skúffufyrirtæki í öðru sveitar-
félagi.
70 áRA á föstUdAg: