Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 41
Vladimir Ashkenazy, píanóleik- ari og hljómsveitarstjóri, er sjötugur í dag. Starfsferill Vladimir fæddist í Gorkí í Sovét- ríkjunum (nú Nizhny Novgorod) en flutti með fjölskyldu sinni til Moskvu 1943 þar sem hann skömmu síðar hóf nám í píanóleik. Hann lærði fyrst við Central School of Music og síðar við Moscow Conservatorie. Vladimir vakti fyrst verulega at- hygli er hann vann önnur verðlaun í Chopin-keppninni í Varsjá 1955 og síðan fyrstu verðlaun í tónlistar- keppni Elísabetar drottningar í Brus- sel 1956. Hann öðlaðist heimsfrægð sem píanóleikari 1962 en þá vann hann fyrstu verðlaun í annarri Tchaik- ovsky-tónlistarkeppninni í Moskvu. Næstu þrjááratugi kom Vladimir fram í öllum virtustu tónleikahúsum heimsins sem einleikari, með og án hljómsveit og við flutning kammer- verka. Auk þess sem Vladimir hefur ver- ið talin í hópi fremstu píanóleikara um langt árabil, er hann jafnframt einn virtasti hljómsveitarstjóri sam- tímans. Hann steig sín fyrstu skerf sem hljómsveitarstjóri með Sin- fóníuhljómsveit Íslands, var aðal- hljómsveitarstjóri hennar um skeið, var fyrsti gestastjórnandi Konung- legu fílharmóníuhljómsveitarinnar í London til 1987, listrænn stjórn- andi sömu hljómsveitar 1987-94, aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Þýsku sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Berlín (áður Útvarps- sinfóníuhljómsveitarinnar í Berlín) 1989-98, aðalstjórnandi Tékknesku fílharmoníuhljómsveitarinnar 1998- 2003, aðalstjórnandi NHK sinfóníu- hljómsveitarinnar frá 2004 og mun taka við starfi aðalstjórnanda Sinfón- íuhljómsveitarinnar í Sidney í Ástral- íu 2009. Vladimir hefur auk þess ver- ið fyrsti gestastjórnandi Cleveland hljómsveitarinnar og ýmissa þekkt- ustu hljómsveita veraldar, s.s. Fíl- harmóníuhljómsveitarinnar í Berlín, Sinfóníuhljómsveitarinnar í Boston, Fíilharmóníumsveitarinnar í Los Angeles og Sinfóníuhljómsveitar- innar í San Fransisco. Hann hefur auk þess haft töluvert samstarf við Fílharmóníuhljómsveitina í St. Pét- ursborg og er heiðursstjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar Íslands frá 2002. Vladimir hefur verið í samnings- bundnu samstarfi við hljómplötu- fyrirtækið Decca í rúm fjörutíu ár en fyrirtækið hefur hljóðritað og gef- ið út gríðarlegan fjölda hljómplatna og diska með flutningi hans á klass- ískum verkum, s.s. flest helstu verka sem hann hefur haft á efnisskrá sem píanóeinleikari. Hljóðritaður flutn- ingur hans á heildarkonsertum og öðrum verkum eftir Mozart, Beet- hoven, Chopin, Rachmaninov og fleiri, hafa oft orðið að grundvallar- viðmiðum alþjóðlegra lista yfir sí- gilda tónlist á geisladiskum. Helstu samstarfsaðilar Vladimirs á sviði kammertónlistar hafa verið Itzhak Perlman, Pinchas Zukerman og Lynn Harell. Vladimir var búsettur í Sovétríkj- unum til 1963 er þau hjónin fengu dvalarleyfi í Bretlandi. Þau fluttu síð- an til Íslands þar sem þau áttu heima á fyrri hluta áttunda áratugarins en Vladimir í íslenskur ríkisborgari frá 1972. Á þeim árum vann Vladimir mjög fyrir listahátíðir í Reykjavík og fékk hingað fjölda heimsþekktra listamanna, en hann er heiðursfé- lagi Listahátíðar. Þau hjónin hafa síðan lengst af verið búsett í Lugano í Sviss. Fjölskylda Vladimir kvæntist 1962 Þórunni Ashkenazy Jóhannsdóttur, f. 18.7. 1939, píanóleikara, húsmóður og aðstoðarmanni eiginmanns síns. Hún er dóttir Jóhanns Tryggva- sonar, píanóleikara og tónlistar- kennaraí Englandi, og k.h., Klöru Tryggvason. Börn Vladimirs Ashkenazy og Þórunnar: Vladimir S. Ashkenazy, f. 24.11. 1961; Nadia Ashkenazy, f. 11.10. 1963; Dimitri Þór Ashkenazy, f. 8.10. 1969; Sonia Edda Ashkenazy, f. 10.10. 1974; Alexandra Inga Ash- kenazy, f. 31.1. 1979. Foreldrar Vladimirs Ashkenazy: David Ashkenazy,píanóleikari af rússneskum gyðingaættum, og Ev- stolia, f. Plotonova, húsmóðir, af rússneskum ættum. Starfsferill Árni fæddist í Vestmannaeyjum 30.7. 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1977, kennaraprófi frá KHÍ 1981, meistaraprófi í stjórnun og opinberri stjórnsýslu í Bandaríkj- unum 1986 og hefur farið náms- ferðir til Bandaríkjanna og Evrópu í tengslum við fyrirtækjarekstur og stjórnmál. Þá var hann aðstoðar- maður við rannsóknir við Univer- sity og Tennessee 1985-86. Árni stundaði fiskvinnslu og sjó- mennsku á námsárunum í Vest- mannaeyjum, var stundakennari í Vogaskólanum 1974-78, blaðamað- ur á Vísi 1980-81, framkvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1982-84, deildarstjóri Fjárlaga- og hagsýslustofnunar 1986-88, borgarfulltrúi í Reykjavík 1986-98, framkvæmdastjóri Stjórn- unarfélags Íslands 1989-99, borg- arstjóri 1994 og leiðtogi sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn 1994-98, framkvæmdastjóri Tæknivals 1999- 2001 og hefur verið bæjarstjóri Reykjanesbæjar frá 2002. Árni sat í stjórn Heimdall- ar 1977-79, var formaður félags- ins 1981-83, formaður SUS 1987- 89, var formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar 1986-90, sat í atvinnumálanefnd Reykjavíkur 1986-98, í heilbrigðisráði 1986-90, í húsnæðisnefnd 1990-94, var for- maður stjórnar sjúkrastofnanna 1990-94, Skólamálaráðs 1991-94 og var borgarráðsmaður 1990-98. Hann var formaður FÍB frá 1994, er stjórnarformaður Hitaveitu Suður- nesja og stjórnarformaður Keilis, Atlantic Center of Exelence. Árni var ristjóri tímaritsins stjórnunar 1989-99, er höfund- ur bókarinnar Uppeldi til árang- urs, 1993 og hefur skrifað fjölda greina um rekstur og stjórnmál. Þá samdi hann lagið Ágústnótt, þjóð- hátíðarlag Vestmannaeyja, 1978, Heimaey, lag til styrktar uppbygg- ingu Vestmannaeyja eftir eldgosið, og Skattalagið, sem mótmæli gegn óhóflegri skattheimtu. Fjölskylda Kona Árna er Bryndís Guð- mundsdóttir, f. 25.3. 1959, tal- meinafræðingur. Hún er dóttir Guðmundar Egilssonar, fyrrv. safn- varðar hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur, og k.h., Hervarar Guðjóns- dóttur húsmóður. Börn Árna og Bryndísar eru Al- dís Kristín, f. 19.4. 1980, lögfræð- ingur í London en unnusti hennar er Ralph Firman kappakstursmað- ur; Védís Hervör, f. 8.7. 1982, tón- listarmaður, búsett í London og á Íslandi en unnusti hennar er Þór- hallur Bergmann lögfræðingur; Guðmundur Egill, f. 18.12. 1988, nemi í MR; Sigfús Jóhann, f. 15.8. 1990, nemi við afreksbraut Fjöl- brautarskóla Suðurnesja. Systkini Árna eru Þorsteinn Ingi, f. 4.6. 1954, prófessor við HÍ og for- stöðumaður Nýsköpunarmið- stöðvar; Gylfi, f. 23.2. 1961, fram- kvæmdastjóri hjá Eimskip USA; Margrét, f. 19.7. 1963, innanhúss- arkitekt; Þór, f. 2.11. 1964, hagfræð- ingur og forstjóri Sjóvá; Sif, f. 16.11. 1967, mannauðsfræðingur, vara- borgarfulltrúi og markaðsstjóri hjá viðskipta- og hagfræðideild HÍ.. Foreldrar Árna: Sigfús Jörund- ur Johnsen, f. 25.11. 1930, d. 2.11. 2006, félagsmálastjóri í Garðabæ, og Kristín Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 27.5. 1930, húsmóðir. Ætt Meðal föðursystkina Árna er Ingibjörg, móðir Árna Johnsens alþingismanns. Sigfús er sonur Árna Johnsens, útvegsb. í Suður- garði í Vestmannaeyjum, bróður Sigríðar, móður Gísla Ástþórsson- ar blaðamanns. Árni var sonur Jó- hanns Johnsens, kaupmanns og útvegsb. í Vestmannaeyjum. Móð- ir Jóhanns var Guðfinna Jónsdóttir Austmanns, pr. í Vestmannaeyjum Jónssonar. Móðir Jóns var Guðný Jónsdóttir eldprests Steingríms- sonar. Móðir Sigfúsar var Margrét Marta Jónsdóttir, b. í Suðurgarði í Eyjum Guðmundssonar, hrepp- stjóra á Voðmúlastöðum Guð- mundssonar. Móðir Margrétar var Ingibjörg Jónsdóttir, formanns í Hallgeirsey Brandssonar, b. á Úlfs- stöðum Eiríkssonar, b. í Ketilhús- haga Loftssonar, hreppstjóra á Víkingslæk, Bjarnasonar, ættföður Víkingslækjarættar Halldórssonar, forföður Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra, Jóhönnu félagsmála- ráðherra og Harðar Sigurgestsson- ar, fyrrv forstjóra Eimskips. Móðursystkini Árna: Víglundur, læknir í Garðabæ; Stefán, kennari í Hafnarfirði, og Inga Dóra, sjúkra- liði í Reykjavík. Kristín er dóttir Þorsteins, skólastjóra og bæjarfulltrúa í Vest- mannaeyjum, bróður Lilju, ömmu Guðjóns Hjörleifssonar, bæjar- stjóra í Eyjum. Þorsteinn var son- ur Víglundar, b. á Krossi í Mjóafirði Þorgrímssonar, b. á Staðarbakka Víglundssonar. Móðir Þorsteins var Jónína, dóttir Þorsteins, b. í Geirs- hlíð Þorsteinssonar, bróður Sigríð- ar, langömmu Ingibjargar, móður Böðvars Guðmundssonar rithöf- undar. Móðir Jónínu var Ingibjörg Jónsdóttir. Móðir Kristínar er Ingigerður Jóhannsdóttir, b. á Krossi í Mjóa- firði Marteinssonar, b. í Sandvíkur- parti Magnússonar, b. í Sandvíkur- parti Marteinssonar, b. í Skuggahlíð Jónssonar. Móðir Ingigerðar var Katrín, dóttir Gísla Eyjólfssonar í Mjóafirði og Halldóru Eyjólfsdóttur ljósmóður. DV Ættfræði föstudagur 6. júlí 2007 41 MAÐUR VIKUNNAR Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ Vladimir Ashkenazy píanóleikari og hljómsveitarstjóri Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ hefur staðið frammi fyrir flókinni og hraðri atburðarrás í þessari viku vegna sviptinga í sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Afstöðu sína í þessu flókna máli byggir hann m.a. á þeirri skoðun, að nánast nauðsynlegt sé fyrir sveitarfélagið að nýr eignaraðili hafa svipaða fram- tíðarsýn á rekstur fyrirtækis- ins og Reykjanesbær. Hann vill með öðrum orðum að Hita- veita Suðurnesja verði áfram Hitaveita Suðurnesja en ekki skúffufyrirtæki í öðru sveitar- félagi. 70 áRA á föstUdAg:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.