Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 47
DV Helgarblað fÖStudagur 6. JÚLÍ 2007 47 Sakamál Miðaldra, karlkyns lýtalæknir í Malmö í Svíþjóð er ákærður fyrir að hafa nauðg- að sjúklingi sínum á meðan hún var und- ir áhrifum deyfilyfja. Sjúklingurinn sem er ung kona átti að leggjast undir hnífinn hjá lækninum í byrjun maí. Þegar hún mætti í undirbúningstíma daginn fyrir aðgerðina gaf læknirinn henni hins vegar svefnlyf og nauðgaði henni svo. Nauðgunin mun hafa farið fram í aðgerðaherbergi þar sem eng- ar myndavélar eru og ekkert starfsfólk varð vart við athæfið. Haft er eftir lögmanni kon- unnar í frétt Sænska dagblaðsins að skjól- stæðingur hennar hafi verið með með- vitund á meðan nauðguninni stóð yfir en vegna mikils magns af deyfilyfjum gat hún enga vörn sér veitt. Samkvæmt frétt blaðs- ins bendir margt til sektar læknsins en hann var handtekinn á föstudag. Lög- maður hans hefur neitað að tjá sig um málið við sænska fjölmiðla. Átti að laga bikinilínuna Samkvæmt frétt staðarblaðs í Malmö ætlaði konan að láta laga bik- inilínu í nára sem er minniháttar að- gerð og ekki er vaninn að deyfa sjúk- linga fyrir þess háttar fegrunaraðgerð líkt og læknirinn gerði. Reyndar eru það svæfingalæknar sem sjá um allar deyfingar á læknastofunni sem mað- urinn vinnur á. Hann hefur því einn- ig verið ákærður fyrir vanrækslu í starfi af vinnuveitenda sínum. Dóms er að vænta í nauðgunarmálinu um miðjan mánuðinn. Sænskur lýtalæknir misnotaði sér aðstæður: Svæfði sjúkling og nauðgaði Það tók dómara innan við tvo tíma að ákveða refsingu Frank Hammeleff þegar hann var dæmdur fyrir morð á eiginkonum sínum. Lífstíðarfangelsi var talið viðunandi refsing þrátt fyrir fá sönnunargögn og enga játningu. Hinn þrjátíu og þriggja ára Ham- meleff var furðu lostinn þegar lög- regla í Haderslev í Danmörku hand- tók hann í byrjun maí árið 1978 grunaðan um morðið á seinni eig- inkonu sinni. Frank reyndi að spila sjálfan sig sem fórnarlamb í málinu enda hafði hann misst eiginkonu sína hálfum mánuði áður. Lögreglan trúði hins vegar ekki frásögnum hans af málsatvikum. Barn Frank og konu hans var tveggja ára þegar móðir þess dó. Kom að konunni hangandi Frank hélt því fram að hann hefði farið einn að sofa nóttina sem kona hans dó. Um ellefuleytið sagð- ist hann hafa ákveðið að fara upp í rúm en kona hans ætlaði að sitja lengur í stofunni. Stuttu síðar vakn- aði hann við kröftugan grát sonar síns. Honum fannst ekki óeðlilegt að móðir barnsins væri hvergi ná- lægt enda hafi hann verið viss um að hún væri ennþá á neðri hæð- inni. Hann sagðist hafa tekið dreng- inn upp og þá séð að það var ennþá kveikt ljós í eldhúsinu. Hann gekk því niður með barnið grátandi til að slökkva ljósið. Rétt áður en hann kom að ljósrofanum segist hann hafa séð konu sína hangandi í reipi í geymslu inn af eldhúsinu. Honum brá mjög og varð ringlaður að eig- in sögn og vissi ekki hvað hann ætti að gera. Hljóp hann því upp með drenginn, sem þá var sofnaður og því næst niður aftur til að huga að konu sinni. Hún var þá dáin. Þessa frásögn hélt Frank sig við fyrstu tvo mánuðina sem lögregla yfirheyrði hann. Skyndilega breytti hann vitn- isburði sínum og hélt því nú fram að konan hefði setið ofan á frystikistu með snöruna um hálsinn en ekki hangið í reipi sem bundið var í loft- bita í geymslunni. Þetta varð til þess að lögreglan fann sig knúna til að haga rannsókn sinni á annan veg og með það í huga að hugsanlega hefði konan verið myrt. Mörgum spurningum ósvarað Lögreglu hafði áður en Frank breytti frásögn sinni fundist ýmis- legt dularfullt við málsatvik. Til að mynda fundust marblettir á kon- unni og sár sem alla jafna finn- ast ekki á líkum þeirra sem framið hafa sjálfsmorð. Einnig fannst þeim furðu sæta á Frank hafði getað skor- ið á snærið og tekið konu sína nið- ur á þann hátt sem hann sagðist hafa gert. Til þess hefði hann nefni- lega þurft að vera mjög sterkur sem hann leit ekki út fyrir að vera. Dómari spurði Frank afhverju það hefði tekið hann heila tvo mán- uði að muna hvernig hann kom að líki konu sinnar. Skýringin sem hann gaf var slæmt samstarf við yfirlögregluþjóninn sem fór með rannsóknina. Annað morð Þegar fjölskylda eiginkonunnar heyrði frásögnina um frystikistuna leitaði hún til lögreglu þar sem þau vissu að fyrri eiginkona Frank átti að hafa dáið við svipaðar aðstæður. Sú var nítján ára gömul þegar hún lést tólf árum fyrr. Reyndar upp á sama dag og þau höfðu ætlað að slíta sam- vistum og ný kærasta Frank ætlaði að flytja inn í hús þeirra. Í kjölfar vitnisburðar fjölskyld- unnar var sérstakri rannsóknar- deild lögreglunnar falið að fara yfir sönnunargögn í máli fyrri eigin- konunnar og bera saman við mál þeirrar seinni. Eftir að hafa skoðað myndir af atvikunum var rannsókn- arfólkið sannfært um að konurn- ar tvær hefðu ekki framið sjálfs- morð. Ástæðan var meðal annars sú að báðar höfðu þær blóðhleypt augu, andlit, munn og tungu en þess háttar sár finnast ekki hjá fólki sem fremur sjálfsmorð. Frank var því dæmdur í lífstíðarfangelsi og er einn af fáum Dönum sem fengið hafa svo harðan dóm. Frank neitaði alltaf sök en hann er nú látinn. Á hjólastól á hraðbraut Bílstjórum á hraðbraut- inni við Rogaland í Noregi brá heldur betur í brún þegar þeir keyrðu framhjá gömlum manni í rafknúnum hjólastól á sunnu- dag. Bárust lögreglu því fjöldi tilkynninga frá vegfarendum um uppátæki mannsins. Þegar lögreglan stöðvaði manninn gat hann enga skýringu gefið á því afhverju hann hefði val- ið að keyra eftir hraðbraut á hjólastólnum sínum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem löggan í Rogaland þarf að hafa afskipti af gamalmennum í hjólastól á hraðbrautinni. Falsaðir íslenskir peningaseðlar Íslenskur gjaldmiðill er orðinn fastur hluti af dönsku viðskiptalífi. Á þriðjudaginn var kenísk kona handtekin þegar hún gerði tilraun til að skipta íslenskum þúsundkalli á aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Við athugun kom í ljós að hann var falskur. Konan neitaði sök. Í fórum hennar fundust einnig þrír farsímar. Lögregluna grunar að hún sé meðlimur í skipulögðum glæpasamtökum. Ætlaði að drepa ná- grannann Lögreglan í Esjberg í Dan- mörku notaði sprei úr slökkvi- tæki til að yfirbuga fjörtíu og fimm ára mann sem braust inn til sextugs ná- granna síns með byssu. Lögreglan hafði betur og var maðurinn færður í fangelsi. Við leit heima hjá honum fundust hníf- ar og fjöldi ólöglegra skotvopna. Ekki er vitað hver ástæðan var fyrir því að hann braust inn til nágrannans samkvæmt frétt Ekstrablaðsins. Sá vopnaði hef- ur verið ákærður fyrir innbrot og ólöglega vopnaeign. Hús sprakk í Árósum Á aðfaranótt sunnudags sprakk hús í loft upp í nágrenni við dönsku borgina Árósa. Leit- arhundar lögreglu voru sendir inn í rústirnar til að kanna hvort nokkra manneskjur væri þar að finna en enginn bjó í hús- inu. Skömmu áður hafði hins vegar dæmdur morðingi búið þar samkvæmt frétt blaðsins BT. Ekki er vitað hvernig húsið sprakk en lögregla hefur úti- lokað að um gasleka hafi verið að ræða. Önnur hús í nágrenn- inu urðu ekki fyrir skemmdum í sprengingunni en húsið sjálft er ónýtt. Frank Hammeleff hélt því alltaf fram að báðar eiginkonur sínar hefðu framið sjálfs- morð. Misvísandi frásagnir hans af atburðunum og ummerki á líkunum komu lög- reglunni á sporið. Hammeleff var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin. Hann hélt fram sakleysi sínu til dauðadags: Hengdi eiginkonunar Frank Hammeleff Var dæmdur fyrir að drepa eiginkonur sínar tvær en hann hélt fram sakleysi sínu til dauðadags. Danski bærinn Haderslev á Suður- Jótlandi Hér bjó frank ásamt konu sinni og barni þeirra þegar hann drap hana og bjó þannig um að í fyrstu leit út fyrir að hún hefði framið sjálfsmorð. Danska lögreglan Misvísandi frásagnir frank af málsatvikum komu lögreglunni á rétta sporið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.