Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 58
Það hefur færst í vöxt á undanförnum árum og áratugum að end- urgera gamlar kvikmyndir eða gera mynd upp á enska tungu sem byggð er á vinsælli mynd á öðru tungumáli. Oft eru afar skiptar skoðanir um hvernig til tekst. Frá árinu 2002 hafa hátt í 200 mynd- ir með ensku tali, byggðar á annari mynd, verið framleiddar. Endurgerð eldri mynda er feiki- lega vinsæl íþrótt og er Hollywood þar vitanlega í fararbroddi. Það virð- ist hafa færst mjög í aukana undan- farin ár og áratugi að gera kvikmynd úr efniviði sem áður hefur sést á hvíta tjaldinu, og á það bæði við um mynd- ir sem upprunalega voru á ensku og öðru tungumáli. Samkvæmt lista Wi- kipedia hafa verið gerðar 186 myndir á ensku, sem flokkast sem endurgerð eldri mynda, á einungis síðustu fimm árum. Til samanburðar má nefna að samkvæmt sömu heimild voru fram- leiddar 93 endurgerðir allan níunda áratuginn og enn færri ef skoðaðir eru áratugirnir þar áður. Þess ber að geta að listinn er að öllum líkindum ekki tæmandi. Endurgerð færði Scorsese óskarinn Á meðal þekktustu endurgerð- anna á allra síðustu árum er mynd Martin Scorsese, The Departed (2006), sem færði leikstjóranum vin- sæla loksins óskarsverðlaunin eins og frægt er. Myndin er byggð á Hong Kong myndinni Infernal Affairs sem frumsýnd var árið 2002. Mynd Ste- vens Spielbergs, War of the Worlds (2005), er endurgerð samnefndr- ar myndar frá 1953 í leikstjórn Byr- on Haskins. Báðar myndirnar eru byggðar á skáldsögu H.G. Wells. Kalli og sælgætisgerðin (2005), sem hinn litríki Tim Burton leikstýrði, er byggð á sama efnivið og leikstjórinn Mel Stuart notaði í myndina Willy Wonka og sælgætisgerðin rúmum þrjátíu árum áður. Einnig má nefna til sög- unnar myndir eins og Night of the Living Dead (2006; tvær myndir með sama heiti höfðu verið gerðar áður, 1968 og 1990), Munchen (2005; fyrri myndin, Sword of Gideon, frá 1986), Alfie (2004; fyrri myndin með sama heiti frá 1960), The Texas Chainsaw Massacre (2003; fyrri myndin með sama heiti frá 1974) og Bourne Id- entity (2002; fyrri myndin með sama heiti frá 1988). Flestar gerðar eftir frönskum myndum Sjötíu og fimm kvikmyndir eru á lista Wikipedia yfir myndir á ensku sem byggðar eru á mynd á öðru tungu- máli. Langflestar hinna upprunalegu mynda eru franskar, eða þrjátíu og níu talsins. Þekktastar endurgerðanna eru óneitanlega 12 Monkeys (1995; fyrri myndin, La Jetée, frá 1962), Rox- anne (1987; fjórar myndir til á frönsku sem allar heita Cyrano de Bergerac, sú þekktasta frá 1990) og Taxi (2004; fyrri myndin með sama heiti frá 1998). Af öðrum kunnum myndum á enska tungu sem eiga rætur að rekja til ann- arra málsvæða má nefna The Ring (2002; fyrri myndin japönsk, Ring, frá 1998), Insomnia (2002; fyrri myndin norsk með sama heiti frá 1997), Vanilla Sky (2001; fyrri myndin spænsk, Abre los ojos, frá 1997), Nightwatch (1997; fyrri myndin dönsk, Nattevagten, frá 1994), að ógleymdri The Departed. Allur gangur virðist á því hvort end- urgerðir fái betri eða verri viðtökur en föstudagur 6. júlí 200758 Bíó DV Framleiðsla á kvikmyndinni The Night Watchman er hafin: Stjörnum hlaðin spennumynd Fox Searchlight Pictures tilkynntu í vikunni að framleiðsla væri hafin á kvikmyndinni The Night Watchman sem skartar Keanu Reaves í aðalhlut- verki. Kvikmyndin fjallar um Tom Ludlow, lögregluþjón sem á í erfið- leikum með sjálfan sig eftir andlát eiginkonu sinnar. Þegar svo Ludlow er bendlaður við morð á öðrum lög- reglumanni, fara hjólin að snúast. Allt í einu er hann kominn í and- stöðu við fyrrum vini sína hjá lög- reglunni og erfitt er að sjá hverjum er treystandi. Í kvikmyndinni má finna einvala lið leikara. Meðal ann- ars óskarsverðlaunahafann Forrest Whitaker, Hugh Laurie, Chris Ev- ans, Jay Mohr, Cedric The Entertain- er ásamt röppurunum Common og The Game. Handrit myndarinnar er eftir James Ellroy, en leikstjóri henn- ar er David Ayer sem á meðal ann- ars kvikmyndirnar Training Day og Harsh Times að baki og hefur einn- ig sett sinn svip á handritið. Myndin verður frumsýnd á næsta ári. Keanu Reeves fer með aðalhlutverkið. ENDURVINNSLAN Í HOLLYWOOD Kalli og sælgætisgerðin Bæði tim Burton og Mel stuart hafa leikstýrt mynd sem byggð er á hinni vinsælu sögu roald dahl. atriðið hér að ofan er úr mynd Burtons. VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SHREK, Fíóna, Stígvélaði kötturinn og Asninn eru mætt aftur í skemmtilegasta ævintýri allra tíma álfabakka SHREK 3 M/- Ensku TAL kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 4 - 6 L PIRATES 3 kl. 5:30 10 ZODIAC kl. 9 16 EVANT ALMIGHTY kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L EVANT ALMIGHTY VIP kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L BLIND DATING kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 10 OCEAN´S 13 kl. 8 - 10:30 7 DIGITal DIGITal kRINGlUNNI DIGITal SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 4:15 - 6:15 L SHREK 3 M/- Ensku TAL kl. 8:15 - 10:20 L CODE NAME CLEANER kl. 4 - 6 - 8 10 OCEAN´S 13 kl. 10:10 7 PIRATES 3 kl. 5:30 - 8:40 10 kEflaVÍk akUREYRI SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 6 L SHREK 3 M/- Ensku TAL kl. 8 - 10:10 L BLIND DATING kl. 8 - 10:10 10 ástin er blind EVAN ALMIGHTY kl. 6 - 8 - 10 L DIE HARD 4 kl. 8 - 10:30 14 SHREK 3 kl. 6 L www.SAMbio.is 575 8900 Evan hjálpi okkur EVAN ALMIGHTY kl. 4, 6, 8 og 10 L DIE HARD 4.0 kl. 7.30 og 10-POWER 14 SHREK 3 enskt tal kl. 4, 6 og 10 L SHREK 3 íslenskt tal kl. 4, 5.45 og 8 L www.laugarasbio.is - Miðasala á - bara lúxus LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR Sími: 553 2075 STÆRSTA GRÍNMYND SUMARSINS Evan hjálpi okkur! NÝTT Í BÍÓ! FRÁ LEIKSTJÓRA BRUCE ALMIGHTY SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 EVAN ALMIGHTY kl. 4 -6 - 8 - 10 DIE HARD 4.0 kl. 5 - 8 - 10.45 DIE HARD 4.0 LÚXUS kl. 5 - 8 - 10.45 FANTASTIC FOUR 2 kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 HOSTEL 2 kl. 8 - 10.10 SPIDERMAN 3 kl. 5 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 MIÐASALA Á THE LOOKOUT kl. 5.50 - 8 - 10.10 DIE HARD 4.0 kl. 5.40 - 8.20 - 11 PREMONITION kl. 5.45 - 8 -10.15 FANTASTIC FOUR 2 kl. 6 - 8.20 -10.30 14 18 10 14 12 14 12 EVAN ALMIGHTY kl. 6 - 8 - 10 DIE HARD 4.0 kl. 8 - 10.20 PREMONITION kl. 6 14 12 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu EVAN ALMIGHTY kl. 6 -8 - 10 DIE HARD 4.0 kl. 5.15 - 8 - 10.45 PREMONITION kl. 5.45 - 8 -10 FANTASTIC FOUR 2 kl. 6 - 8 - 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.