Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Síða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Síða 59
xxxxVill Madonnu í Simpsons Höfundur Simpsons-þáttanna Matt Groening lét það út úr sér í viðtali á dögunum að söngkonan Madonna væri efst á óskalista yfir gestaleikara í þáttunum. Fjölmargir frægir hafa komið fram í Simpsons-þáttunum í gegnum tíðina, til dæmis Britney Spears, Mel Gibson, Stephen Hawking, Sir Elton John og Dolly Parton. „Það væri frábært að fá Madonnu, hún er ein af þeim sem við höfum ekki náð að landa fram að þessu,“ segir Groening. Í sama viðtali greindi hann einnig frá því að á teikniborðinu væri sérstakur Simpsons - Prison Break þáttur, þar sem þekktar persónur úr Prison Break koma fram. Ekki eru allir Þjóðverjar mótfallnir nýjustu mynd Tom Cruise: Cruise gagnlegri en tíu HM Tom Cruise og aðrir aðstand- endur myndarinnar Valkyrie hafa að undanförnu fengið stuðning frá fólki innan kvikmyndabransans í Þýskalandi. Eins og greint hefur ver- ið frá hefur ekki gengið þrautalaust að hefja tökur á myndinni, sem eiga að mestu leyti að fara fram í Þýska- landi, en Valkyrie fjallar um mis- heppnaða tilraun til að ráða Adolf Hitler af dögum og afleiðingar þess. Ástæðan ku vera sú staðreynd að Cruise, sem leikur aðalskipuleggj- anda tilræðisins, ofurstann Claus von Stauffenberg, er meðlimur Vís- indakirkjunnar en þýsk yfirvöld eru mjög mótfallin trúarbrögðunum. Florian Henckel von Donners- marck, leikstjóri hinnar rómuðu, þýsku óskarsverðlaunamyndar, Líf annarra, er á meðal þeirra sem tek- ið hafa upp hanskann fyrir mynd- ina. Hann skrifaði grein sem birt- ist í þýskum fjölmiðlum í vikunni þar sem hann segir að frægð Cruise myndi gera það að verkum að hin vanmetna hetjudáð yrði kunn allri heimsbyggðinni. Hann bætti við að Hollywood-stjarnan „myndi gera meira gagn í því að auka hróð- ur Þýskalands en tíu heimsmeist- arakeppnir í fótbolta gætu nokk- urn tímann gert.“ Yfirmenn þýska fyrirtækisins Studio Babelsberg, sem kemur að framleiðslu Valkyrie, segja einnig að myndin muni gera frábæra hluti fyrir Þýskaland. Sonur Stauffenbergs er hins vegar algjör- lega á öndverðum meiði og segir að Cruise eigi að láta föður sinn og minningu hans í friði. Beðmál í borginni í bíó Sú saga gengur nú í Hollywood að samningur um framleiðslu á kvikmynd eftir sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni sé í höfn. Það var blaðð Tv Guide sem greindi frá þessu. Þær Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon, Kristin Davis og Kim Cattrall munu snúa aftur í hlutverk- um sínum og eiga tökur kvikmyndar- innar að hefjast í haust. Upplýsingar um söguþráð myndarinnar liggja enn ekki fyrir. Eiturlyfin voru dýrkeypt Leikarinn Dennis Hopper segir að á sínum tíma hafi eiturlyf næstum kostað hann lífið. Leikarinn hefur verið edrú í 24 ár, en segir hann að ef hann hefði ekki hætt að drekka, þá hefði hann átt lítið eftir. „Við vorum að gera einhverja mynd í Mexíkó. Ég var búinn að hella í mig tequila og kókaíni í langan tíma og komst ekki einu sinni í upptökuverið. Svo fannst ég nakinn, hlaupandi um í frumskóginum stuttu seinna,“ segir leikarinn um ófarir sínar. föstudagur 6. júlí 2007DV Bíó 59 ENDURVINNSLAN Í HOLLYWOOD frumgerðin hjá gagnrýnendum og al- menningi. Þær sem nefndar eru að framan hafa flestar fengið fína dóma en dæmi um hið gagnstæða eru The Omen (2006, fyrri myndin með sama heiti frá 1976), Planet of the Apes (2001; fyrri myndin með sama heiti frá 1968) og Halloween H20: 20 Years Lat- er (1998; fyrri myndin, Halloween, frá 1978). Aðdáendur endurgerða geta svo hlakkað til því væntanlegar eru með- al annarra endurgerð The Birds, Con- an the Barbarian og költmyndarinnar Hairspray. kristjanh@dv.is The Departed Mynd scorsese er endurgerð Hong Kong myndarinnar Infernal affairs. Hin nýja Hairspray Endurgerð költmyndar john Waters er væntanleg í kvikmyndahús. Alfie jude law lék titilhlutverkið í endurgerðinni árið 2004, tæpum fjórum áratugum eftir að Michael Caine lék alfie. Vanilla Sky Byggð á spænsku myndinni abre los ojos frá 1997.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.