Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 8
föstudagur 27. júlí 20078 Fréttir DV Fimmtíu talíbanar létu lífið í aðgerðum sameinaðs herliðs Nato og Afgana: Upplausn í Afganistan? Uppreisnarmenn talíbana í Afg- anistan halda uppi harðri mót- spyrnu. Fimmtíu uppreisnarmenn létust í tólf klukkutíma bardaga við herlið Nato og Afgana í gær. Ráða- menn óttast upplausnarástand. Bardagarnir fóru fram rétt norð- ur af þorpinu Qal‘eh-ye Gaz nálægt því svæði sem talíbanar eiga mestan stuðning. Áhlaup Nato-hermanna Afgana er hluti af aðgerðinni „Ham- ar“ sem er ætlað að binda endahnút- inn á mótspyrnu talíbana á svæð- inu. Í áras sinni notuðust hermenn Nato meðal annars við herflugvélar sem beindu aðgerð sinni að sextán afdrepum uppreisnarmanna sem svöruðu með sjálfvirkum vopnum og handsprengjum. Engir borgarar féllu í árásinni að sögn Nato, en 160 uppreisnarmenn hafa látið lífið síðan á sunnudag eftir að aukinn þungi var settur í aðgerðir sameinaðs herliðs Nato og Afgana. Í febrúar hertóku þrjú hundruð herskáir talíbanar þorp á svæðinu í snöggu áhlaupi og eru núverandi aðgerðir liður í því að brjóta mót- spyrnuna á bak aftur. Skömmu eftir áhlaupið féll „aðal“ leiðtogi talíbana á svæðinu og samkvæmt fregnum úr herbúðum Nato er búist við því að sigur vinnist í orustunni innan skamms. Erfiðlega hefur gengið að ná stöðugleika á svæðinu og hafa tals- menn Nato og Tony Blair, nýskip- aður sendifulltrúi friðarumleitana í Mið-Austurlöndum, lýst yfir áhyggj- um af ástandinu. Þeir telja afganska lögreglu ekki hafa notið nægra æf- inga til að halda aftur af uppreisn- armönnum og telja möguleika á því að upplausnarástand skapist, líkt því sem er í Írak. vidar@dv.is Leyniskytta Nato-hermaður skýtur á uppreisnarmenn. Flóðbylguvið- vörun í Indónesíu Sterkur jarðskjálfti sem átti upptök sín við norðausturströnd Indónesíu leiddi til þess að stjórnvöld gáfu út flóðbylgjuvið- vörun. Mikill ótti greip um sig á svæðinu og fólk rauk út úr bygg- ingum í borgunum Muluku og Sulawesi. „Við fundum sterkan titring í mínútu og fólk hljóp út úr byggingum. Börn grétu og mæður þeirra öskruðu en það urðu engar skemmdir á svæð- inu,“ sagði George Rajola, einn íbúa á svæðinu. Sterkur neðansjávarjarð- skjálfti leiddi til flóðbylgju þar sem 130 þúsund manns týndu lífi í Indónesíu í desember árið 2004. Sekur um sjálfsfróun Fangi í Flórída var dæmd- ur til sextíu daga fangelsisvist- ar aukalega ofan á tíu ára dóm fyrir að stunda sjálfsfróun í klefa sínum. Hann var ákærður eftir að kvenkyns fangavörður varð vitni að athæfi mannsins þar sem hann var í klefa sínum. Verjandi í málinu spurði fangavörðinn, sem var eina vitn- ið að atvikunu, hvort hún hafi íhugað að kalla á liðsauka til þess að halda aftur af mannin- um. Hún svaraði því til að hún hefði betur gert það. erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Amman fyrir- skipaði morð Bachan Athwal, sjö- tug amma og móðir sextán barna, fyrirskipaði syni sínum að gera út af við eig- inkonu sína Surjit Athwal, starfsmann á Heathrow-flug- velli. Ástæðan var sú að Surjijn hélt framhjá eiginmanni sínum og það þótti þeirri „gráhærðu“ óviðunandi. Surjit sást síðast á lífi í brúð- kaupsferð sinni á Indlandi í desember árið 1998. Amman Bachan montaði sig síðar við aðra fjölskyldumeðlimi að hafa komið Surjit fyrir katt- arnef, en var svikin af einum þeirra sem kjaftaði frá. Sú gamla var dæmd fyrir aðild að morðinu ásamt Sukhdave, eiginmanni Surjit, sem talinn er hafa framið verknaðinn. Dag hvern eykst flóttamannastraumur frá Írak um þúsundir manna. Neyðarástand ríkir að sögn yfirvalda í Írak. Nágrannaþjóðirnar eru að yfirfyllast af flóttamönnum en aðrar þjóðir heims eru tregar til að taka við fólki. Ekk- ert lát er á ofbeldi í Írak og um fimmtíu þúsund manns flýja stríðsástandið í hverjum mánuði. Algjört neyðarástand ríkir og ná- grannaþjóðirnar geta ekki tekið við mikið fleirri flóttamönnum. Evrópuþjóðir og Bandaríkin eru treg til að taka við flóttamönnum frá Írak. Yfir tvær milljónir manna hafa yfirgefið Írak síðan Bandaríkja- menn réðust þar inn árið 2003. Slíkt ógnarmagn fólksstreymis frá landinu hefur leitt til þess að ná- grannalöndin eru að yfirfyllast og stjórnvöld í Jórdaníu og Sýrlandi segjast einfaldlega ekki hafa burði öllu lengur til að taka á móti fleira fólki. Ónefndur talsmaður flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna segir að rótleysi svo margra flóttamanna ógni stöðugleika út fyrir landamæri Íraks, en ekki hafa svo margir flúið sama landið síð- an hundruð þúsunda yfirgáfu Pal- estínu í kjölfar stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Neyðarástand „Það er skylda okkar sem horf- um á vandamálið í víðara sam- hengi til þessa að átta okkur á því að hér er um að ræða neyðar- ástand vegna mannlegrar þjáning- ar,“ sagði Muhammad Hajj Hmud aðalritari utanríkisráðuneytis Íraks á ráðstefnu sem fulltrúar Banda- ríkjanna, Bretlands og Sameinðu þjóðanna sóttu fyrir skömmu. Ráðamenn í Sýrlandi og Jórd- aníu eru uggandi yfir ástandinu og vilja sjá einhverja tryggingu fyr- ir því að flóttamenn frá Írak muni halda þangað aftur eftir að um hægist. Um 1,4 milljónir flótta- manna dvelja í Sýrlandi en um 750 þúsund eru í Jórdaníu en einnig dvelja þúsundir í Egyptalandi og Líbanon. Yfirvöld í Sýrlandi segja veru flóttamanna landinu kosta konungsríkið um einn milljarð Bandaríkjadala árlega. Aðbúnaður flóttamanna er slæmur. Einungis lítill hluti barna fær menntun og heilbrigðisþjón- usta er af skornum skammti. Sam- einuðu þjóðirnar hafa þegar reynt að bregðast við ástandinu með því að auka peningaframlag sitt um eitt hundrað tuttugu og þrjár millj- ónir Bandaríkjadala eða um 7,4 milljarða íslenskra króna til þess að hjálpa flóttamönnunum um læknisaðstoð og afdrep til hvílu. Aðeins lítill hluti fær aðgang að Evrópu Flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna er vongóð um að finna tuttugu þúsund Írökum framtíðarheimili fyrir lok ársins. Þjóðir heims eru hins vegar treg- ar til þess að taka við flóttamönn- um. Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu nýlega að þau hygðust bjóða sjö þúsund Írökum að dvelj- ast í landinu, en sökum strangrar innflytjendalöggjafar hafa einung- is eitt hundrað þrjátíu og þrír feng- ið dvalarleyfi á undanförnum níu mánuðum. Svíar eru duglegir að taka við flóttamönnum og af tuttugu og tvö þúsund og tvö hundruð Írök- um sem komu til Evrópu á síðasta ári, kom nær helmingur, eða átta þúsund níu hundruð og fimm- tíu til Svíþjóðar. Í Svíþjóð búa um níu milljónir íbúa og því er hlut- fall erlendra flóttamanna hátt í landinu og það er stjórnvöldum þungur fjárhagslegur baggi. Inn- flytjendaráðherra Svíþjóðar Tobi- as Billstroem hvatti aðrar Evrópu- þjóðir til þess að deila ábyrgðinni og taka á móti fleiri flóttamönnum á ráðstefnu um innanlandsmál í Evrópusambandinu í apríl. Hing- að til hefur lítið breyst í þeim efn- um og engar blikur á lofti um að stjórnvöld í Evrópu hyggist breyta innflytjendastefnu sinni á þessum róstutímum. ViðAr GuðjóNssoN blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Á faraldsfæti Þúsundir taka föggur sínar og flýja írak dag hvern. MILLJÓNIR FLÝJA OFBELDI Í ÍRAK sefur utandyra ungur drengur hvílir sig eftir erfitt ferðalag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.