Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Page 13
DV Helgarblað föstudagur 27. júlí 2007 13 Jón Baldvin Hannibalsson jón segir Einar hafa talað fyrir hugmyndum að þjóðarsátt af eldmóði og það hafi skipt miklu máli. Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi forseti ASÍ, átti náið sam- starf við Einar Odd þegar hann var formaður VSÍ. Hann segir persónuleika Einars Odds hafa ráðið miklu um að Þjóðarsáttin hafi tekist enda hafi hann verið hlýr, trúverðugur og aldrei talað niður til neins. Hann segir hlutverk Einars ekki verða ofmetið. PERSÓNA EINARS ODDS SKIPTI MIKLU Í ÞJÓÐARSÁTTINNI Ásmundur Stefánsson, fyrrver- andi forseti Alþýðusambands Ís- lands, segir persónuleika Einars Odds Kristjánssonar, fyrrverandi formanns Vinnuveitendasam- bands Íslands, hafa ráðið miklu um að Þjóðarsáttin varð að veruleika. „Hann átti gott með að ræða við hvern sem er og mætti öllum með virðingu,“ segir Ásmundur. „Svona samningar verða ekki til úr engu og að þeim var lang- ur aðdragandi,“ segir Ásmundur og minnir á ástandið á þeim tíma sem einkenndist af óðaverðbólgu, verðhækkunum, kauphækkunum og gengisfellingum á víxl. Hring- rás þessara þátta var farin að vinna spjöll á atvinnulífinu og ógna at- vinnuöryggi. Verðbólgan át upp kaupmáttinn sem verkalýðshreyf- ingin svaraði með kröfum um kauphækkanir sem ríkisstjórnin svaraði síðan með gengisfellingu. Allt samfélagið var fast í vítahring sem gengið hafði í hryðjum í meira en áratug á undan Þjóðarsáttar- samningunum. Sameining um að ná varanlegri niðurstöðu Árið 1986 segir Ásmundur til- raun hafa verið gerða til að haga samningum og samskiptum við stjórnvöld með þeim hætti að hægt væri að komast úr vítahringnum án árangurs. Engir aðrir en VSÍ og ASÍ komu að aðgerðunum og kröfurn- ar á stjórnvöld voru óraunhæfar til þess að stöðugleiki næðist. Vilji var bæði hjá Vinnuveitendasambandi Íslands og Alþýðusambandinu að komast út úr hringnum í aðdrag- anda samningaviðræðna haustið 1989 en síðustu samningar á und- an höfðu verið hefðbundnir með miklum kauphækkunum. Þarna vildu menn læra af reynslunni og hugmyndir voru vaktar hjá bænd- um og BSRB en Ásmundur segir háskólamenn ekki hafa verið til- búna til samstarfs. Á haustmánuðum árið 1989 var hugmyndin að þjóðarsáttinni mótuð og í desember var gert hlé á viðræðunum fram yfir miðjan jan- úar. Tímann notuðu forystumenn vinnuveitenda og verkalýðsins til að fara yfir málin og kynna aðferða- fræðina fyrir sínum félagsmönn- um. „Þarna var ekki um miklar kauphækkanir að ræða og málum jafnvel þannig háttað að kaupmátt- ur gat lækkað. Við settumst svo nið- ur í framhaldinu og það var mikil togstreita í þeirri lotu enda hags- munirnir ekki þeir sömu beggja vegna borðsins. Deilt var um ým- islegt en menn áttu það sameigin- legt að þurfa að ná saman,“ segir Ásmundur. Með það að leiðarljósi var samningaviðræðum framhald- ið enda var ekki aðeins um venju- bundna samninga að ræða heldur þurfti að fá varanlega niðurstöðu. Ásmundur segir að leitað hafi verið til Bændasamtakanna um að verð- hækkunum yrði haldið í skefjum og opinber framlög lækkuð. Eins var leitað til bankanna um að þeir færu af stað með vaxtalækkanir í trausti lækkandi verðbólgu. Þá segir Ás- mundur að þess hafi verið gætt að setja ekki óraunsæjar kröfur á ríkis- valdið um að dæla út peningum því það varð að tryggja stöðugleikann. Leitað var til sveitarfélaganna sem þá voru stór aðili með þjónustu- gjöld og útsvar sem skipti miklu hjá almenningi. Í samningavinn- unni var náið samstarf við BSRB og hagfræðingur þeirra sat á fundum í innsta hring samningamanna ASÍ svo tryggt yrði að allar upplýsingar gengju gagnkvæmt á milli og for- ystumenn fóru reglubundið sam- an yfir málin. Ásmundur segir alla sem að þessu komu hafa unnið náið saman við gerð samninganna og í framhaldinu voru allir á því að samningunum þyrfti að fylgja eftir. Hringdu og töluðu við fyrirtæki sem hækkuðu verð „Verðlagseftirliti var komið á og ef fréttir bárust af óeðlilegri verðhækkun eða að verðlækkan- ir gengu ekki eftir höfðum við sitt í hvoru lagi samband við viðkom- andi fyrirtæki. Þannig stóð VSÍ að því að fylgja eftir samningn- um,“ segir Ásmundur. Haustið 1990 mátti segja upp samningun- um ef þeir hefðu ekki gengið eftir sem skyldi. Ásmundur segir að vel hafi verið farið yfir þau mál inn- an verkalýðshreyfingarinnar enda stóðust samningarnir ekki að öllu leyti. Samstaða var þó um að láta betur á Þjóðarsáttina reyna. Hlutverk Einars verður ekki ofmetið Einar Oddur hafði talað fyrir niðurfærslu á launum og verðlagi sem formaður efnahagsnefnd- ar forsætisráðherra og þótt það hafi ekki verið sú leið sem var far- in segir Ásmundur það hafa orðið til þess að undirbúa andrúmsloft- ið. Sem formaður Vinnuveitenda- sambandsins hafði Einar fullan hug á því að vinna með öðrum að lausn og kom að þeirri vinnu með opnum huga. „Hann hafði mjög beina aðkomu að fólki sem hann átti auðvelt með að nálgast enda hlýr og trúverðugur. Hann átti gott með að ræða við hvern sem er. Henti aldrei hugmyndum heldur var alltaf tilbúinn til þess að skoða þær og meta. Hans hlut- verk verður ekki ofmetið, hans að- koma skipti miklu máli,“ segir Ás- mundur. Þeir Einar kynntust vel á þessum árum og segir Ásmundur miklu hafa skipt að traust væri á milli forystumanna og segir það aldrei hafa brugðist á milli þeirra. Vinátta þeirra hélt alla tíð þótt þeir væru ekki í daglegum samskipt- um. „Persónuleiki hans var líka þannig að óhjákvæmilegt var að mönnum þætti um hann.“ hrs@dv.is Ásmundur Stefánsson Mikil vinátta tókst með þeim Einari Oddi og Ásmundi við gerð þjóðarsáttarsamingana. ið höndum saman og sannfært aðra en bendir á að það hefði ekki tek- ist ef ríkisstjórnin hefði ekki spilað með. „Þar var hlutur Steingríms Her- mannssonar stór, honum var treyst og hann skuldbatt sig til að binda sig við mastrið og gera það sem gera þurfti,“ segir Jón. Sjálfur segist hann fyrst og fremst hafa tengst málinu þar sem Þröstur Ólafsson var orðinn aðstoðarmaður hans. Gaf vinstristjórn tækifæri „Einar fékk nafnbótina Bjarg- vætturinn frá Flateyri þar sem hann varð mest áberandi talsmaður að- ferðarinnar og barði niður allt sem stóð í veginum. Af því að það tókst reis hann undir nafnbótinni.“ Jón segir að Einari hafi verið treyst strax enda hafi hann ekki verið nýgræð- ingur í þeim skilningi, hafði áður komið að gerð kjarasamninga. „Það sem var merkilegt var að Einar Odd- ur var sjálfstæðismaður en forkólf- ar verkalýðsins voru Alþýðubanda- lagsmenn og kratar og vinstristjórn var við völd. Þá var ráðandi stefna sjálfstæðismanna að gera ekkert sem gæti orðið stjórninni að gagni en Einar Oddur tók ekki þátt í því. Þetta var mál sem varðaði þjóðar- hag og var svo stórt að honum var sama hver var í stjórn, það yrði að takast samt,“ segir Jón Baldvin og bætir við að Einar hafi ekki verið yfir það hafinn að gefa stjórninni tæki- færi. Jón segir Þjóðarsáttina, verð- trygginguna og EES-samninginn hafa breytt gamla kerfinu í nútíma- efnahagsástand. Þess segir Jón hafa notið við allt til þessa dags þótt það sé á mörkunum hvort kerfinu hafi verið spillt. Nú segir hann reyna á ríkisstjórnina og á næstunni muni ráðast hvort hún kunni til verka. hrs@dv.is „Það sem var merkilegt var að Einar Oddur var sjálfstæðismaður en for- kólfar verkalýðsins voru Alþýðubandalagsmenn og kratar og vinstri- stjórn var við völd. Þá var ráðandi stefna sjálf- stæðismanna að gera ekkert sem gæti orðið stjórninni að gagni en Einar Oddur tók ekki þátt í því.“ „Persónuleiki hans var líka þannig að mönn- um var óhjákvæmi- legt að þykja vænt um hann.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.