Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 17
Katrín Georgsdóttir hefur ásamt dönskum eiginmanni verið að leita sér að íbúð til að kaupa. Þau eru bæði 33 ára og hafa verið á leigu- markaði í tvö ár. Þau hafa ekki treyst sér til að kaupa íbúð vegna þeirrar háu útborgunar sem krafist er. Katrín flutti heim til Íslands ásamt dönskum eiginmanni sínum árið 2005 eftir að hafa verið í námi í Danmörku í nokkur ár. Katrín hafði verið í námi í umhverfisfræðum en eiginmaður hennar var í tækni- námi. Þegar komið var heim til Ís- lands fór Katrín í barneignarleyfi en saman eiga þau hjónin tvö börn. Eiginmaður hennar fékk vinnu um leið og hann kom til landsins. Síðan þau komu hingað hafa þau leigt 65 fermetra íbúð í miðborg Reykjavík- ur. „Ég var nánast ekki með neinar tekjur á þessum fyrstu mánuðum áður en ég fór að vinna í mars árið 2006. Við leigjum íbúð á 80 þúsund krónur á mánuði og við teljum það vera mjög vel sloppið. Til eru dæmi þess að þriggja herbergja íbúðir séu til leigu á 150 þúsund krónur á mánuði,“ segir Katrín. Erfið staða „Staðan hjá okkur er þannig að við náum ekki að safna nógu mikl- um peningum því við erum með tvær litlar stelpur sem eru sex og tveggja ára. Þær eru saman í her- bergi en þarfir þeirra fara að breyt- ast þegar þær eldast og því höfum við verið að leita okkur að íbúð. Við þyrftum helst að komast í fjögurra herbergja íbúð en eins og staðan er núna er mjög dýrt að leigja sér fjögurra herbergja íbúð. Þess vegna þurfum við að kaupa okkur til að losna úr þeim vítahring sem leigu- markaðurinn er.“ Katrín segir að þar sem eldri dóttir þeirra er byrjuð í skóla í Vest- urbænum langi þau helst að vera á því svæði. Katrín og eiginmaður hennar eru auk þess í vinnu stutt frá heimili þeirra og fara þau fót- gangandi eða hjólandi á hverjum degi til að spara bensínkostnað. Gera litlar kröfur Verð á húsnæði í miðbænum er töluvert hærra heldur en geng- ur og gerist í úthverfunum. Katrín segir að þó að verð sé hærra yrði það hvort sem er dýrara fyrir þau að ferðast úr úthverfum niður í miðbæinn. „Þetta er óskemmtilegt ástand og það er ferlega óþægi- legt að vera í svona óvissuástandi. Í þokkabót er leigan að fara hækka hjá okkur og við erum ekki á nein- um ofurlaunum þar sem við erum að stíga fyrstu skrefin.“ Katrín segir að mikill kostnaður fylgi því að eiga lítil börn og að þau rétt nái endum saman til að lifa af mánuðinn. „Við gerum mjög litlar kröfur og keyrum ekki um á dýrum bíl eða kaupum okkur dýr föt. Við vorum að vísu með yfirdráttarskuld eftir námið í Danmörku sem við þurftum að borga fljótt vegna hárra vaxta. Við vitum satt að segja ekkert hvað við eigum að gera.“ DV Helgarblað Föstudagur 27. júlí 2007 17 Húsnæðisverð mun Hækka áfram að þeim tíma liðnum en þá verða þær lækkanir líklega í gegnum verð- bólgu líkt og verið hefur á undan- förnum árum og áratugum,“ seg- ir Ingólfur sem segir að það myndi gerast samhliða gengisfellingu krónunnar ef Seðlabankinn myndi lækka stýrivexti. „Við gætum séð krónuna gefa eftir og verðbólguna skjótast upp. Það yrði ekki mikið og erum við þá að tala um fimm til sex prósent verðbólgu.“ Ingólfur segir að Seðlabankinn sjái húsnæðisverð sem einhverja verðbólu á markaðnum sem muni springa. „Við sjáum þetta ekki sem verðbólu öfugt við það sem Seðla- bankinn heldur fram. Við teljum að þetta séu frekar verðhækkanir sem skýrast af þessum efnahagslegu breytingum sem átt hafa sér stað á undanförnum árum. Þrátt fyrir að framboð á nýju húsnæði sé mjög mikið og erlent vinnuafl muni flytja af landinu í kjölfar framkvæmdaloka, sjáum við ekki verulegar nafnvirðis- lækkanir. Húsnæðisverð í reykjavík hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Ingólfur Bender segir að verðið muni ekki koma til með að lækka á næstu árum. Katrín Georgsdóttir og fjölskylda hennar er á leigumarkaði: algjör vítaHringur Katrín Georgsdóttir Fjölskylda hennar eru í hálfgerðum vítahring. Hún er á leigumarkaði og sér sér ekki fært að kaupa íbúð. Íbúðakaup geta verið óyfirstíganlegur þröskuldur fyrir ungt fólk. Dagný Ósk Aradóttir, formaður Stúdentaráðs, segir að leigumarkaðurinn sé ekki síður erfiður. Hún segir að húsaleigubætur verði að hækka ef stúdentar eiga að geta verið á leigumarkaði. „Þessi þróun er vissulega áhyggju- efni, sérstaklega í ljósi þess að leigu- verð hefur einnig hækkað mjög mikið,“ segir Dagný Ósk Aradóttir, formaður Stúdentaráðs. Dagný seg- ir að það sé mjög erfitt fyrir fólk sem er í skóla og á námslánum að vera á leigumarkaði. „Leigumarkaðurinn er sérstaklega erfiður fyrir þá sem ekki komast að á stúdentagörðunum. Verðið á þeim er mjög sanngjarnt og miklu lægra en gengur og gerist á hinum almenna leigumarkaði.“ Óyfirstíganlegur þröskuldur Dagný segir að ástandið sé ekki síður erfitt fyrir ungt fólk sem er ný- komið úr námi. „Þetta er nánast óyf- irstíganlegt fyrir fólk sem langar til að festa rætur. Þá skiptir engu hvort það sé orðið vel menntað og komið með góðar tekjur,“ segir Dagný. Eins og staðan er á fasteignamarkaðn- um í dag þarf fólk að geta borgað út fjórar milljónir króna fyrir íbúð sem kostar tuttugu milljónir, en nýlega lækkaði Íbúðalánasjóður hámarks- lánin niður í 80 prósent. Langir biðlistar Dagný segir að heildarfjöldi stúdentaíbúða sem Háskóli Íslands býður fólki sé rúmlega sjö hundr- uð. „Félagsstofnun stúdenta sér um þessar íbúðir og í þeim búa um 1200 manns. Það eru alls ekki allir sem komast að og það er mikill skortur á íbúðum. Það eru alltaf mjög langir biðlistar á haustin og það er erfitt að segja nei við fleiri hundruð manns á hverju ári,“ segir Dagný. Ástand- ið á stúdentagörðunum horfir þó til bóta því bráðlega verður ráðist í byggingu á tæplega fimm hundruð stúdentaíbúðum á Einholt/Þverholt reitnum. Auk þess gera áætlanir ráð fyrir að fleiri íbúðir muni rísa vítt og breitt um Reykjavíkurborg. Dagný segir að Stúdentaráð hafi beitt sér á undanförnum mánuðum við að fá fleiri stúdentaíbúðir. „Við erum í mikilli vinnu með Reykjavík- urborg og Háskólanum núna sem hefur gengið mjög vel. Við höfum einnig sett kröfu á stjórnvöld um að hækka húsaleigubætur. Ég held að þær hafi ekki hækkað í um tíu ár og verðið á leigumarkaðnum er orðið miklu hærra en þá. Þessar bætur eru í engum takti við hið raunverulega ástand á fasteignamarkaðnum.“ Dagný segir að til séu dæmi um að fólk hafi hreinlega hætt í námi vegna þess hversu erfitt ástandið er á leigumarkaðnum. „Það eru allt- af einhverjir sem hætta í námi af þessum ástæðum. Ef maður ætlar að vera á stúdentagörðunum þarf maður að skila um tuttugu eining- um sem er töluvert. Það eru ekki all- ir sem hafa tök á því sem þurfa þá að leita annað.“ Húsaleigubætur verða að Hækka Dagný Ósk „Þetta er nánast óyfirstígan- legt fyrir fólk sem langar til að festa rætur. Þá skiptir engu hvort það sé orðið vel menntað og komið með góðar tekjur.“ „Við munum halda áfram að sjá hækk- anir á næstu mánuð- um en svo er líklegt að það verði stöðnun á nafnvirði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.