Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Page 21
Það er í rauninni merkilegt hversu veðurfarið hefur áhrif á margt. Meira að segja neyslumynstrið. Við vitum vel að veðrið ræður för ferðamanna. Einu sinni gátu menn treyst á það að útlensku ferðamennirnir kæmu óháð veðrinu. Þeir pöntuðu ferðir, fóru um í langferðabílum og í stórum hópum og urðu að hlíta fyrirframgef- inni dagskrá, hvort sem skólin skein eða himnarnir helltu úr sér vætunni. En nú er þetta breytt. Ferðavenjurnar hafa breyst, útlendingar ferðast um á bílaleigubílum og eru því í jafngóð- um færum og við innlendir að velja áfangastað með hliðsjón af veður- fari. Sólríkt sumar hefur líka áhrif á það hvað við borðum. Hinir öflugu verslunarhringir landsins sem hafa getað farið sínu fram verða að játa sig sigraða fyrir veðurguðunum. Sólskin og sunnanvindur ræður neysluvenj- unum í meira mæli en Baugur, Kaup- ás og Samkaup samanlagt. Það kom þá að því að einhver átti eitthvað í þessar verslunarkeðjur ! Í góðu veðri er það ómótstæðileg freisting að færa sig undan þakinu sem maður hefur jafnan yfir höfð- inu og út í veðursældina. Grillið er þá freistingin og fátt jafnast á við það að njóta þess að matbúa og helst að borða úti undir berum himni. Og við það breytast neysluvenjurnar. Við sjáum af sölutölum að flest- ir hugsa eins og sækjast í að grilla. Það hefur jákvæð áhrif á kjötmark- aðinn. Það er kannski til marks um breytta samfélagshætti að nú hafa menn tekið upp á því að kalla yfir- standandi sumar grillsumarið mikla. Hér áður og fyrr hefðu menn vænt- anlega kennt sumar sem einkennd- ist af þurrkum við eitthvað annað; sennilega við góða heyskapartíð eða annað svipað. En svona breytast tím- arnir. Og góða veðrið gleður einnig hvalveiðimenn. Nú berast fréttir af stóraukinni sölu á hrefnukjöti. Land- inn er greinilega að átta sig á kost- um þessa heilnæma fæðis; og einnig þarna spilar góða veðrið stóra rullu. Hrefnan er góð á grillið og og fun- heitar glóðirnar fá því það hlutverk að breyta þessu hráefni í góðan mat, rétt eins og gildir um annað íslenskt gæðakjöt. En með kjöti fylgir meðlæti, sal- öt, sósur sem búnar eru til úr mjólk- urafurðum, kartöflur og annað slíkt góðgæti. Góða veðrið glæðir slíka neyslu því örugglega. Sem og á fiskafurðum sem einnig eiga erindi á glóðirnar. Af þessu leiðir að gott veður er al- mennt talað gott fyrir íslenska mat- vælaframleiðslu. Sem aftur rifjar það upp að minn gamli góði félagi Vilhjálmur Egilsson benti stundum á það að með því að flýta klukkunni á sumrin, til samræmis við það sem þekkist í helstu markaðslöndum okkar í Evrópu, lengdist sá tími sem menn gætu notið utanhúss, svo sem við grillhlóðirnar. Það yki því neyslu á lambakjöti og öðrum kjöttegund- um. Eins og svo oft, fyrr og síðar, átti Vilhjálmur kollgátuna. Gott veður í sumar, þar sem fólk er meira ut- andyra, hefur nú sannað kenningu hans svo ekki verður um deilt. Hestarnir í Reykjahlíð Það er ekki endilega tekið út með sældinni að vera góður klár í Reykjahlíð í Mývatnssveit þegar strókar af bitmýi umlykja allt. Þessir hestar virtust fegnir að fá frið frá vargnum í kvöldsólinni. Mýið er þó ekki öllum til ama, helsta æti margra fugla og fiska á svæðinu. DV-MYND SIGTRYGGUR myndin P lús eð a m ínu s Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fær plúsinn að þessu sinni fyrir að hafa stýrt bankanum í gegnum fyrri helming árs með þeim árangri að hagnast um 46,8 milljarða. Það þýðir fullt af sköttum í ríkissjóð - sem gagnast okkur öllum. Spurningin „Nú höfum við tækifæri til þess að sjá hvort notkunin breytist og þá getum við metið það hvort það eigi að breyta gjaldskránni,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að námsmenn muni fá frítt í strætó frá og með haustinu. Í tilkynningunni segir að vonast sé eftir því að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geri slíkt hið sama. HVENÆR VERÐUR STRÆTÓ ALVEG GJALD- FRJÁLS, ÞORBJÖRG? Sandkassinn Það er mikill sjónarsviptir að Einari Oddi Kristjánssyni alþing- ismanni. Sennilega eru margir betur til þess fallnir að minn- ast Einars á prenti en blaða- maður sem varla hafði slitið barnsskóm þeg- ar þjóðarsátt náðist á Íslandi. Engu að síður hafði þessi mæti maður stimplað sig inn í vitundina fyrir að vera berorður, hreinskilinn og trúr eigin sannfæringu, burtséð frá flokkslínum og tískustraumum. Þetta er ekki öllum gefið. Erfiðleikar vofðu yfir heimabæ Einars, Flateyri, nú með vorinu. Hann fór strax vestur á Sólbakka og dvaldi þar með sínu fólki, í bæjarfélagi sem þolað hafði mikil áföll. nokkrir af áhrifamestu nú- lifandi Íslendingum báru enda kistu Einars Odds, grátklökkir, út úr Hallgrímskirkju á miðvikudag. Fyrir þá sem ekki voru á staðn- um segja fréttamyndirnar allt sem segja þarf. Myndirnar eru ekki dæmigerðar fréttamyndir, atburði í mótun. Þær einkennast fremur af kyrrstöðu andlátsins og tilfinningu missis sem umlykur alla athöfnina. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á svip- brigðum forsætisráðherra, seðla- bankastjóra og ríkissáttasemjara. Sorg og missi þekkja allir. Það er bæði hlýlegt og sérís- lenskt fyrirbæri að flestir æðstu stjórnendur landsins geti komið saman undir sama þaki og minnst manns sem annað- hvort hefur reynst þeim traustur sam- herji eða öflug- ur andstæðing- ur án þess að þurfa að óttast mjög um öryggi sitt. Sjálfsagt hefur þurft einhvern öryggisviðbúnað vegna samkom- unnar. En á Íslandi er þetta hægt án þess að miðbærinn sé allur undirlagður af her og sérsveitum. nú er sjálfsagt enginn sem get- ur fyllt skarðið sem Einar Oddur skilur eftir sig. Það má hins vegar óska þess að þeir, sem nú stunda stjórnmál eða hafa köllun til þess í framtíðinni, taki sér Einar Odd Kristjánsson til fyrirmyndar. Fyrst og fremst með því að fylgja sannfæringunni og kölluninni. Sigtryggur staðnæmist yfir fréttamyndum af minningarathöfn. Góða veðrið er gott fyrir matvælaframleiðsluna Hjörtur skrifar: Ónothæfar heimasíður Það er alveg með ólíkindum hvað margar heimasíður hjá versl- unum og þjónustufyrirtækjum eru lélegar. Ekki er hægt að nýta kvöldin í að afla sér upplýsinga eins og ég hélt að væri orðið í netvæddu nútíma- samfélagi. Ég ætla að kaupa parkett og byrjaði að kanna á netinu hvar ég sæi eitthvað til þess að skoða betur en það gagnast mér mjög lít- ið og illa að skoða parkett og hafa enga hugmynd um fermetraverðið. Þetta er frekar pirrandi og ég er að hugsa um að eiga mín viðskipti við það fyrirtæki sem þó hafði skástar upplýsingarnar. Eins ætlaði ég að leigja gám í nokkra daga, alla vega að athuga hvort það væri ekki hag- kvæmara en aka með rusl í Sorpu á kerru. En, nei, það er ekki hægt nema á skrifstofutíma og með því að hringja. Af hverju get ég ekki fengið þessar upplýsingar í gegnum netið? DV Umræða föStudaGuR 27. júlÍ 2007 21 EiNAR k. GUÐFiNNSSON ráðherra skrifar „Og góða veðrið gleður einnig hval- veiðimenn. Nú berast fréttir af stóraukinni sölu á hrefnukjöti.“ LESEndUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.