Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Qupperneq 26
föstudagur 27. júlí 200726 Helgarblað DV g held að það hafi ver- ið eitt af því sem mað- ur sólundaði tíman- um í þegar maður fann ekkert merki- legra að gera. Eitt af því sem maður gerði þegar maður átti að vera að læra,“ segir Megas aðspurð- ur um hvort hann hafi byrjað snemma að semja tónlist. „Ég teiknaði gífurlega mikið þegar ég var krakki – alveg frá tveggja ára, þegar ég var orðinn fullburða myndlistar- maður. Svo var ég sönglandi dægurlög en var aðhlátursefni fjölskyldunnar vegna þess að ég ruglaði svo textum. Ég skil ekkert enn- þá í því, en þegar ég raulaði „Sem unglamb heim ég aftur sný frá orlofsferð til Napólí“, þá hlógu allir – ég veit ekki enn hvað var vit- laust við það hjá mér,“ segir hann og bætir við: „Áhuginn var ekki annar á dægurlög- um en sá að ef þau gripu mann, þá sönglaði maður þau.“ Svo kom Elvis Megas heillaðist eins og flestir af hans kynslóð af rokkkóngnum Presley. „Ég segi það sama og öll popp- og rokkgoðin myndu segja í svona viðtali: Svo kom Elvis. Ég er svona 10–11 ára þegar hann er orðinn á heimsmælikvarða, um 1956. Þá lauk mjög skyndilega annarri heimsstyrjöldinni, sem ég hafði annars lifað í, tíu árum eftir að henni lauk formlega og við tóku friðsamlegri aðgerðir. Þessi dægurlög sem hingað rötuðu frá Ameríku komu fyrst á nótum til lands- ins, því næst komu þau í Kanann og svo eftir dúk og disk í Útvarp Reykjavík. Bróðir minn var að læra á harmónikku og píanó og ég var þarna litli bróðir sem ekki var kominn í þá stöðu að þykja hæfur til að læra músík. En áður en ég vissi af því, þá kunni ég nótur. Bara alveg flúent. Nótur líta nefnilega svo- lítið út eins og myndlist og mér fannst þetta falleg myndlist. Svo ég teiknaði nótur – sem höfðu í fyrstu enga aðra merkingu. En vegna tvíeðlis nótna; að geta birt sönglínu og verið myndlist í leiðinni, þá hlaut að koma að því að ég lærði gildin og hvernig kerfið virkaði, enda er það mun einfaldara kerfi en stafróf- ið. En ég man ekkert eftir að hafa lagt nokk- uð á mig – ég bara las skyndilega nótur eins og ekkert væri,“ segir hann. HELP Drengurinn hafði hvorki segulband, né aðrar aðferðir til að geyma lögin sín og þá var eins gott að skrifa þau niður á nótur. „Ég var byrjaður að skrifa einhver lög áður en ég fór í gaggó 12 ára – en ég var á und- an í skóla. Þar reyndi ég að fá prik fyrir að kunna textana áður en þeir komu til lands- ins. Ég sá náttúrulega mjög glæsilega fyrir- mynd, þar sem lúserinn var allt í einu kom- inn upp á svið með spot á sér og allir bara hneigðu sig í auðmýkt. Ég var svo sem ekki lagður í neitt einelti og leið engar hörm- ungar, faðir minn kenndi mér í barnaskóla – en ég var ósköp lítill og asnalegur og not- aði þetta mér til björgunar. Sem varð svo til þess að ég losnaði þarna út úr styrjöld- inni fyrir kraft Elvis Presley og Halldórs Laxness. HL og EP gera líka samtals HELP. Hjálpin kom úr tveimur áttum, bæði inn- an frá og utan að,“ segir Megas, sem heill- aðist af verkum nóbelskáldsins á svipuðum tíma. „Um það leyti sem Presleyæðið var að fara í gang, þá var Laxness að lesa Gerplu í Útvarpið og ég man að ég sat með bókina, sem þá var komin út prentuð, og ég var með fingurinn undir hverri línu og las meðan ég hlustaði. Og alltaf þegar hann breytti eitt- hvað til, notaði eitthvert annað orð en stóð í bókinni, þá leið mér eins og ég hefði náð í bútlegg. Þannig að það var annars vegar Elvis Presley, með sína lýrík, sem aðallega var upprunnin hjá blökkumönnum, þó það væru aðallega hvítir menn sem skrifuðu lögin, þá var þetta dulkóðað klám, oft ein- hverjar töfraþulur eins og Awop-bop-a-loo- mop alop bom bom hjá Little Richard. Svo komu hins vegar þessir löngu og miklu text- ar Laxness, sem talaði í skrítnum, dularfull- um og merkilegum orðum. Mér fannst þetta styrkja hvað annað; annars vegar töfraþul- urnar, sem höfðu enga merkingu eða til- gang annan en að koma ákveðnum skila- boðum á framfæri og svo þessi nákvæmlega útskrifaði stíll Laxness, sem er náttúrulega allt öðruvísi en bækur eru í dag. Það er í mesta lagi jafnfeitur stíll á þeim og Íslenskri fyndni. Íslenskur blús Það þykir sjálfsagður hlutur að krakkar teikni, en mér fannst í raun og veru enginn munur á því að teikna og gera lög – hvort tveggja var einhverjar línur. Mér fannst að fyrst ég hefði áhuga á músík, þá færi ég sjálfur í að búa hana til. Auk þess sá ég sjálfan mig sem Presley og þurfti eitthvað efni til að syngja en fannst ekkert íslenskt vera nógu gott. Margt var gott svo sem, en ekkert nógu gott, þannig að ég þurfti bara að búa það til, svona eins og Róbinson Krúsó gerði. Ég var lengi að pæla hvernig hægt væri að flytja þennan blús, sem rokk- ið byggðist á, yfir í íslenskt samhengi. Mér datt helst í hug að nota þessa kirkjutón- tegund sem Íslendingar hafa einir varð- veitt, lydísku tóntegundina, sem til dæmis Ísland farsælda frón er í. En eftir áralanga viðureign komst ég að því að það væri ger- samlega ómögulegt því lydíska tóntegund- „Mér verður orða vant þegar ég á að lýsa honum. Það er svo erfitt að lýsa honum,“ segir Einar Örn Bene- diktsson tónlistarmaður um Megas. „En núna rétt um daginn minntist ég þess hvað hann væri frábær. Og það held ég ennþá. Kvikari huga hef ég ekki hitt. Hann er bara sér á báti.“ Einar Örn Benedikts- son tónlistarmaður Sér á báti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.