Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Page 27
DV Helgarblað föstudagur 27. júlí 2007 27 in þoldi engan hraða – enda kirkjutón- tegund. En þegar maður er að eltast við eitthvað sem er gersamlega ómögulegt, þá kemst maður ekki hjá því að græða eitt- hvað á leiðinni,“ segir Megas. Byrjaði snemma að skrifa „Ég skrifaði texta, sem kannski voru ekki par merkilegir, en maður hefur nú dregið þá inn á plötur á efri árum – eins og Gamla sorrí Grána og Gamla skrjóðinn,“ segir Megas þegar hann er spurður um hvenær hann byrjaði að skrifa. „Svo gerði ég líka lög við texta Laxness, en ég tímdi ekki að eiga þau bara til hálfs við hann svo ég gerði nýja texta við þau. Ég var mjög duglegur við Kvæða- kverið og gerði til dæmis lag við Bráðum kemur betri tíð, sem er sennilega besta lag sem gert hefur verið við það kvæði.“ Dæmdur í píanókennslu Hann lærði á píanó, en var ekki sérlega áhugasamur um námið. „Ég var dæmdur í píanókennslu og ég samdi menúett sem bróðir minn var mjög hrifinn af, svo hann sýndi píanókennaranum hann. Þessi píanó- kennari var stakur ógæfumaður, hann hafði aldrei náð neitt lengra en að vera píanó- kennari og æfa með leikhúskvartettum sem hann fékk aldrei að koma fram með. Hann var rosalega beiskur og júðahatari af fyrstu gráðu. Hann hataði blökkumenn og sagði að tónlist þeirra væri villimannamús- ík; allt rokkið og blúsinn. Það má eiginlega að segja að þessar fasistaskoðanir hans hafi haft mikið uppeldislegt gildi, því það kom svo fram í hnotskurn hvað þetta var asnaleg afstaða. Maður sagði náttúrulega bara „já og amen“ en hugsaði á sama tíma „djöfull er hann vitlaus“. Ég var ekki gefinn fyrir æf- ingar og nennti ekki að sitja og spila aftur og aftur sama lagið auk þess sem ég hafði enga fullkomnunaráráttu. Mishljómar Þegar ég komst svo á gelgjuna þá fór ég að nota þetta læsens sem maður hafði til að gera hávaða í íbúðinni og spilaði þá alger- ar hrollvekjur sem allt voru mishljómar, allt var strítt og stakk hvað annað. En foreldrar mínir héldu að þetta væru æfingar, svo þau hörkuðu af sér og lifðu þetta af,“ segir Megas sem var sérstaklega hrifinn af mishljómun- um. „Mishljómarnir heilluðu mig ofboðs- lega, ég skrifaði meira að segja kennslu- bók í nýrri tónlistarformúlu sem fólst í því að heimatóntegundin var níund og arg- ari ómstríð tónbil voru gegnumgangandi og leystust upp í mildari mishljóma. Þetta var allt byggt upp á mishljómum og það var aldrei sami takturinn tvo takta í röð. Ég gerði mjög nákvæma kennslubók í þessum fræðum. En svona tónverk eru sjálfsagt best geymd á pappír. Ég naut seinna góðs af því í útsetningum að vera með mishljómana á hreinu. Elvislaus munaðarleysingi Alltaf þegar það komu ný lög með Presley þá fór maður að pæla í því hvaða gimikk væru þar á ferðinni og hvert einasta lag bjó yfir einhverju nýju trixi. Svo þegar Presley fór í herinn var ég bara skilinn eftir munað- arlaus. Þá var ekkert í boði nema eitthvert rjómalollípopp, sem mér fannst ekkert varið í og ég fór að feta mig inn í klassíkina. Fór að pæla í þjóðlögum og í menntaskóla hlustaði ég mikið á klassíska músík. Þá duttu þessi dægurlagaskrif mín niður, en allir í kring- um mig skrifuðu kvæði og maður þarf jú að gera það í Róm sem Rómverjar gera, svo ég fór út í mikinn skáldskap. Ég hafði dott- ið ofan í James Joyce og fannst ákveðinn skyldleiki með því sem hann skrifaði og var fyrst og fremst fyrir eyrað – og þessum dul- kóðuðu lögum sem komu frá blökkumönn- unum. Ég gerði ekki marga texta við lög á þessum tíma, en einbeitti mér að því að gera texta þar sem öllu var hrært saman og ekki stóð steinn yfir steini. Ég fékk nú ekki góða krítík og þetta þótti með verra bulli sem birst hafði í skólablaði MR. Þar var birt kvæðið Kadúkkíkvæði sem fékk sjálfkrafa á sig lag og rataði nýlega inn á plötu Möggu Stínu. Það lag er síðan ég var í fjórða bekk í menntó. Á flestum plötunum mínum sting ég inn gömlum lögum og staðreyndin er sú að þau eru yfirleitt betur unnin.“ Endalausar hrúgur af lögum Megas hefur samið ógrynni af lögum sem mörg hver eru ókláruð og hafa aldrei komið út. „Ef enginn tilgangur var með lag- inu, þá nennti ég ekkert að klára það svo ég á endalausar hrúgur af ófullgerðum lögum sem ég hef stundum sótt í. Ég get ekkert gengið á þennan forða og klárað hann – það yrði allt of leiðinlegt. En oft er það bara til- viljun sem ræður því að þessi lög rata inn á plötur,“ segir hann. Bítlar, Stones, Donovan og Dylan „Svo komu Bítlarnir og Rolling Stones þegar ég var í Menntaskólanum og ég var lengi tregur að gútera þá. Ég var með þá kenningu að það væru einhverjir fræðingar sem skrifuðu lögin ofan í þá en þeir væru látnir syngja þau því þeir voru nógu sætir. Svo neyddist ég nú til að viðurkenna að það var komið eitthvað nýtt,“ segir Megas. Og Presley var kominn úr hernum. „Hann var reyndar orðinn að fjölskylduskemmtun en hann var þó kominn,“ segir hann. „Að lok- um gat ég ekki annað en horfst í augu við það að það voru komnir fram margir músí- kantar sem gerðu lög – og texta sem gengu við lögin. Bítlarnir voru rosalega fínir músí- kantar sem gerðu flott lög og Rolling Stones með sínum hætti líka, þótt þeir væru hrárri. Svo kynntist ég Donovan, þá var ég búinn að klára menntaskólann. Mér fannst það djöfulli flott hvað hann gerði langa texta og þarna var komin ábending um að mað- ur gæti skrifað hvað sem væri í texta, það mætti þess vegna vera tíu til tuttugu mín- útur.“ Svo kom að því að Megas heyrði fyrstu plötuna með Bob Dylan. „Ég sagði við kunningja minn sem kynnti mig fyrir plöt- unni að þessi Dylan væri bara stækkuð út- gáfa af Paul Anka og hefði ekkert skrifað af þessum textum. Það væru einhverjir fræði- menn sem skrifuðu þessa texta, en þeir væru bæði sköllóttir og ljótir svo Dylan væri teflt fram sem höfundi. Ég var sannfærður um að þetta væri bara plott. Svo áttaði ég mig á því að hann var bara háskóladroppát eins og ég, sem hafði ýmislegt að segja og þarna kom fyrsti læsensinn á að maður gæti gert það sem maður vildi og hefðin væri opin í báða enda. Þá var maður alveg frjáls. Til að halda upp á það þá gerði ég texta sem hét Jason og gullna reifið, sem var tuttugu tíu lína erindi og tók 27 mínútur í flutningi. Það hefur verið spilað inn þetta lag – en mað- ur var alltaf bundinn af því að plötuhliðin var bara tuttugu mínútur og þetta lag fór sjö mínútur fram yfir. Þegar ég komst svo fyr- ir rest í stúdíó, þá bara stóðu útgefendurnir með skeiðklukku yfir manni.“ Gnúpverjaníð Textagerð í menntaskóla segir Megas bara hafa verið eftir hendinni. „Eitthvað gerði ég af ferskeytlum á þessum tíma sem enduðu í langa bálknum Fram og aftur blindgötuna, sem Ragnhildur Gísladóttir söng svo brot úr á Pældu í því sem pælandi er í. Viðlagið í þessum bálki minnir á Kenn- edy forseta. Það var einhver setning úr fer- skeytlu held ég, sem ég sneri upp á Kenne- dy og menn hneyksluðust mjög yfir því að ég væri að gera grín að honum, þannig að þetta fékk ekki góðar móttökur. Svo lenti ég í girðingarvinnu í Gnúpverjahreppi. Þar sem ég var eini Reykvíkingurinn þá var ég lagður í einelti, svo ég skemmti mér við að gera níðvísur um hreppinn. Þær hafa nú ekki ratað inn á plötu. En Geir minn Geir með vörtu, sem var sungið á Megasukk- plötunni, það var upphaflega tileinkað Geir Hallgrímssyni. Ég var að fara drulluþunn- ur á þriðjudegi loksins í vinnuna, hafði ver- ið í Reykjavík yfir helgina og endaði á fyll- eríi allan mánudaginn. Á leiðinni datt mér þetta í hug og fannst það mjög sniðugt, Geir með geirvörtu – Geir með vörtu. Svo tók ég traustataki tvo fyrstu taktana í lagi sem var í gangi þá og til varð þetta lag. Það má kannski segja að þessi níðkvæði hafi ýtt mér aftur af stað í dægurlagagerðina.“ Stærðfræðitrix Megas hefur ekki bara gert lög við eig- in texta. Hann samdi, eins og fyrr segir lög við kvæði Halldórs Laxness á sínum tíma og nýlega samdi hann lög við texta Þorvaldar Þorsteinssonar fyrir leikritið Lífið - notkun- arreglur. „Það var skemmtileg pæling því ég fékk hráa, ófullgerða texta til að vinna með. En það var gaman að gera það. Mað- ur reyndi að ná andanum í karakternum sem söng lagið og textanum sjálfum. Maður gerði kannski línu við hluta af erindinu og síðan sneri maður því við – það er að segja seinnihlutinn var spegilmynd af fyrrihlut- anum. Þetta eru svona stærðfræðitrix sem Bach notaði mikið. Það var alveg makalaust hvað það gat verið flott hjá honum. Apað, svo skapað Árin í kringum Á bleikum náttkjól- um, sem kom út 1977, sat ég langtímum á Landsbókasafninu og skrifaði upp allt sem mér fannst bitastætt í þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar. Hún var algerlega ófáanleg þessi bók og borin von að eignast hana því hún var svo dýr. Þannig að maður bara skrif- aði og skrifaði. Þá fór ég að pæla svolítið í þjóðlögum og kvæðamannastemmum sem voru mjög einfaldar og ég reyndi að kópíera þær. Það er nefnilega þannig að fyrst apar maður og svo skapar maður. Fyrst stælirðu allt sem þú kemst í og síðan geturðu farið að gera eitthvað sjálfur.“ Vísa í allt sem vísandi er í Tilvísanir eru áberandi höfundarein- kenni Megasar. Hann tekur undir að hann notið þær mikið í skrifum sínum. „Ég vísa í allt sem vísandi er í og mögulegt er að fleiri en ég hafi séð. Ég vísa til dæmis í mynda- sögur í blöðunum. Það er svolítið komið frá Dylan. Mítólógían sem er á bak við textana hans er úr öllum áttum. Nokkuð vel mat- reiddur hrærigrautur úr öllum mögulegum kúltúr. Mér fannst það alveg til fyrirmynd- ar. Tilvísanir geta verið svo góðar vörður, þannig að menn geti átt auðveldara með að ná því sem verið er að segja – en það er náttúrulega alger gríska í eyrunum á þeim sem ekki þekkja það sem vísað er í. Ef til- vísunin er rétt valin og hún hljómar vel, þá gildir það einu. Það hefur enginn ungling- ur komið til mín og kvartað yfir því að hann skilji mig ekki. Það eru bara fullorðnir sem gera það.“ Rokkað guði til ergelsis En las Megas sjálfur mikið af ljóðum? „Þegar maður er í barnaskóla þá eru náttúru- lega borin fyrir mann Skólaljóðin og þau eru ekki sérlega skemmtileg. En svo fékk maður aðgang að sýnisbókum í menntaskóla. Það voru þá kannski sýnisbækur íslenskra bók- mennta frá upphafi. Mér finnst miðalda- kveðskapurinn svo skemmtilegur. Svo kem- ur rómantíkin, sem er leiðinlegri. Maður fór Tolli myndlistarmaður Bókmennta- legasti rokkari 20. aldar „Ég þekki báðar hliðarnar á hon- um. Önnur hliðin er sú að þetta er yndislegasti og skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst,“ segir listamaður- inn Tolli um Megas. „Hann er frábær húmoristi og hefur svo margt sem góðan mann getur prýtt. Hin hliðin er ansi dimm og hörð, svolítið „dark side of the moon“, en það er kannski ekk- ert á kostnað snilligáfunnar. Þetta fer eftir því í hvaða fluggír hann er,“ seg- ir Tolli sem kveðst hafa lítil samskipti við Megas þegar hann gengur þeim megin á veginum. „En þau samskipti sem ég hef haft við Megas hafa bara verið góð.“ Tolli var meðal annars með Meg- asi í hljómsveitinni Ikarusi til skamms tíma á fyrri hluta áttunda áratugarins. „Og ég held að það hafi verið fyrsta kommbakkið hjá honum þegar hann kom inn á plötuna sem ég gerði sem útskriftarverkefni frá Myndlistarskól- anum. Það var mjög skemmtilegt.“ Það stendur ekki á svari þegar Tolli er spurður hver sé staða Megasar í ís- lenskri tónlistarsögu að hans mati. „Það er alveg klárt að hann er bók- menntalegasti rokkarinn á 20. öld. Það er eins og með Dylan að maður heyrir oft ekki dýptina í melódíunum fyrr en aðrir taka þær. Þegar maður hlustar til dæmis á Bryan Ferry taka Dylan núna heyrir maður þá rosalegu breidd sem er í melódíunum, og það er það sama og maður hefur oft heyrt í melódíun- um hjá Megasi því hann vill stundum verða svolítið ferkantaður.“ Framhald á næstu opnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.