Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Side 33
þjálfað Skjern í fjöldamörg ár en vildi breyta til og sinna öðrum verk- efnum innan félagsins. Aron segir það hafa hjálpað sér mikið að hafa jafnfæran þjálfara og Anders Dahl sér við hlið. „Ég tók við starfinu hjá Skjern og hafði Anders Dahl-Niel- sen sem aðstoðarþjálfara en hann þjálfaði liðið í mörg ár áður en ég tók við því. Það hjálpaði mér mikið að hafa jafnreyndan mann með mér og Anders Dahl en hann varð sjálf- ur framkvæmdastjóri félagsins. Árin þrjú í Skjern þar sem ég var atvinnu- þjálfari gáfu mér mjög mikið. Ég fékk tækifæri til þess að kynna mér allt ofan í kjölinn eins og til dæmis líkamlega þáttinn. Ég hef trú á því að það hafi komið sér vel fyrir mig því á þremur árum sem atvinnu- þjálfari hef ég lært hluti sem tækju mig heila eilífð að læra sem þjálfari hér heima á Íslandi.“ Þurfum að hugsa fram á við Á löngum ferli sínum hefur Aron leikið undir stjórn fjölmargra reyndra þjálfara. Hann segir það hafa hjálpað sér mikið í þjálfun sinni að vera með ólíka blöndu þjálfara á sínum leik- mannaferli. „Það hafa verið forrétt- indi að hafa haft eins marga góða þjálfara og ég hef haft á mínum ferli sem leikmaður. Þeir þjálfarar sem ég hef haft hafa verið sterkir á mismun- andi sviðum. Ég hef haft Jóhann Inga Gunnarsson ásamt Gauta Grétars- syni sem var sterkur með líkamlegu hliðina. Ég hafði Viggó Sigurðsson í mörg ár auk Gunnars Gunnars- sonar og Sigurðar Gunnarssonar að ógleymdum Anders Dahl-Nielsen sjálfum. Þeir landsliðsþjálfarar sem ég hafði voru líka góðir og ég lærði mikið af þeim. Nokkrir af þessum þjálfurum voru leikstjórnendur eins og ég og því græddi ég mikið á þeim. Þannig hef ég líka myndað mér skoð- un hvernig ég ætla mér að nýta leik- stjórnanda í mínu liði. Það er mitt mat að þjálfarinn og leikstjórnand- inn þurfi að sjá hlutina með svipuð- um hætti ef sóknarleikur liða á að virka vel,“ segir Aron. Auk þess að vera þjálfari meist- araflokks Hauka hefur hann ráðið sig sem framkvæmdastjóri handknatt- leiksdeildar félagsins. Aðspurður hvernig starfslýsingin sé segir Aron að hún sé tvenns konar. Annars veg- ar sinnir hann þjálfuninni og sér um tengingu milli elstu flokka hjá fé- laginu auk þess sem hann kemur að vinnu utan vallar. Sú vinna teng- ist fyrst og fremst umgjörð félags- ins. „Starfslýsingin hjá mér er í raun í mótun ennþá. Haukar eru stórt íþróttafélag og aðalstjórn félagsins hefur unnið að því að fá menn til að vinna betur saman innan félagsins. Ég kem að þeirri vinnu ásamt öðr- um innan félagsins. Þannig að körfu- boltinn, handboltinn og fótboltinn vinna saman svo að æfinga- og leik- tímar rekist ekki á. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að börnin þurfi að velja á hvaða æfingu þau ætla sér að fara. Starf mitt felst í því að sinna þjálfuninni og stofna teymi þjálf- ara frá 4. flokki og upp úr hjá hand- knattleiksdeildinni til að starfið verði faglegra þar. Við ætlum að reyna að fá fleiri leikmenn til að skila sér upp í meistaraflokk félagsins og erum auk þess að vinna að kerfi sem skil- ar okkur fullmótuðum leikmönnum í meistaraflokkinn. Hinn hluti starfs míns hér sem framkvæmdastjóri felst í því að bæta umgjörðina í kringum félagið. Það hafa ótrúlega margir unnið í kringum Haukana undanfarin ár og það verð- ur að haldast þannig áfram. Það er ekki nóg að ráða bara framkvæmda- stjóra og henda allri vinnu á hann því þá verður engin þróun fram á við hjá félaginu. Ég ætla mér líka að sækja hugmyndir til þess hvernig hlutirnir hafa verið gerðir í Danmörku. Hluti af þeim hugmyndum snertir um- gjörð í kringum styrktaraðila félags- ins. Ég ætla mér að reyna að koma af stað nokkurs konar fyrirtækjaklúbb innan deildarinnar. Þangað fara þau fyrirtæki sem setja pening í starfið og fá eitthvað meira í staðinn en bara auglýsinguna sína. Við ætlum í raun að gera handboltann að meiri aug- lýsingavöru og markmiðið er að það verði eftirsóknarvert að vera með í fyrirtækjaklúbbnum hjá Haukum. Ég þarf bara að passa mig að vera ekki í vinnunni frá sex á morgnana til tvö á nóttunni því verkefnin eru gríðar- lega mörg.“ Aron bætir við að það hafi að mörgu leyti gleymst að líta fram á við hjá félaginu. Hann segir að menn hafi verið of duglegir að hugsa um það sem gert hafi verið áður hjá Haukum. „Meistaraflokkurinn hef- ur verið í ákveðinni lægð undanfar- ið og það gerist oft þegar það hefur verið mikil velgengni að fólk verður dálítið ánægt með sig. Þá gleymist að líta fram á veginn og menn kíkja frekar til baka og stæra sig af fyrri af- rekum. Við það er hætt við að önn- ur lið fari fram úr manni vegna þess að það ætla sér allir að ná þeim sem leiðir hópinn.“ Höfum sofið á verðinum Talið berst að stöðu handboltans hér heima á Íslandi. Aron segir það ótrúlegt hversu mikið áhorfendum á handboltaleikjum hefur fækkað. „Það eru ekki svo mörg ár síðan að það voru mjög margir áhorfendur á handboltaleikjum. Það er ótrú- legt hvað hefur fækkað áhorfend- um á leikjum hér heima á stuttum tíma. Handbolti er og verður þjóð- aríþrótt Íslendinga, það er þar sem íslenska þjóðin sameinast. Það eru svona turnar í íslensku íþróttalífi eins og handboltalandsliðið er sem sameinar þjóðina. Það sýnir manni að áhuginn er til staðar og því tel ég mikilvægt að fyrirtæki í landinu setji líka peninga í handboltann hér á landi. Ég held það séu þó nokkrar ástæð- ur fyrir því að það fækkar á hand- boltaleikjum. Við höfum misst marga leikmenn út í atvinnumennsku og allt í einu eru það orðnir mjög ung- ir leikmenn sem spila leikina og al- menningur þekkir þá leikmenn ekki. Mér finnst samt tilhneigingin vera sú að leikmenn komi heim frá út- löndum sem gerir vonandi deildina meira spennandi. Auk þess tel ég að markaðs- og fjárhagslega höfum við algjörlega sofið á verðinum bæði hvað félagsliðin og sambandið varð- ar. Það er samt ekki alltaf bara hægt að benda á handboltasambandið eða næsta félag við hliðina á. Maður verður fyrst að taka til hjá sjálfum sér áður en maður fer að benda á aðra. Það erum við í Haukum að reyna að gera.“ Haukar hafa bætt við sig nokkrum öflugum leikmönnum fyrir veturinn og telur Aron að liðið eigi góða mögu- leika á að blanda sér í toppbaráttuna á næsta keppnistímabili „Það hafa verið miklar breytingar hjá okkur eft- ir síðasta tímabil. Við höfum misst hornamennina Guðmund Pedersen í FH og Samúel Árnason sem hætt- ir. Auk þess er skyttan Árni Sigtryggs- son farinn til Spánar. Við höfum bætt við okkur í skyttustöðunum með til- komu Gunnars Berg Viktorssonar, Halldórs Ingólfssonar og Arnars Jóns Agnarssonar. Þar fyrir utan höfum við líka fengið Gísla Guðmundsson í markið með Magnúsi Sigmunds- syni. Auk þess sem Arnar Pétursson fer á línuna næsta vetur sem er nýtt fyrir hann, þar verður hann ásamt Kára Kristjáni Kristjánssyni. Þetta er ekki mikil viðbót í leikmannafjölda en ég held að breiddin sé fín í lið- inu og blanda leikmanna sé góð. En það gæti tekið tíma að fá liðið til að virka saman. Ég held samt að við ætt- um alveg að geta verið með lið sem á heima í fjórum efstu sætunum,“ segir Aron að lokum. kari@dv.is DV Sport föstudagur 27. júlí 2007 33 Hugmyndasmiður Haukamanna „Þá varð ég að velja hvort ég vildi fara í end- urhæfinguna og taka sénsinn hvort ég gæti komið til baka sem leik- maður eða hvort ég vidi hella mér út í þjálf- un strax. Ég ákvað að taka þjálfarastöðuna hjá Skjern og sé alls ekki eftir því.“ Er stórHuga aron ætlar sér stóra hluti með Haukana. gömul kEmpa aron var öflugur leikmaður á sínum tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.