Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Qupperneq 37
DV Helgarblað föstudagur 27. júlí 2007 37 voru allir sammála um að ég ætti ekki að láta mig dreyma um að nokkrum lifandi manni dytti í hug að gefa þessa lög út. Æskulýðs- fylkingin átti reyndar inni pressun á tveim- ur plötum í Sovétríkjunum. Sóleyjarkvæði var til dæmis kostað af Sovétmönnum. Svo áttu þeir eina eftir og þá var hugmyndin að gefa út eitthvað af mínu stöffi, en það varð aldrei neitt úr því,“ segir Megas. „Hann seg- ist ekki hafa verið pólitískur á þessum tíma. „Ég var búinn að ljúka því af. Ég hafði verið mikill Stalínisti fram að gelgju. Ég man eftir að hafa reynt að verja Stalín í menntaskóla – en það var meira af vilja en mætti.“ Fyrsta platan Megas fór til Noregs í nám í þjóðhátta- fræðum, þar sem fyrsta platan hans var tek- in upp. „Þegar ég fór til Noregs 1971, þá var þar mikil útgáfa á allskyns prótestlögum og kvennabaráttulögum. Þá kom sú hug- mynd upp meðal stúdentanna að gefa út plötu með þessum textum mínum. Svo var það íhaldsmaður, Steingrímur Gunnars- son, sem hrinti því í framkvæmd. Komm- arnir voru alltaf helvíti miklir hugmynda- smiðir, en minni framkvæmdamenn. En þessi maður sem titlaði sig íhaldsmann, var ekki íhaldssamari en svo að honum fannst þetta fínir textar. Þó voru margir sem hrein- lega gengu út þegar ég var að flytja þetta. En áður en nokkur vissi af var Steingrím- ur kominn með tvo Íslendinga, sem voru í tæknifræði og tannlækningum og höfðu spilað með einhverjum hljómsveitum en höfðu lagt spilamennskuna á hilluna. Hann fékk þessa menn til að draga fram gítarana aftur og spila undir á þessari plötu. Svo var stúdíó í tækniskólanum hjá tæknifræðingn- um – svo þetta var bara allt klárt. Og enginn útgefandi til að sensora eitt eða neitt. Platan tók 20 tíma í vinnslu, annar gítaristinn spil- aði líka á kontrabassa og svo hafði hann að- gang flautuleikara. En við vorum sammála um það eftir á að það vantaði trommur.“ Og platan kom að lokum út. „Fyrir dugn- að Steingríms og hugmyndafræði manna eins og Ásgeirs Sigurgeirssonar og fleiri þá kom þessi plata út 1972. Fyrsta sending- in var reyndar gölluð, því þeir höfðu sent mér upptökur af norskum sértrúarsöfnuði í staðinn fyrir plötuna mína. Þannig að ég sat uppi með heilt upplag af þessum sértrúar- söfnuði. En ég talaði við Tollinn og platan kom að lokum.“ Versta plata allra tíma Platan, sem bar nafn höfundarins, féll í grýttan jarðveg. „Krítíkin sem þessi plata fékk var á þann veg að hún var talin versta plata allra tíma. Menn algerlega rifu hana niður. Ég skildi nú ekkert í þessu því það var óumdeilanlegt að hljóðfæraleikararnir voru mjög góðir og þetta var fín músík. En hún þótti alveg hundhrútleiðinleg, eða öllu heldur ekki nógu góð til að vera leiðinleg. Þeir dirfðust, þessir fáfræðingar sem ekk- ert vit höfðu á skáldskap eða kappasögum, að segja að ég væri að gera gys að menning- ararfinum. Þeir vissu ekki hvað orðið þýddi einu sinni. En það voru nú alltaf einhverjir sem klöppuðu mér á bakið.“ Guðlast En það var ekki bara meðferð Megasar á menningararfinum sem fór fyrir brjóstið á góðborgurunum. Hann var líka úthrópaður guðlastari. „Þegar ég tæpti á því að sennilega væru Silli og Valdi feður Krists, þá bara varð allt brjálað. Það var nefnilega guðlast. En það var aldrei neitt gert í sambandi við guð- last nema það hefði einhverja pólitíska und- irtóna. En þarna var ég að gefa í skyn að sá Kristur sem er dýrkaður í dag væri afkvæmi borgarastéttarinnar, getinn til að halda úti sölumarkaði þar sem allt á að seljast,“ segir Megas. Lögin hrúgast upp Á áttunda áratugnum gaf Megas út fimm plötur til viðbótar, sem misvel gekk að fá gefnar út. En tókst þó. „Þegar fyrsta platan kom út átti ég efni á fjórar plötur - og meira ef allt er talið. Ég taldi mig hafa fordæmi með nýju plötunni, sem seldist upp, svo ég fór í það að reyna að finna útgefanda og ég held að ég hafi talað við hvern einasta útgef- anda á landinu. En það var alltaf sama sag- an. Nei-ið var alltaf mjög lengi að koma, en það kom alltaf fyrir rest. Það treysti sér eng- inn til að gefa þetta út. Þannig að lögin héldu bara áfram að hrúgast upp. Ég var í vinnu við höfnina og þar vann ég allan daginn, en neit- aði að vinna yfirvinnu því ég þurfti að hafa tíma til að skrifa. Þá bara fylltist allt af lögum og textum.“ Þétt útgáfa Demant útgáfa Jóns Ólafssonar fór þess þó á leit við Megas síðla árs 1974 að hann gerði nýja plötu. „Sú plata átti að vera ná- kvæmlega eins og hin platan, en ég bað þá að útvega mér vinsælasta bandið á Íslandi til að spila undir.“ Svo fór að meðlimir Júd- asar léku undir á Millilendingu sem kom út 1975. Á næstu árum kom út hver platan af annarri: Fram og aftur blindgötuna 1976, Á bleikum náttkjólum 1977, barnaplatan Nú er ég klæddur og kominn á ról 1978 og Drög að sjálfsmorði sama ár. Pönkað Spilverk Á bleikum náttkjólum var samstarfsverk- efni Megasar og Spilverks þjóðanna, sem út- gefandinn Jóhann Páll Valdimarsson leiddi saman. „Það var mikið gaman að vinna með þeim. Þeir fengu líka að gera hluti sem þá hefði aldrei dreymt um að gera undir eigin nafni. Pönkið var að ryðja sér til rúms á þess- um árum í Bretlandi og okkur tókst að gera þarna eitt tótal pönklag og annað sækadel- ik pönklag – þannig að þessi plata lumaði á ótrúlega breiðu prógrammi; bæði mjög gam- aldags og svo það allra nýjasta. Ég lagði til að þessi plata héti Sjö svört tungl sem elta hvert annað, en það þótti ekki mjög söluvænlegt.“ Úr djeilinu í barnaplötu Sennilega hefur ekki mörgum dottið í hug á þessum árum að Megas ætti eftir að gera barnaplötu. „Kunningi minn sagði mér að það væri kominn tími á barnaplötu til að treysta framtíðarhlustun. Svo ég raðaði upp prógrammi sem byrjaði á morgunbænum og rúllaði í gegnum daginn með leikjum, um kvöldið kom svo hryllingurinn því það var til siðs að gera börn alveg vitfirrt af hræðslu og róa þau svo niður með Bíbí og blaka. For- eldrar tóku nálina gjarnan af plötunni þeg- ar komið var að þriðja þætti. Ég hafði verið dæmdur til að sitja í djeilinu þarna í ein- hvern tíma fyrir fíkniefnamisferli, því ég ætl- aði mér ekki að borga sekt. En útgefandinn borgaði mig út, af því að hann hafði bókað stúdíó til að gera þessa barnaplötu. Ég gerði líka tillögu að umslagi fyrir þessa plötu, það var mynd af Hitler að labba með lítilli stúlku. Þessari tillögu var hafnað.“ Hvíldinni feginn Eftir Drög að sjálfsmorði hafði Megas hægt um sig í nokkur ár – enda dauðþreytt- ur, eins og hann segir sjálfur. „Það hafði verið svo mikið að gera að ég þurfti bara að hvíla mig. Maður var náttúrulega búinn að útja- ska sér í allan djöfulinn, þannig að ég fór á sanatóríum hjá SÁÁ uppi í sveit. Þessi kem- ikalía sem maður var að éta var farin að hafa frekar slæm áhrif og skrokkurinn hafði bara ekki möguleika á því að stunda þetta meir. Ég skrifaði einhver firn af hálfköruðum lög- um síðustu tvo mánuðina áður en ég fór upp í sveit. Mörg þeirra hafa nýst mér mjög vel, því ég hef getað tekið þau og klárað síðar. En ég var hvíldinni feginn.“ Inn í hlýjuna Árið 1984 kom Megas svo fram á Fingra- förum Bubba Morthens, með tvö lög eftir sjálfan sig. Áður hafði hann komið fram með Tolla og hljómsveit hans, sem seinna varð Íkarus. Eiginleg ný Megasarplata kom hins- vegar ekki út fyrr en 1986, eftir sjö ára þögn. Í góðri trú kom út, eftir mikla leit að útgef- anda sem var til í að veðja á Megas á nýjan leik. Síðan þá hefur hann reglulega sent frá sér plötur, sem hann hefur unnið með tón- listarmönnum úr ýmsum áttum. Spurður um hvort einhver plata standi upp úr nefnir Megas plötuna Loftmynd sem kom út 1988. Ekki af því að hún er betri en aðrar plötur – en hún seldist betur. „Hún lenti í jólapökk- unum og er eina platan mín sem hefur lent þar. En platan Höfuðlausnir sem kom út þarna nokkrum mánuðum síðar var af ein- hverjum ástæðum hötuð og fyrirlitin. En ég komst semsagt inn í hlýjuna með Loftmynd- inni og var þá tiltölulega klín – var ekki að nota neitt kemikalía og sumum fannst það svolítið spes. En svo kveiktu menn á því að á plötunni væru einhverjar myndir og textar sem væru tómur hryllingur. Þá var ég aftur kominn út í kuldann, þannig að ég hef aldrei komist nokkuð inn án þess að það væri stutt út. Sem er gott fyrir menn með klostrófóbíu – sem ég hef reyndar ekki.“ Safnari Megas hefur gefið út ljóð og texta auk þess að þýða leikrit á borð við Litlu Hryll- ingsbúðina. Hann skrifaði æskusöguna Sól í Norðurmýri ásamt Þórunni Valdimarsdótt- ur og skáldsöguna Björn og Sveinn – sem byggir á sögu Axlar-Björns og sonar hans Sveins skotta. Megas er áhugamaður um myndasögur og safnar tímaritum og ýms- um bókmenntum. „Faðir minn var reyndar bókasafnari og ég þigg það sem menn ætla annars að henda,“ segir hann. „Ari í forn- bókabúðinni hans Braga hefur verið dug- legur að benda mönnum á mig sem eru að reyna að losna við bækur og tímarit. Ég leigi kjallara vestur í bæ sem er alveg troðfullur. Það má kannski segja að ég sé safnari að því leyti að hlutirnir safnast að mér.“ Ný plata Ferill Megasar spannar um fjörutíu ár og nú, eftir rúmlega tuttugu plötur, sendir hann nú frá sér nýja plötu – Frágang. Án þess þó að þurfa að berjast fyrir því að koma henni út, eins og áður fyrr. Með Megasi spila Senu- þjófarnir; Guðmundur Pétursson gítarleikari og meðlimir Hjálma 12 lög eftir meistarann. En Megas vill lítið tjá sig um nýju plötuna. „Ja, hún er ný - frekar en níð,“ segir hann þó að lokum. gudmundurp@dv.is Sveinn Yngvi Egilsson, dósent í íslenskum bókmenntum við Há- skóla Íslands Einfaldlega gott skáld „Ég er ekki búinn að heyra nýju plötuna hans Megasar en hef verið að dusta rykið af eldri plötunum hans og reyndar að rifja upp Bob Dylan um leið,“ segir Sveinn Yngvi Egilsson, dósent í íslenskum bókmenntum. „Ég er sérstaklega hrifinn af ballöðum þeirra eða lögum sem segja sögu af alls konar fólki og atburðum. Sögurn- ar eru oft hálfsúrrealískar, orsakasam- hengið er óljóst, eitthvað gerist, en af hverju? Ástfangið fólk er í sólbaði við Framnesveg, svo er farið upp í Rauð- hóla og þar myrðir unnustinn unn- ustuna – af því bara, að því er virðist. Dylan er álíka óljós og fljótandi, fólk kemur og fer í lögunum, rennur sam- an og sundur, það er hoppað fram og til baka í tíma en allt verður þetta einhvern veginn sjálfsagt og skiljan- legt meðan maður hlustar á lagið. Að sumu leyti finnst mér þeir vera eins og arftakar þjóðkvæðanna, sagna- dansanna þar sem örlögin ráða miklu og fólk gerir eitthvað og veit ekki af hverju, þetta bara gerist og svo held- ur lífið áfram. Tangled up in blue, A simple twist of fate, Gamansemi guð- anna, Örlagaglettur... Á hinn bóginn eru þeir uppfullir af ráðleggingum um rétta breytni, spakmælum sem geta líka verið útúrsnúningur, elsku- leg þvæla en þó svo full af brjóstviti og raunsæi,“ segir Sveinn Yngvi. Sveinn Yngvi sá um námskeið um dægurlagatexta í íslenskuskor Há- skóla Íslands í vor þar sem meðal annars var fjallað um Megas. „Það eru svo margar hliðar á honum sem eru spennandi. Hann er einfaldlega gott skáld – hann hefur ort fjölmarga texta sem hægt er að lesa sem ljóð, en aft- ur á móti öðlast orðin oft aukamerk- ingu og margræðni í flutningi hans. Það gerist eitthvað þegar hann túlk- ar orðin með þessari sérstöku rödd, þessari rödd sem er dálítið rám en líka svo ljúf, bæði íronísk og einlæg. Svo er hann líka gott tónskáld – lög hans við Passíusálma Hallgríms Pét- urssonar finnst mér til dæmis með því betra sem hann hefur gert. En það sem ég met einna mest við hann er hvernig honum hefur tekist að færa í orð reynslu borgarbarnsins. Í textum sínum og lögum hefur hann skapað stórmerkilega Reykjavík, með vört- um og öllu. Um leið hefur hann end- urnýjað íslenskuna og gert hana að nútímalegu tjáningartæki. Ég held að það sé ekki síst honum að þakka að rokkarar og popparar syngja svona mikið á móðurmálinu. Hann hefur hvað eftir annað sýnt að það er hægt að tjá sig á svalan og sannfærandi hátt á íslensku. Og ef það gengur ekki al- veg – ja, þá má alltaf sletta... Listræn- ar slettur Megasar endurspegla þá ís- lensku sem töluð er á götunum, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.