Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Side 40
Ættfræði DV ættfræði U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Í fréttum var þetta helst... 27. júlí 1927 Upphaf 27. júlí 1927 baðst Jón Þorláksson forsætisráðherra lausnar fyrir ráðu- neyti sitt. Alþingiskosningar höfðu farið fram 9. júlí og 18 dögum síðar var talningu atkvæða loksins lokið. Íhaldsflokkurinn hafði beðið ósigur en Framsóknarflokkurinn unnið. Kosningaúrslitin og stjórnarskipt- in 1927 marka straumhvörf í íslensk- um stjórnmálum á 20. öld. Sjónar- mið atvinnufrelsis og frjálslyndis fara nú halloka fyrir dreifbýlishyggju, innflutningshöftum og kröfum sósí- alista og kommúnista um áætlunar- búskap og ríkisrekstur. Langt valda- skeið Framsóknarflokksins er hafið og fram að Viðreisnarstjórn,1959. Síðbúin flokksskipan hægrimanna Árið 1927 var nýtt flokkakerfi í burðarliðnum. Það tók á sig end- anlega mynd fjögurra flokka með stofnun Sjálfstæðisflokksins 1929 og Kommúnistaflokks Íslands 1930. Þessi flokkagerjun hófst 1916 með stofnun Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins, en hægri menn höfðu verið miklu lengur að skipa sér í fylkingu. Þeir komu flestir úr Heimastjórnarflokknum en stofn- uðu síðan ýmsa flokka og misjafn- lega heilsteypta eins og Sjálfsstjórn, Borgaraflokkinn, Frjálslynda flokk- inn og Íhaldsflokkinn. En eftir stofn- un Íhaldsflokksins, 1924, fóru í hönd einhverjar hatrömmustu pólitísku deilur sem um getur hér á landi. Uppgjör milli markaðshyggju og skipulagshyggju Jónasi frá Hriflu verður ekki einum kennt um harða pólitík 1927. Kosn- ingarnar snérust um óvenjuskýrar grundvallarlínur: Ríkjandi athafna- frelsi eða samvinnustefnu og sósíal- isma. Fyrir Alþingiskosningarnar 1927 hafði Íhaldsflokkurinn á að skipa langstærsta þingflokknum. Ríkis- stjórn Jóns Magnússonar og síð- an Jóns Þorlákssonar, 1924-1927, er eina hreinræktaða meirihlutastjórn íhaldsmanna sem setið hefur hér á landi og í landskjöri haustið 1926 fengu þeir 54,2% atkvæða. Ýmislegt benti til þess að íhaldsmenn næðu hreinum þingmeirihluta. Þá voru verkamannalaun miklu lægri en í dag, fátækt miklu algeng- ari og afdrifaríkari og velferðarþjón- usta á byrjunarreit. Íhaldsmenn voru hins vegar yfirleitt mjög tor- tryggnir á alla samneyslu svo ekki sé meira sagt. Hér skyldi því láta sverfa til stáls og kosið um grundvallar- gildi. Óréttlát kjördæmaskipan Eftir kosningasigurinn 1927 urðu þeir Jónas frá Hriflu og Tryggvi Þór- hallsson hetjur framsóknarmanna. Tryggvi varð nú forsætisráðherra en Jónas dóms- og menntamálaráð- herra. En þeir Jónas og Tryggvi höfðu notið aðstæðna sem áttu eftir að reynast þeim tvíeggjað vopn. Það var hin óréttláta kjördæmaskipan. Í kosn- ingunum 1927 fékk Íhaldsflokkur- inn 14.441 atkvæði og 13 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 9.962 atkvæði og 17 þingmenn, Alþýðuflokkur- inn 6.257 atkvæði og 4 þingmenn og Frjálslyndir 1.996 atkvæði og 1 þing- mann. Þetta hróplega óréttlæti átti eftir að hitta þá Jónas og Tryggva fyr- ir og verða meginástæðan fyrir sívax- andi deilum þeirra á milli og þverr- andi áhrifum þeirra í eigin flokki. Framsóknaröldin 1927–1959 Maður kom í manns stað í Fram- sóknarflokknum en flokkurinn sat áfram í ríkisstjórnum og fór með forsætisráðuneytið samfleytt næstu fimmtán árin, eða til 1942. Þá sat hér um hálfs árs skeið minnihlutastjórn sjálfstæðismanna, síðan utanþings- stjórn til 1944 og loks Nýsköpunar- stjórnin til 1947. Þá komust fram- sóknarmenn aftur í ríkisstjórn og sátu samfleytt í ríkisstjórnum til ársloka 1958. Með Viðreisnarstjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks, 1959, er loks snúið baki við innflutningshöftum og ýmsum öðrum tilskipunareinkenn- um hagkerfisins og valdaskeiði Fram- sóknar frá 1927 lýkur. Á þessu 32 ára tímabili höfðu framsóknarmenn set- ið í stjórn í 27 ár og haft forsætisráð- herraembættið í 21 ár. Ekki alls varnað Framsóknarmönnum hefur oft verið núið um nasir að hafa hald- ið íslensku þjóðlífi í heljargreip- um hafta og skömmtunar yfir þetta langa tímabil. En þá vill oft gleymast að heimskreppan og síðari heims- styrjöldin voru afgerandi utanað- komandi áhrifaþættir sem ýttu mjög undir tilskipunarhagstjórn hér á landi sem annars staðar. Sjálfstæðismenn og Alþýðu- flokksmenn verða einnig að viður- kenna að þeir unnu ekki gegn inn- flutningshöftum og skammtastefnu er þeir sátu í ríkisstjórnum á árun- um 1939-1959. Líklega skiptir hér mestu máli að upp úr miðri síðustu öld komust jafnaðarmenn að þeirri niðurstöðu að frjáls markaður og samkeppni væru mun farsælli fyrir lágstéttarfólk en þjóðnýting og rík- isfyrirtæki. Það breytir þó ekki þeirri stað- reynd að barátta framsóknarmanna gegn þéttbýlismyndun og hugsjónir kommúnista og jafnaðarmanna um ríkisfyrirtæki, þjóðnýtingu og áætl- unarbúskap, voru rangar stjórnmála- skoðanir sem áttu eftir að hamla hér öllum framförum frá stríðslokum og fram að Viðreisn. Ættfræði DV Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt- næma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk�dv.is. Örn Friðriksson fyrrv. prófastur á Skútustöðum Örn fæddist í Wynyard í Saskatchewan í Kan- ada en ólst upp á Húsa- vík. Hann stundaði nám í dönsku, bókmenntum og tónlist við Kaupmanna- hafnarháskóla, lauk emb- ættisprófi í guðfræði við HÍ og stundaði fram- haldsnám í kirkjusögu við Kaupmannahafnar- háskóla. Örn var sóknarprestur á Skútustöðum 1954-97, prófastur í Þingeyjarpróf- astsdæmi 1986-97 og var lengi kennari við Skútustaðaskóla og Tónlistarskóla Mývatnssveitar og auk þess prófdómari í dönsku og latínu við MA í mörg ár. Þá var hann söngstjóri Karlakórs Mý- vetninga um langt árabil og undir- leikari fyrir kóra Skútustaðakirkju og Reykjahlíðarkirkju. Eiginkona Arnar er Álfhildur Sigurðardóttir, f. 12.6. 1936, fyrrv. ráðskona við Skútustaða- skóla. Börn Arnar og Álfhild- ar eru Áslaug, f. 22.10. 1955, BA í dönsku og þýsku, búsett í Þýska- landi; Friðrik Dagur, f. 8.11. 1956, sagnfræð- ingur og landafræðing- ur í Reykjavík; Arnfríður, f. 2.1. 1960, myndlistar- kennari á Akureyri; Þór- dís, f. 29.10. 1972, starfs- maður hjá Gutenberg í Reykjavík; Sigurður Ág- úst, f. 14.4. 1974, verk- fræðingur í Reykjavík. Foreldrar Arnar voru Friðrik Aðalsteinn Friðriksson, f. 17.6. 1896, d. 16.11. 1982, prófastur á Húsavík og víðar, og k.h., Gertrud Estrid Elise Friðriksson, f. Nielsen 15.2. 1902, d. 27.12. 1986, cand.fil., kennari og organisti. Örn verður að heiman á af- mælisdaginn. Stefán Jóhann fædd- ist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1967, emb- ættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1974, stundaði framhaldsnám í barnalækningum og i fötlunum barna í Banda- ríkjunum á árunum 1976- 82. Stefán Jóhann var heilsugæslulæknir á Ísa- firði 1975-76, var barna- læknir á Barnaspítala Hringsins 1982-86 og hef- ur verið forstöðumaður Greining- ar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins frá 1986. Eiginkona Stefáns Jóhanns er Margrét Oddný Magnúsdóttir, f. 17.5. 1949, lífeindafræðingur. Börn Stefáns Jóhanns og Mar- grétar Oddnýjar eru Hrafnhildur, f. 14.11. 1969, nemi og hús- móðir á Seltjarnarnesi; Magnús, f. 10.7. 1971, stærðfræðingur í Reykja- vík; Jenna, f. 31.12. 1980, læknanemi á Ítalíu. Foreldrar Stefáns Jó- hanns: Hreiðar Stefáns- son, f. 3.6. 1918, d. 10.3. 1994, kennari og rithöf- undur í Reykjavík, og k.h., Jenna Jensdóttir, f. 24.8. 1918, kennari og rithöf- undur. Jenna og Hreiðar voru í hópi allra vinsæl- ustu barnabókahöfunda á síðustu öld. Stefán Jóhann heldur upp á daginn með fjölskyldunni. Vilji einhverjir gleðja afmælisbarn- ið á þessum tímamótum er þeim vinsamlegast bent á styrktarsjóð Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Sigdór Ólafur fædd- ist í Neskaupstað og ólst þar upp. Hann var í barnaskóla í Neskaup- stað og stundaði síðar nám við Sjómannaskól- ann í Reykjavík. Hann stundaði almenn sveita- störf, var við beitningu og í fiskvinnslu á ungl- ingsárunum, var síð- an á vetrarvertíðum og á síldveiðum á sumr- in, fór tvítugur á togara og var til sjós í fimm- tíu ár alls, sem háseti, stýrimaður og skipstjóri á hin- um ýmsu skipum, allt frá mót- orbátum til farskipa. Hann var í fimmtán ár á hafrannsókna- skipum og gerði út eigin bát síð- ustu starfsárin. Sigdór Ólafur bjó í Neskaup- stað til 1956 en hefur síðan ver- ið búsettur í Hafnarfirði og loks Reykjavík. Eiginkona Sigdórs Ólafs var Anna Jóna Loftsdóttir, f. 20.8. 1930, d. 15.3. 1986, húsmóð- ir. Börn Sigdórs Ól- afs og Önnu Jónu eru Jóhann Sigfús, f. 19.4. 1956, málari, nú búsett- ur í Danmörku; Loftur, f. 14.3. 1957, verkamað- ur í Reykjavík; Dagbjört Hanna, f. 28.1. 1959, veitingakona í Reykja- vík; Halldóra, f. 13.8. 1961, húsmóðir í Keflavík. Foreldrar Sigdórs voru Sig- fús Sigmar Sigurðsson, f. 25.4. 1905, d. 23.3. 1935, vélstjóri í Neskaupstað, og Jóhanna Torf- hildur Þorleifsdóttir, f. 4.4. 1905, d. 17.3. 1979, húsmóðir. Sigdór er að heiman á af- mælisdaginn. Á ættfræðisíðu DV munu birtast á föstudög- um stuttar tilkynningar um stórafmæli og áform á afmælisdaginn. Tilkynningunum má koma á framfæri á kgk�dv.is. Mynd af afmæl- isbarninu verður að fylgja með. Sigdór Ólafur Sigmarsson skipstjóri í Reykjavík 80 ára á miðvikudag Stefán Jóhann Hreiðarsson forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins 60 ára á laugardag 80 ára á föstudag Með Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks, 1959, er loks snúið baki við innflutn- ingshöftum og ýmsum öðrum tilskipunarein- kennum hagkerfisins og valdaskeiði Framsóknar frá 1927 lýkur. Á þessu 32 ára tímabili höfðu fram- sóknarmenn setið í stjórn í 27 ár og haft forsætisráð- herraembættið í 21 ár. fösTuDaGur 27. júLÍ 200740 Framsóknaraldar Jón Þorláksson verkfræðingur Hann var helsti málsvari athafna- og verslunarfrelsis, var landsverkfræðingur 1905-1917, var helsti boðberi steinsteypu- bygginga á Íslandi, kom að flestum opinberum stórfram- kvæmdum þjóðarinnar, svo sem vatnsveitunni í reykjavík, hafnarframkvæmdunum þar, virkjun Elliðaánna og undirbún- ingi Hitaveitu reykjavíkur, að ógleymdum vega- og brúarfram- kvæmdum. jón var talnaglöggur, rökfastur, yfirvegaður í hugsun og framsetningu og háttvís í framkomu, aðhalds- og ráðdeildar- samur en um leið mikill framfara- og framkvæmdasinni. Honum var flest betur gefið en að standa í pólitísku plotti, lýðskrumi og atkvæðasmölun. jón var eini formaður Íhaldsflokksins, 1924-1929, og fyrsti formaður sjálfstæðisflokksins. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn jóns Magnússonar 1924-1926 en var síðan forsætisráðherra eftir fráfall nafna síns 1926 og fram að stjórnarskiptum 1927. Þá var hann borgarstjóri frá 1933 og til dauðadags, 1935. Jónas frá Hriflu Áhrif hans á stjórnmálaþróun þessara ára voru með ólíkindum. Hann sameinaði unmgmennahreyfinguna og samvinnuhreyf- inguna undir merki framsóknarflokksins, var potturinn og pannan í stofnun alþýðuflokksins, asÍ og framsóknarflokksins 1916, stofnaði Tímann 1917 og var einn helsti arkitektinn að verslunarveldi sÍs. jónas vildi útrýma stéttum kaupmanna, heildsala og útgerðarmanna sem hann taldi ómerkilega braskara og snýkju- dýr á samfélaginu, vildi alla verslun í hendur sÍs og vildi stöðva þéttbýlismyndun með óbeinum stjórnvaldsaðgerðum. jónas var umdeildasti stjórnmálamaður 20. aldar. Hann bjó yfir snilligáfu á sviði mannlegra samskipta, var ofvirkur pólitískur plottari, þurfti ótrúlega lítinn svefn og var líklega með snert af þráhyggju og ofsóknarkennd en engan veginn geðveikur eins og læknamafían hélt fram 1930. Eljusemi hans, mælska, ritsnilld og persónuníð um pólitíska andstæðinga, gerði stjórnmálabaráttuna fyrir kosningarnar 1927 persónulegri og óvægnari en hún hefur nokkurn tíma verið, fyrr eða síðar. Afmælistilkynningar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.