Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Side 43
DV Helgarblað Föstudagur 27. júlí 2007 43 Verslunarmannahelgin2007 Síldarævintýrið á Siglufirði Á siglufirði fer fram síldarævintýrið svokallaða en það ku vera einstaklega fjöl- skylduvæn og skemmtileg hátíð. Fjölbreytt barna- og skemmtidagskrá fer fram alla dagana en á kvöldin spila þjóðþekktar hljóm- sveitir fyrir dansi. Á meðal þeirra sem troða upp er sjálfur geirmundur Valtýsson og hljómveit sem halda heljarinnar dansleik á föstudeginum auk þess sem hljómsveitin Karma kemur fólki í rétta fílinginn á Bíó Café. Á laugardeginum má svo nefna blúsbandið johnny and the rest og söngkonuna Ólöfu arnalds. Á sunnudeg- inum mun hinn funheiti Páll Óskar svo skemmta gestum með trylltu diskóteki fram á rauðanótt. Ein mEð öllu á akurEyri akureyringar halda hina árlegu fjölskyldu- hátíð Eina með öllu og verður hátíðin formlega sett föstudaginn 3. ágúst kl. 20.30. Eins og vanalega er mikil dagskrá á akureyri. Á föstudagskvöldið spila meðal annars sprengjuhöllin á ráðhústorginu kl. 23 og plötusnúður- inn alex andersson í sjallanum. laugardagskvöldið eru það stuðmenn og svo Björgvin Halldórsson og hljómsveitin Von sem sjá um stemninguna. Mc gauti og siggi Bahama klára svo kvöldið. Páll Óskar heldur einnig sinn árlega dansleik í Ka-heimilinu. Helena Eyjólfsdótt- ir og hljómsveitin Hvítir mávar halda ball í sjallanum á sunnudaginn. Klukkan 22.30 hefst svo brekkusöngur og er hátíðinni slitið með flugeldasýningu klukkan 23.30. nEiStaflug í nESkaupStað Á neistafluginu í ár verður boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá á daginn fyrir alla fjölskylduna þar sem meðal annars verða sýnd atriði úr söngleikn- um abbababb og gunni og Felix verða með skemmtiat- riði. Á kvöldin verða svo heljarinnar partí og diskótek úti um allan bæ en þeir sem troða upp í ár eru meðal annars todmobil, Buff, Out loud og tina turner-skemmtun- in sem sett var upp fyrr á árinu á skemmtistaðnum Broadway við gríðargóðar viðtökur hefur nú flutt sig austur. unglingalandSmót umfí á Hornafirði allir íþróttaálfar landsins geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Hornafirði en þar verða allir dagar troðfullir af skemmtileg- um íþróttavið- burðum. Meðal annars er hægt að keppa í bændaglímu, mótorkrossi, golfi fyrir börn og fullorðna, körfuknattleik, knatt- spyrnu og frjálsum íþróttum. Á laugardeginum verður dýragarður- inn opinn og hver dagur endar með hressandi kvöldvöku. Á sunnudegin- um verður svo flugeldasýning og mótsslit upp úr miðnætti. ÞjóðHátíð í vE StmannaEyjum að venju er ein st ærsta dagskráin í Eyjum um verslunarmannah elgina en þeir sem koma til með að skapa þjó ðhátíðarstemning una í dalnum að þessu sinni eru: XXX ro ttweiler, Á móti sól, í svörtum fötum, lay low, Hreimur og Vignir, sprengjuh öllin, logar, Bubb i, Wulfgang, Foreign Monkeys , dans á rósum og hálft í hvoru. Á sunnude ginum mætir að s jálfsögðu Árni johnsen me ð gítarinn og stjó rnar brekkusöngnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.