Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Síða 47
Árni Þór Jónsson Matgæðingurinn DV Helgarblað föstudagur 27. júlí 2007 47 Ég prófaði þennan rétt fyrst þegar ég var ein-hvern tímann í fríi í Amer-íku,“ segir Árni Þór Jónsson kvikmyndagerðarmaður sem er mat- gæðingurinn að þessu sinni. Hann býður upp á rétt sem hann kallar Síðsumars sjávarréttapasta. „Þetta er úr einhverri ítalskri matreiðslubók, en samt ekki algjörlega upp úr henni heldur með smá breytingum og til- færingum. Ég bætti til dæmis við hörpuskelinni, rækjunum, pastanu svarta og fiskisósunni,“ segir Árni. Að sögn Árna hefur hann eldað þetta nokkuð oft, en þó langt síðan síðast. Og hann tekur fram að þrátt fyrir heiti réttarins sé hann einnig fínn til átu á veturna. Í uppskriftinni kemur fram að það megi alls ekki nota parmesan; hvernig stendur á því? „Þá deyr allt sjávarréttabragð- ið. Það má ekki drepa það með ein- hverjum sterkum osti. Ítalir segja líka að parmesan eigi aldrei að nota í sjávarréttapasta,“ segir matgæðing- urinn. Árni lætur einnig fylgja með for- láta uppskrift að sumarís. Síðsumars sjávarréttapasta fyrir 4 1 pakki svart (kolkrabbablekað) spaghetti 2-3 skalottlaukar, smátt saxaður 3-4 hvítlauksgeirar, smátt saxaður 1 box kirsuberjatómatar, helming- aðir 1 búnt basilika, söxuð saffranþræðir 1 msk fiskisósa hvítvín 1 pakki hörpuskel, stór 1 pakki risarækjur 1 pakki kræklingar í skel Fyrst skal steikja hvítlauk og skal- ottlaukinn í ólífuolíu í potti. Tómöt- unum bætt við eftir skamma stund (má ekki ofsteikja þá, frekar gufu- sjóða þá í hvítvínsgufu). Áður en laukurinn fer að brúnast á að hella ca. 200–300 ml af hvítvíni út í og síð- an eru settir kræklingar í skel út í. Pottlokið sett á og látið malla þar til kræklingarnir hafa opnast. (Óopn- aðir eru fjarlægðir). Á meðan, eða rétt eftir, skal steikja hörpuskelina og rækjurnar upp úr smá ólífuolíu og smá dassi af hvít- víni. Þar til rækjurnar verða bleik- ar. (Ath. ekki of lengi því þegar heitt spaghetti-ið og kræklingurinn bætist við þá heldur skelfiskurinn áfram að eldast.) Pastað er soðið á meðan þar til „al dente“. Síðan er öllu skellt saman í stóra skál (ekki gleyma hvítvínssoðinu úr kræklingapottinum og af pönnunni). Gróft skorið ferskt basil er bætt við ásamt smá ferskri steinselju auk dass af fiskisósu og saffronþráðum. Salt- að og piprað eftir smekk en þar sem fiskisósa er frekar saltað fyrirbæri skal passa saltmagnið. Alls ekki parmesan með. Svart pasta er tilvalið, þó ekki mandatorí. Sumarís 150 ml sýrður rjómi 150 ml hrein jógúrt 200 ml þeyttur rjómi 100 gr flórsykur 2 msk vanillusykur 2 msk sítrónusafi 500 gr ber, fersk eða frosin Sýrður rjómi, jógúrt og þeyttur rjómi sett í skál og blandað varlega saman. Sykri og sítrónusafa bætt út í og blandað vel saman við. Loks er berjum hrært við. Sett í frysti og hrært af og til upp í skálinni. Borið fram með brytjuðu súkku- laði og kannski þeyttum rjóma. Gott er að gera ísinn sólarhring áður en á að borða hann. Svart parmesanfrítt sjávarréttapasta Árni skorar á vin sinn Tjörva Bjarnason sem vinnur hjá Bændablaðinu að vera næsti matgæðingur. Chablis í Búrgúnd Chablis er nyrst sex vínsvæða Búrgúndar, umhverfis borg-ina Chablis. Hvítvínin eru öll úr Chardonnay-þrúgunni sem er upprunnin í Búrgúnd. Chablis er mjög norðarlega sem þýðir að vínin eru yfirleitt sýruríkari en önnur Chardonnay og ekki eins ávaxtarík. líklega hefur vínrækt borist til Chablis með rómverjum en munkar af sistersíanareglunni stýrðu vínræktinni allt frá 12. öld. Nálægðin við París hefur skipt miklu í viðgangi héraðsins. frá miðöldum hafa ýmsar hörmung-ar dunið yfir hér-aðið. Húgenott-ar hernámu svæðið 1568 og réðu lengi. franska byltingin hafði slæm áhrif og ekki síður kuldaskeiðið í kjölfar hennar. Innrás Prússa var áfall. Plönt- umygla og jurtalús herjuðu á svæðið í lok 19. aldar. Heimsstyrj- aldirnar tvær tóku sinn toll og gríðarleg frost 1957 og 1961 reyndu mjög á þolrif vínbænda. frost er óvíða meira vandamál en í Chablis og má jafn- vel búast við að frysti í maí. Nú er farið að leggja hitalagnir að rótum vínviðarins og úða plönturnar með vatni til að vinna gegn frostskemmdum. Vínframleiðsla í héraðinu hefur tífaldast frá sjötta áratugnum. aukningin hefur þó verið lang-mest síðustu tvo ára- tugi en Chablis varð tískuvín á 9. áratug síðustu aldar. lengi vel voru búin til „Chablis“ vín um heim allan sem átti að merkja þurr gæða- hvítvín. frakkar hafa barist hart gegn þess- ari misnotkun á vöru- heitinu og fóru meðal annars með málið til hæstaréttar á Berm- úda. flokkunarkerfið franska er flókið en í sem einföldustu máli má segja að „Premier Cru“ séu gæðaekrur en „grand Cru“ þær allra bestu. Þessir gæðastimplar hafa vitan- lega einnig heilmikil áhrif á verðlagninguna. Pálmi jónaSSon vínsérfræðingur DV Chanson Pére & Fils Chablis 2004 simon Verry stofnaði þetta víngerðarhús árið 1750. Vínkjallar- inn er í Bastion de l‘Oratoire, varðturni sem byggður var á 16. öld. Víngerðin var lengi í eigu Chanson-fjölskyldunnar en kampavínsrisinn Bollinger keypti fyrirtækið árið 1999. Vínið er fölgult. afar sterk og góð blómaangan með sítruskeim og smá vanillu. Enn sterkari sítrus í bragði með gulum eplum. afar frísklegt og gott vín. Einfaldlega best af þeim þremur vínum sem prófuð voru og fær fjórða glasið fyrir vikið. 1.750 krónur. William Fevre Chablis Chaps Royaux 2005 Eins og önnur Chablis-vín úr Chardonnay-þrúgunni og þetta vín er látið liggja í eikartunnum. sýruríkt vín með angan af perum og eplum, jafnvel mysu og agúrkum. sætara í munni með sterku perubragði, ásamt ferskjum, jona gold-eplum og cantaloup-melónu. Mjúkt vín með löngu góðu eftirbragði. súrt í nefi, sætara í munni og eftirbragðið sætast. Ekki langt frá fjórða glasi. 1.710 krónur. Pierre André Chablis Le Grand Pré Récolte 2005 ljósgullinn litur með áberandi perubrjóstsykri í nefi. Einnig má greina græn epli og ferskar perur. í munni perur, epli, ferskjur, smjör og vanillu. Vínið er sýruríkt í upphafi en verður smám saman sætara. tilþrifaminnst þessara þriggja vína en heldur þó þriðja glasi. 1.790 krónur. Einkunn í vínglösum: IIIII Stórkostlegt IIII Mjög gott III Gott II Sæmilegt I Slakt Meistarinn Einfaldur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.