Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Page 56
föstudagur 27. júlí 200756 Helgarblað DV TónlisT Hljómsveitin lada sport ætlar að kynna nýútkomna plötu sína, time and time again, í verslun skífunnar á laugavegi á laugardag- inn. „Þetta eru ekki útgáfutónleikarnir okkar, þeir verða ekki fyrr en í september býst ég við þar sem við erum allir að fara eitthvað til útlanda að leika okkur í ágúst. tónleikarnir á laugardaginn eru bara rokkveisla sem byrjar á slaginu fjögur,“ segir Haraldur leví gunnarsson, trommuleikari hljómsveitarinn- ar. „Platan kom út níuna júlí og hefur fengið ágætis dóma og mjög góðar viðtökur frá hlustendum og útvarpsstöðvum. lagið okkar the World Is a Place for Kids going far var í toppsætinu á reykjavík fM í þrjár vikur.“ alls eru fjórir meðlimir í bandinu en auk Haralds eru það þeir friðrik sigurbjörn friðriksson, sem spilar á bassa, jón Þór Ólafsson, sem spilar á gítar og syngur, og stefnir gunnarsson sem einnig spilar á gítar og syngur. Þeir fengu þó marga góða gesti til að leggja sér lið á plötunni. „ívar schram úr Original Melody rappar eitt lag á plötunni sem er geggjað og svo eru nokkrir gestahljóðfæraleikarar.“ lada sport hefur verið starfandi frá árinu 2002 en time and time again er fyrsta breiðskífa sveitarinnar til þessa. „Við gáfum út eina heimatilbúna EP-plötu í tvö hundruð eintökum árið 2004. Nú er planið svo bara að halda tónleikana á laugardag og svo verðum við á sunnudag- inn í Hljómalind ásamt Bob og Coral. svo ætlum við að reyna að fara með plötuna út en við eigum bara engan pening eins og er,“ segir Haraldur að lokum og hvetur sem flesta til að mæta á laugardaginn. Kurr í Q-tímaritinu í nýjasta tölublaði tónlistartímaritsins Q magazine eru fyrstu breiðskífu íslensku sveitarinnar amiinu, sem nefnist Kurr, gefnar þrjár stjörnur af fimm sem verður að teljast nokkuð fínt fyrir frumraun. Þar er minnst á að stelpurnar hafi túrað með sigur rós en þær séu þó ekki jafn rólegar og sigur rós heldur megi maður búist við því að þær taki allt í einu upp sög sem þær byrji að spila á eða strjúki létt yfir vínglös til að mynda hljóm. í umsögninni er sérstaklega mælt með því að hala niður laginu Hilli. Kurr hefur alla jafna fengið góða dóma og gefur til að mynda tímaritið Crud plötunni fimm stjörnur. Tónlistarakademía DV segir: Hlustaðu á þessar Kurr með amiinu single drop með single drop sound Of silver með lCd soundsystem War stories með uNKlE Cubism með Pet shop Boys Þrennan hrynur destiny‘s Child er nú orðið sannkallað hrakfallatríó en nú hafa allir meðlimir sveitarinnar lent í einhverju klaufalegu á tónleikum. fyrst rann Michelle Williams út af sviðinu meðan hún marseraði við lagið soldier árið 2005. síðan hrundi Kelly rowland niður sökum ofþreytu á sviði fyrr í mánuðin- um og í fyrradag hrundi svo sjálf drottningin, Beyoncé. Hún arkaði niður stiga í síðkjól á sviðinu en hrundi svo og rúllaði niður restina af honum. Beyoncé óskaði þó eftir því að enginn setti myndir inn á vefinn en það fór ekki betur en svo að myndbandi af hruninu var skellt á Youtube strax að tónleikum loknum. Klikkaður hraði Metallica vinnur nú hörðum höndum við gerð nýrrar plötu og að minnsta kosti einn aðili utan bandsins hefur heyrt það sem koma skal en það var Matt sorum, trommuleikari í Velvet revolver, og lýsir hann sinni upplifun á lögunum á þennan veg: „las er góður vinur minn og leyfði mér að heyra demó. Það eina sem ég hafði að segja var bara masterið þennan skít og gefið þetta út. Þetta var algjör klikkun, átta mínútna löng og skuggalega hröð lög. Ég sagði við las að þótt maður ætti ekkert að hægja á sér við að eldast þyrfti maður samt ekki að spila hraðar.“ Metallica hyggst einnig spila allt beint inn á plötuna en ekki notast við tölvutækni og samplera til að auðvelda sér upptökur. Rokkveisla í Skífunni Tilkynnt var í gær hvaða hljómsveitir munu koma til með að spila á stórtónleikum sem fram fara á Miklatúni á menningarnótt, 18. ágúst. Tónleikarnir verða tvískiptir og hefjast þeir fyrri klukkan 16 og standa yfir til 18. Eftir það verð- ur gert tveggja tíma hlé svo fólk geti farið heim að borða og klætt sig í hlýrri föt. Tónleikarnir hefjast síðan að nýju klukkan 20 og standa yfir til 22.30. Þær hljómsveitir sem koma fram fyr- ir hlé eru Ljótu hálfvitarnir sem sigruðu í Sjó- mannalagakeppni Rásar 2 fyrr á árinu með lag- inu Sonur hafsins, sem mikið hefur verið spilað upp á síðkastið, Ampop, Pétur Ben. Mínus kem- ur fram í nýrri mynd en í dag eru Mínus-liðar orðnir fjórir og verður þetta í fyrsta skipti sem sveitin spilar fyrir slíkan fjölda í breyttri mynd. Að lokum spilar hljómsveitin Vonbrigði sem út- varpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson á Rás 2 lýsir sem stærsta óuppgvötvaða leyndarmáli landsins í dag. Tónleikarnir hefjast svo aftur klukkan átta og eru þær ekki síðri hljómsveitirnar sem þá munu stíga á svið: Sprengjuhöllin, sem á vinsælasta lag ársins hingað til, færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir ásamt hljómsveit en sérstakur Fær- eyjavinkill verður tekinn á menningarnótt í ár og mikið um gesti frá Þórshöfn, Á móti sól með rokkstjörnu þjóðarinnar Magna í fararbroddi, Megas og hljómsveit hans sem hann kallar Senuþjófana og að lokum er það svo ein ástsæl- asta hljómsveit þjóðarinnar Mannakorn ásamt Ellen sem binda enda á dagskrána. Eftir það er nægur tími fyrir tónleikagesti að rölta niður að höfn þar sem dagskrá menningarnætur lýk- ur með stórglæsilegri flugeldasýningu. Að sögn Óla Palla verða tónleikarnir byggðir upp eins og á almennilegri tónlistarhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hér er svo sannarlega um að ræða sanna fjölskyldu- skemmtun. Landsbankinn hefur verið stór þátttakandi í menningarnótt frá upphafi og boðið upp á glæsi- lega dagskrá fyrir utan höfuðstöðvar sínar í Aust- urstræti undanfarin ár. Dagskráin hefur hins veg- ar farið ört stækkandi og á síðasta ári var bugðið á það ráð að skella upp aukasviði á Laugaveginum til að koma öllum þeim glæsilegu tónlistaratrið- um fyrir á sem þægilegastan hátt. Rás 2 stóð hins vegar fyrir stórtónleikum á Miðbakka Reykjavík- urhafnar árið 2003 en þangað mættu um sjötíu þúsund manns sem gerir þá tónleika að stærstu tónleikum Íslandssögunnar hingað til. Árin 2004 og 2005 var leikurinn síðan endurtekinn en eftir eins árs hlé árið 2006 hefur útvarpsstöðin tekið höndum saman við Landsbankann og Reykja- víkurborg og standa þessir aðilar nú fyrir þess- um stórtónleikum á Miklatúni. krista@dv.is Hljómsveitin Lada sport ætlar að kynna nýútkomna plötu sína, Time and Time Again, í verslun Skífunnar klukkan fjögur á laugardaginn: Lada sport gaf út plötu í júlí. Á menningarnótt, 18. ágúst, verða haldnir stórtónleikar á Miklatúni þar sem margar af þekktari hljómsveitum landsins munu troða upp. Má búast við að hér séu á ferðinni einir stærstu tónleikar Íslandssögunnar sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. ELLEFU HLJÓMSVEITIR Á MIKLATÚNIViggó Árnason, Sif Gunnarsdóttir og Ólafur Páll Gunnarsson kynntu glæsilega dagskrá menningarnætur á Kjarvalsstöðum í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.