Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 9
7 hefur skapast nokkur vísir að þjónustu barnalækna í lækningastöðvum í nágrenni Reykjavíkur, þ.e.a.s. í Hafnarfirði, Kefla- vík, á Selfossi og Akranesi. Þegar barna- læknastéttinni vex fiskur um hrygg ætti að vera hægt að skipuleggja barnalæknis- þjónustu úti á landi, a.m.k. í þéttbýlis- kjörnunum til að byrja með. Skipulag og framkvæmd heilbrigðisþjón- ustu utan sjúkrahúsa er í deiglunni og mótun um þessar mundir og því ærin á- stæða til skoðanaskipta. Umfram allt verða umræður að vera hlutlægar. í afstöðu okk- ar skulum við læknar ekki láta stjórnast af stundarhagsmunum eða sérgreinarlegum metnaði, meira eða minna ímynduðum og órökstuddum. Hagur sjúklingsins skiptir öllu máli og á að ráða niðurstöðunni. Ályktunarorð mín skulu vera þessi: 1. Stefnt skal að því að barnalæknar séu ráðnir í fullt starf að heilsugæslustöðv- um í Reykjavík og öðrum stærri þétt- býliskjörnum. Þeir skulu annast sam- fellda þjónustu við börn viðkomandi heilsugæslustöðva, bæði lækningar og heilsuvernd í samvinnu við aðra lækna stöðvarinnar. 2. Stefnt skal að því að barnalæknar verði ráðnir í hlutastarf að öðrum heilsugæslu- stöðvum eftir því sem hæfilegt þykir með tilliti til fólksfjölda. Þar skulu þeir veita sérfræðilega aðstoð og annast heilsuvernd barna í samvinnu við lækna viðkomandi heilsugæslustöðva. 3. Koma þarf upp skyndimóttöku fyrir börn með göngudeildarsniði á Reykja- víkursvæðinu með sérstöku starfsliði í tengslum við spítala. Þangað á fólk að geta leitað með bráðveik börn og í neyð af öðrum orsökum. Læknar úti á landi ættu að geta leitað ráða til barnalækna, sem þar veita þjónustu hverju sinni. Árni V. Þórsson VÖXTUR BARNA OG UNGLINGA Eitt af því mikilvægasta sem greinir að börn og fullorðna, er, að börnin eru í stöð- ugum vexti allt frá getnaði og fram yfir kynþroskaaldur. Þessi einföldu en mikil- vægu sannindi, eru flestum ljós, en mikið hefur til skamms tíma vantað á, að þeim sé nægur gaumur gefinn. Vaxtarhraði er mjög mismunandi á hin- um ýmsu þroskaskeiðum og nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir eðlilegum vexti eða algengismörkum. Frávik frá eðlilegum vaxtamörkum, bæði hvað snertir hæð og þyngd, gefur alltaf ástæðu til að kanna nánar hvað valdi og getur þar verið um margt að ræða. Vaxtafrávik eru ótrúlega algeng hjá börnum og koma þau oft fram löngu áður en orsök eða sjúkdómur sem veldur t.d. seinkuðum vexti er kunnur og gefur frá sér önnur einkenni. Regluleg mæling á hæð og þyngd barna og unglinga er nauðsynleg og raunar skilyrði þess að greina megi slík fráyik, Allra helzt þarf að færa þær mælingar inn á svokallaðar vaxt- arkúrvur. Ef þannig er að verki staðið, uppgötvast afbrigðilegur vöxtur mun fyrr. í því sambandi má geta þess, að hérlendis er séð nokkuð vel fyrir þessu með árlegum mælingum við skólaskoðun og við skoðanir barna á fyrsta ári. Hins vegar er oft erfitt að fá upplýsingar um vöxt barna á aldrin- um 2—7 ára, nema foreldrar hafi gert og skráð hjá sér mælingar, en það er fremur sjaldgæft. í stuttu máli; eðlilegur hæðar- og þyngd- arvöxtur er einn bezti mælikvarði á heilsu- far barna og unglinga. Hér á eftir verður rætt lítillega um eðlilegan vöxt og vaxtar- kúrvur. Einnig drepið á nokkur helztu atriði, sem geta valdið afbrigðilegum vexti. Þessi grein er að sjálfsögðu engan veginn tæmandi, en vekur vonandi einhverja at- hygli á þessum mikilvægu þáttum í sjúkra- sögu og skoðun, sem allt of oft vill gleym- ast, jafnvel inni á sjúkrahúsum,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.