Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 12
10
háðir því, að ekki sé um sjúklegt ástand að
ræða.
AFBRIGÐILEGUR VÖXTUR
í töflu 1 eru taldar upp nokkrar helztu
orsakir smæðar eða vaxtarhindrana barna.
Hér yrði of langt mál að f jölyrða um hvern
einstakan þátt, en tekin verða nokkur
dæmi. Mynd 3 sýnir vaxtarkúrvu drengs
með regional enteritis (MB. Crohn). At-
hyglisvert er, að þessi drengur fékk ekki
sjúkdómseinkenni fyrr en hann var tæp-
lega 11 ára. Frávik sjást hins vegar á vaxt-
arkúrvu löngu fyrr. Þegar drengurinn var
14 ára, var gerð resectio á terminal ileum
með þeim dramatiska árangri, sem kemur
vel fram á myndinni.
TAFLA I.
Systemic Disease (Other Than Skeletal and
Endocrine)
Central nervous system
Mental retardation
Cardiovascular
Congenital heart disease
Acquired (rheumatic) heart disease
Pulmonary
Cystic fibrosis
Asthma
Tuberculosis
Gastrointestinal
Malabsorption
Deprivation syndromes
Renal
Chronic insufficiency
Tubular acidosis
Hematologic
Chronic anemias
Skeletal
Osteochondrodystrophy
Rickets
Pseudohypoparathyroidism and pseudo-
pseudohypoparathyroidism
Genetic
Familial
Chromosomal
Mongolism
Trisomies
Turner’s syndrome
Primoridal
Without associated anomalies
With associated anomalies
Constiautional Delayed Growth
Endocrine Disorders
Hypothyroidism
Hypopituitarism
Isolated growth hormone deficiency
Adrenal disorders
Congenital adrenal hyperplasia
Cushing’s syndrome, including iatrogenic type
Mynd 4 sýnir vaxtarkúrvur 2ja drengja
með vaxtarhormónskort. Yngri drengurinn
hafði meðfæddan panhypopituitarismus og
fékk þar af leiðandi einnig thyreoidea og
cortisonmeðferð. Hjá eldri drengnum var
hins vegar eingöngu um að ræða skort á
vaxtarhormón (HGH) af óþekktum orsök-
um. Eftir 5—6 ára aldur fór vaxtarhraði
minnkandi og var nánast enginn, þegar
sjúkdómurinn var greindur um 10 ára ald-
ur. Ef niðurstöður þessara mælinga hefðu
verið færðar inn á vaxtarkúrvur fyrr, hefði
mátt sjá að hverju stefndi og væntanlega
greina vandamálið fyrr. Þegar um er að
ræða vaxtarhormónskort, er meðferð oft-
ast mjög árangursrík og svörun þessara 2ja
drengja við meðferðinni er dæmigerð.
HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ „LÍTIÐ BARN“?
Algengt er, að foreldrar láti í ljós á-
hyggjur við lækni vegna vaxtar barna
sinna, eða börn og unglingar komi sjálf
með slíkar kvartanir. Mjög oft koma upp
spurningar af þessu tagi við skólaskoðanir,
og er þá gott að temja sér skipuleg við-
brögð við greiningu slíkra vandamála.
1. Skilgreining. Er um vandaniál að ræða?
Ef hæðar- eða þyngdarmælingar falla
meira en > 3 SD frá miðgildi, verður það
að teljast vandamál, sem þarnast nánari
athugunar. Hins vegar skal enn undirstrik-
að, að vaxtarhraðinn skiptir mestu máli,
eins og sjá má af dæmum hér að framan.
Barn, sem vex með jöfnum hraða frá ári
til árs er sennilega heilbrigt, þótt mæling-
ar falli eitthvað neðan við 3. percentil (-1-2
SD). Afar mikilvægt er því að grafa upp
fyrri hæðar- og þyngdarmælingar, ef þess
er nokkur kostur.
2. Saga
Þar kemur fram stærð ættingja, einkum
foreldra. Saga um ættgenga beinasjúkdóma
o.s.frv.
Að sjálfsögðu skal tekin nákvæm heilsu-
farssaga, sem gæti ef til vill gefið vísbend-
ingar um undirliggjandi sjúkdóma, t.d. frá
meltingar- og þvagfærum.
3. Skoðun
Með almennri líkamsskoðun má komast
langt. Flestar bein- og chondrodysplasiur